Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Side 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Side 14
Hannes Pálsson, framkvæmdastjóri Veibarfæraibnabur og efnahagsmál 1 umræðunum um atvinnumál framtíðarinnar er oft minnst á iðnaðinn. Er þá yfirleitt talað um stóriðnað til útflutnings, sem við höfum hvorki fjármagn né vinnu- afl til að framkvæma. Að vísu má flytja þetta hvort tveggja inn erlendis frá, en á meðan það er í athugun væri ef til vill ómaks- ins vert að hugleiða, hvort ekki sé hægt að viðhafa meiri búhygg- indi í rekstri núverandi atvinnu- greina. Með fjölgun og stækkun fiski- skipanna fer gjaldeyrisnotkunin til veiðarfærakaupa ört vaxandi. Á sama tíma hefur innlendur veiðarfæraiðnaður verið van- ræktur, vélar teknar úr notkun án endumýjunar, og veiðarfæra- verksmiðjurnar tína tölunni hver af annarri. Á styrjaldarárunum og fyrst eftir þau voru starfandi hér nokkrar myndarlegar veiðar- færaverksmiðjur, sem skipulögðu starfsemi sína að beiðni stjóm- arvalda til að bjarga veiðarfæra- þörfinni. Hampiðjan h.f. fram- leiddi allt botnvörpugam, botn- vörpur og í samvinnu við Veiðar- færagerð íslands allar fiskilínur sem íslenzku fiskiskipin notuðu á þeim árum. Netagerð Vest- mannaeyja h.f. framleiddi mikið af þorskanetum. Tóku stjórnar- völd upp skömmtun á þeim til að sem flestar verstöðvar sunnan- lands nytu þeirrar starfsemi. Veiðarfæraverksmiðjan Björn Benediktsson h.f. hóf starfsemi lok stríðsins og gegndi þegar í stað mikilvægu hlutverki til að fullnægja veiðarfæraþörfinni, sem fór þá vaxandi. Nokkru eftir styrjöldina var þessum fyrirtækjum ýtt til hlið- ar í atvinnumálum, og hafa þau aldrei síðan starfað á réttu gengi eða á jafnréttisgrundvelli við innflutninginn. Árangur þeirra stjómarhátta segir til sín. Vélar Veiðarfæragerðar Islands voru teknar úr notkun árið 1957 og á aðalfundi Netagerðar Vest- mannaeyja fyrir nokkru var sam- þykkt að slíta félaginu. Hefði verið viturlegra að láta hina dug- miklu íbúa gull-eyjunnar fá fyr- irgreiðslu til endumýjunar á vél- um sínum til þorskanetafram- leiðslu úr gerfiefnum. Eru nú að- eins tvær veiðarfæraverksmiðjur starfandi í landinu. Blæs ekki byrlega fyrir veiðarfæraiðnaðin- um frekar en á dögum Skúla. StarfsgrundvöUur veiöarf æraiönaöarins. Hinn ótollverndaði veiðarfæra- iðnaður, sem keppir við erlent markaðsverð, nýtur engrar fyrir- greiðslu vegna verðbólgu og rangrar gengisskráningar, en sjávarútvegur og landbúnaður myndu stöðvast af sömu sökum án stórfeldrar óhjákvæmilegrar millifærslu. Samkeppnisaðstaðan er því óraunhæf og vonlaus. Innflutningsverzlunin á veið- arfærum nýtur þægilegrar sér- stöðu, hefur hlutfallslega lægri skatta en iðnaðurinn og enga stóreignaskatta. Þar sem veiðar- færaiðnaður, sem eitthvert gagn er í, þarf mikil húsakynni og miklar vélar, liggur hann vel við hinum tíðu refsiaðgerðum Al- þingis, stóreignasköttunum. Hall- ast nú ekki á, því að baggarnir eru orðnir tveir. Veltuútsvar á veiðarfæraiðn- aðinum er 1 %, en á innflutnings- verzluninni 0,8%. Veltuútsvar á botnvörpunetum framleiddum á netastofu í Reykjavík úrinnlendu botnvörpugagni er 2%, en á botn- vörpunetum influttum frá Bret- landi 0,8%. Skattayfirvöld neita árlega um leiðréttingu á þessu misrétti. Það hlýtur að vera hverjum manni ljóst, að hér er ójafn leik- ur íslenzkum hagsmunum í óliag. Að sjálfsögðu er ekki hægt að ásaka duglega kaupsýslumenn, þótt þeir noti sérréttindi, sem þjóðfélagið fær þeim í hendur til ótakmarkaðs innflutnings á veið- arfærum meðan veiðarfæraiðnað- ur landsins leggst hægt en örugg- lega niður. Á sama tíma renna tugir milljóna af gjaldeyristekj- um þjóðarinnar til verksmiðju- reksturs erlendis fyrir fiskveiðar okkar. Þótt nauðsynlegt sé að benda á í hverju heimatilbúnir erfið- leikar veiðarfæraiðnaðar eru fólgnir, er það sem mestu máli skiptir stefnubreyting gagnvart þessum sjálfsagða iðnaði, áður en sú þekking og reynsla, sem aflað hefur verið fer forgörðum. Fullnýting veiöarfæraiönaöwrins ■jafngildir um ý0 mittjón Jcróna gjaldeyristekjum. Árið 1958 voru flutt inn 3152 tonn af veiðarfærum úr spuna og gerviefnum fyrir 62,8 millj. kr., eða um 94 millj. kr. með yfir- færslugjaldi. Þar af er erlendur iðnvarningur 92% af verðmæt- inu, en efni í veiðarfæri fyrir innlenda iðnaðinn aðeins um 8%. Eftir innflutningi fyrstu níu mánuði þ. á. mun heildarinn- flutningur sömu vara varla verða undir 120 millj. kr. á yfirstand- andi ári. Gjaldeyrissparnaður við að hagnýta þessa atvinnumögu- VÍKIN GUR 14

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.