Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 35
ELLIÐAEYJARVÍTINN
Um síðastliðin aldamót var reistur viti í Elliðaey.
Fáir voru þá vitar á landi hér, svo það var meiri ný-
lunda en nú, er viti var reistur.
Önnur var þá nýlundan meiri. Hún var sú, að ein-
staklingnrinn Bjarni Jóhannsson, skipstjóri, lagði fram
til byggingar hans kr. 1000,00. Var það drjúgur skild-
ingur á þeim tíma. Bjarni skipstjóri var harðgerður
dugnaðarmaður og aflasæll. Var hann kominn af Stað-
arfellsmönnum, er voru menn auðsælir og bókhneigðir,
sem kunnugt er. Vitinn var reistur í túninu í Elliðaey,
á hól þeim, er Klíningshóll heitir, en síðan er oftast
nefndur Vitahóll. Heitið á hólnum er lítt virðulegt og
bráðum skilja menn ei þessa nafngift. Vitinn hefur
síðan verið endurbyggður, og árið 1921 var honum
breytt í blossavita. Nú hefur vitinn verið fluttur á
austurenda eyjarinnar, þar sem eyjan er hæst. Er hann
byggður úr steinsteypu. Hæðarmismunur mun vera 20
metrar. Mun hann nú lýsa lengra sjófarendum á Breiða-
firði til hagræðis. Sem fyrrverandi vitavörður óska ég
sjómönnum til blessunar með hinn nýja vita og læt
fylgja með til gamans stökur þær, er hér fara á eftir:
Elliðaeyjarvitinn.
1. Vankunnáttan víðast hvar,
veldur þungum meinum.
Lands við strendur lengst af var,
ei Ijós á töngum neinum.
2. Myrkur huldi mararál,
myrkur huldi skeiðir.
Vita livergi blossabál,
benti á færar leiðir.
3. Þökk sé Bjarna þúsundföld,
er því féklc kappinn orkað,
að vitinn hefur hálfa öld,
húmi og myrkri storkað.
4. Sá var í fyrstu settur í tún,
svo að gæzki nyti.
Núna spánýr bjargs á brún,
bjartur gnæíí" ijiV,
5. Undirstaðan eflaust traust,
Það Emil gerst má vita,
hvort standast muni stríðlynd liaust,
storma, kulda og liita.
6. Sjáist glöggt um sævar-tún,
er sortinn hefur völdin.
Skæru Ijósin bjo.rgs af brún,
blika um vetrarkvöldin.
7. Bætist við hann hrós við hrós,
og hafður á sterkar gætur,
að hið skæra leiðarljós,
lýsi um dimmar nætur.
8. Hér vandratað er víða um dröfn,
svo vissar leiðir kjósum.
Oruggast að hitta höfn,
í hvítum vitaljósum.
Ólafur Jónsson,
fyrrum vitavörður í Elliðaey.
£fttœíki
Jón biskup Teitsson.
Jón biskup Teitsson var eigi nema rúmt ár Hóla-
biskup; þá andaðist hann. Eins og að líkum lætur, gat
hann eigi látið mikið að sér kveða þann skamma tíma,
er hann hafði biskupsvöld. Sögðu og ýmsir, að hann
væri eigi skörungur. Jón biskup vígði einn prest, Jón
Magnússon, til Vesturhópshóla, en það sögðu óvildar-
menn biskups, að hann gleymdi að taka af Jóni þessum
prestseiðinn. Um Jón biskup Teitsson látinn kvað Jóna-
tan Sigurðsson, síðar prestur, þessa grálegu eftirmæla-
vísu:
Blessaður Hólabiskupinn
burt er numinn í himininn;
lians sakna fáir hér í sveit,
hann grætur enginn, það ég veit;
grettur mjög var sá grýlubur,
af görpum Jón Teitsson kallaður;
hann hélt á stólnum hálfum bú,
hálfvígði einn prest, — og búið er nú.
*
Kerling nokkur bar sig upp fyrir presti sínum eftir
embætti um það, að hann hefði gleymt að útdeila sér
brauðinu. Prestur mundi að sönnu ekki til, að svo hefði
verið. En til þess að friða kerlingu, er stóð á því fast-
ara en fótunum, að honum hefði hlaupizt yfir sig,
kvaðst hann skyldi bæta henni það, og skyldi hún koma
inn til sín. Fór hún þá inn með presti og gaf prestur
henni væna flatbrauðsköku og spurði, hvort hún væri
nú ekki vel í haldin og ánægð. Kerling svaraði: „Ó,
jú! blessaðir verið þér! Langt fram yfir það. Ég vildi
þér gleymduð því alltaf“.
V í K I N G U R
35