Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Síða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Síða 6
tími og vegalengd storms um opið haf (fetch) er löng og stormur- er mikill og stöðugur, þá eru langar öldur í yfirgnæfandi meirihluta. Þegar þannig hefur hagað til, hafa orðið til stærstu vindöldur sem menn þekkja. Hæð aldnanna í einum hóp fer þó ekki eftir öldutíma þeirra eða öldu- lengd. Samkvæmt reynsluþekk- ingu siglingamanna er ölduhæðin venjulega ekki meiri en hálfur vindhraðinn. Þetta þýðir, að of- viðri, sem blæs með 80 mílna hraða á klukkustund, myndar 40 feta háar öldur. Hve stórar einstakar öldur geta framast orðið, er enn ekki víst, vegna þess, að mjög er erfitt að gera áreiðanlegar athuganir á því um borð í skipi, þegar stór- viðri geysa. Englendingurinn Vaughan Cornish safnaði upplýs- ingum um öldur í hálfa öld og ályktaði, að vindöldur hærri en 45 fet væru all algengar. Sannast hefur þó, að minnsta kosti tvisv- ar, að miklu hærri öldur hafa risið. 1 október, árið 1921, tilkynnti Wilson skipstjóri á gufuskipinu Ascanius, sem var 12000 tonn, um mikinn storm, loftvogin hékk niður. Þegar skipið var niðri í öldudal á réttum kili var athug- unarstaður hans á skipinu 60 fet fyrir ofan láréttan sjávarflöt. Hann var viss um að sumar öld- umar sem skyggðu á sjóndeildar- hringinn voru í það minnsta tíu fetum hærri en athugunarstaður hans og þar með 70 feta háar eða meira. I febrúar árið 1923 til- kynnti Commodore Hayes á gufu- skipinu Majestic að skip sitt hefði lent í ofsaveðri og hefðu öldurnar náð 80 feta hæð. Cor- nish yfirheyrði yfirmennina ná- kvæmlega, hann komst að þeirri niðurstöðu, að þeir hefðu séð 60 til 90 feta háar öldur, en yfirleitt 75 feta háar öldur. I réttarhöldum hjá bandaríska sjóhernum sagði Lieutenant Com- mander R. P. Whitemars frá hæi-ri öldu en áður hafði heyrzt getið um. Þann 7. febrúar 1933 var hann á leið frá Manila til San Diego á skipinu Ramapo, sem var olíuflutningaskip, 478 feta langt. Þeir lentu inn á storm- svæði, sem vel gat hafa náð yfir þúsundir mílna af opnum sjó: „Við héldum undan sjó og vindi. Hættulegt hefði verið að halda nokkra aðra stefnu“. Loftvogin féll niður í 29,29 þumlunga. Vind- ur hafði smátt og smátt aukizt á nokkrum dögum frá 30 hnútum í 60 hnúta á klukkutíma. Af fjölda athugana, sem gerðar höfðu verið, var ein valin og talin ábyggilegust, hana hafði yfir- maður vaktar á stjómpalli gert. Hann sagði: „Við sáum sjói aft- ur undan, þeir voru jafn háir samskeytum afturmasturs og stangar. Með útreikningum komst Whitemars að því að ald- an hlaut að hafa verið að minnsta kosti 112 feta há (sjá mynd). öldutími þessara aldna reynd- íst samkvæmt klukku 14,8 sek- úndur og hraði 55 hnútar. Um leið og öldur hreyfast und- an vindi, sem myndar þær, taka þær breytingum. Toppurinn lækkar og verður ávalari, öll lög- unin samhverfari. Þær taka að hreyfast í hópum, sem hafa svip- aða hæð og öldutíma. Þá er talað um undiröldu. I þeirri mynd geta þær farið þúsundir mílna til fjarlægra stranda. Undiraldan kemur hetur heim við klassiskar kenningar stærðfræðinga en úfn- ar öldur og styrkir þá í trúnni á jöfnurnar. Merkilegt er, að þó hver ein- stök alda hreyfist áfram með hraða, sem fer eftir lengd henn- ar, þá hreyfist orka hópsins með aðeins hálfum hraða hverrar ein- stakrar öldu. Þetta er vegna þess, að fremstu öldur hópsins tapa orku til þeirra, sem fyrir aftan þær eru og hverfa stig af stigi, en nýjar öldur myndast í þeirra stað aftan við hópinn. Þannig er samsetningin alltaf að breytast, og eftir því sem öldurnar hreyf- ast lengra áfram, verða þær f jar- skyldari niðjar þeirra aldna, sem urðu upphaflega til í storminum. öldutímann má mæla í landi og finna á þann hátt gildi ölduhrað- ans ,en orka ölduhópsins, sem hreyfðist undan storminum, fór aðeins með hálfum þeim hraða. Öldur á opnu hafi þegar undir- alda er, sem hreyfast á dýpi, sem er meira en hálf öldulengd þeirra kallast yfirborðsöldur. Botninn hefur þá lítil eða engin áhrif á þær. Brautir vatnsagnanna, sem í þeim eru, minnka óðfluga á auknu dýpi. Þegar dýpið er jafnt háífri öldulengdinni, eru brautir vatnsagnanna aðeins fjögur pró- sent af stærð brautanna við yfir- borðið. ölduhraðinn í mílum á klukkustund er = öldutíminn í sekúndum sinnum 3,5. Þannig fer 10 sekúnda alda 35 mílur á klst. öl'dulengdin í fetum er = öldu- tíminn í sekúndum í öðru veldi sipnum 5,12, en þá er 10 sekúnda yfirborðsalda 512 feta löng. ÞRIDJA MYND: Mismunandi ölduhópar sem vindar valda af ýmsum stærðum off stefnum, mynda yfirborð hafsins. Hér eru sýndar þrjár myndir af ólíkum öldhópum, með mismunandi öldu Iengdir, hæðir og stefnur. Pegar lióparjiir mætast verður út- koman ruglingslegur hrærigrautur eins og sést á myndinnilengst tU hægri sem er teiknuð eftir ljósmynd af yfirborði sjáv- arins. HeUdarmyndin verður svo flókin að nota verður tölufræðilegar aðferðir tU þess að sundurgreina öldumar og áætla hæð þeirra. 6 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.