Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Qupperneq 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Qupperneq 4
ÖLDITR SJÁVAR Menn hafa löngmn látitf töfr- ast af öldum sjávar, en þó oft staöið ógn af þeim. Athuganir og tilraunir, sem staðið hafa í heila öld, hafa aukiö mjög við þekk- ingu á því, hvernig öldumar verða tit og hreyfast. Maður, sem stendur á sjávar- strönd, getur horft á öldumar tímum saman brotna í flæðar- málinu hverja á eftir annarri. Þær geta verið heillandi, þær vekja forvitni. Maðurinn vill komast að leyndarmáli þeirra, en það tekst ekld með því aðeins að horfa á þær. Meira þarf til. Stundum eru öldurnar hræði- legar — þegar þær sökkva skip- um og sópa burtu borgum, þær eru með voldugustu eyðingar- öflum náttúrunnar. Langalgeng- ustu öldur sjávar eru þær, sem vindar valda. Þær, sem eru af völdum jarðbyltinga og siga á sjávarbotni, eru skaðlegastar. öldur, sem verða til af völdum aðdráttarafls sólar, tungls og breytinga á loftþyngd, eru minna áberandi. Botnlag sjávarins, halli flæðarmálsins og lögun strand- arinnar hafa mikil áhrif á öldu- ganginn. Alda verður að brotsjó þegar hún kemur inn á grunn. Þá rís hún hærra og verður bratt- ari uns hún veltur um og verður að löðri. Þó orsakir þessa fyrir- brigðis séu kunnar, vantar enn mikið á að sama sé hægt að segja um ýms önnur atriði varðandi öldumar. Svör við ýmsum spum- ingum þess efnis em nú að koma, jafnóðum og þau fást með at- hugunum á öldum í tilraunaþróm. Nú er hægt að útskýra margt um þessi atriði til hagsbóta fyrir alla sjómenn og þá, sem nærri sjó búa. Smásteinn, sem hent er út í tjörn, kemur af stað gáraröð. öldur á sjó líkjast því ekki, þær eru óreglulegar og tígulmyndað- ar með krókóttum dældum á milli. Siglingamenn í 2000 árgátu ekki útskýrt öldur hafsins, en sögðu, að vindar orsökuðu þær á einhvern hátt. Hreyfingar hafs- ins voru flóknari en svo, að hægt væri að gera sér grein fyrir þeim auðveldlega. Fyrst var reynt að hugsa sér öldurnar halda áfram í skipulegri röð hverja á eftir annarri um endalaust hafið. Þetta var fjarri því rétta. En hægt var að fást við það sem reikningsdæmi. Fyrstu athugendur urðu þess vísari, að öldumar hreyfa fljót- andi hluti fram og til baka og upp og niður, en færa þá ekki til í lárétta átt svo nokkra nemi. Af hreyfingum þangs og þara var hægt að sjá, hvernig vatnsagn- irnar hreyfðust. En það var ekki fyrr en 1802, að Þjóðverjinn Franz Gerstner dró upp fyrstu kenninguna um öldumar. Hann sýndi fram á, að vatnsagnir öld- unnar hreyfast eftir hringlaga braut, og er þvermál hennar jafnt ölduhæðinni. Þegar aldan hjaðnar, fer vatnið til baka næst- um því þangað, sem það áður var. Gestner tók eftir, að yfir- borðslína öldunnar var bugðu- laga. Sir George Airy hélt áfram athugunum Gestner seinna á 19. öldinni, en Englendingurinn Horace Lamb á þessari öld. Fyrstu tilraunir með öldur gerðu Þjóðverjarnir Emst og Wilhelm Weber. Árið 1825 gáfu þeir út bók um athuganir, sem þeir höfðu gert í sambandi við tilraunir í ölduþró (tank), sem þeir fundu upp. Þróin var fimm fet á lengd, eitt fet á dýpt og einn þumlungur á breidd, hliðamar voru úr gleri. Þeir komu öldum af stað í þrónni með því að soga vökva í gegnum pípu úr öðrum enda hennar og láta vökvann drjúpa í hana aftur. Þeir komust að því, að öldur tapa ekki orku við endurkast. Þeir dýfðu spjaldi, þöktu krítardufti, niður í kass- ann og kipptu því upp aftur. Með því að athuga agnirnar í vökv- anum, fengu þeir staðfestingu á kenningunni um hringlaga braut- ir vatnsagnanna í öldunni og að brautirnar dragast saman við aukið dýpi. Þeir sáu, að þær hneigðust til að fletjast út að neð- an. Þegar hugmyndum áræðinna vísindamanna fór að fjölga á 20. FYRSTA MYND. Þverskurður af1 haföldu sem hreyfist frá vinstri til hægrri. Öldulengdin er fjarlægðin milli tveggja öldutoppa. Öldutíminn er tíminn sem tveir öldutoppar í röð eru að fara fram hjá saina púnkti. Hring-amir eru brautir vatnsagna öldunnar. Við yfirborðið eru Jivermál þeirra jafnt öiduhæðinni. I>egar kemur á dýpi sem er jafnt hálfri öldulengrdinn (til vinstri) er stærð braut- anna aðehis 4 prósent af stærð þeirra við yfirborðið. VÍKINGUR 4

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.