Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Side 15
leika okkar myndu verða um 40%
af verðmæti erlenda iðnvamings-
ins.
Til þes að ná framangreindum
árangri þarf að flytja allan hamp
inn óunninn, en gerfiefnið frá
stóriðjuverum. Síðan yrði það
spunnið, tvinnað og hnýtt í nýj-
ustu gerð véla. Veiðarfæraverk-
smiðjuiðnaður er aðeins hag-
kvæmur í stórum stíl. Notkun
okkar er það mikil, að stærsta,
hagkvæmasta vélasamstæða hent-
ar fyrir hana eina. Hins vegar er
mjög líklegt, að um útflutning
iðnvarnings gæti verið að ræða,
sem ódýr umframframleiðsJa.
Allar nágrannaþjóðir okkar
flytja inn hamp frá Afríku og
Brasilíu, kemba hann og spinna
1 vörur til útflutnings. Greinar-
höf. hefur kynnst framangreindri
starfsemi á Norðurlöndum og m.
a. komið í eina slíka verksmiðju,
er starfrækt var allan sólarhring-
inn og framleiddi 4000 tonn á
ári svo til eingöngu fyrir Ame-
ríkumarkað. Verksmiðja þessi
starfrækti eigin aflstöð með olíu
og kolakyntum gufukötlum sem
orkugjafa. Er mjög ólíklegt, að
við yrðum ekki samkeppnisfærir
í stóriðju á þessu sviði við eðli-
legt fjárhagskerfi.
Fyrsta verkefnið ætti að vera
að fullnægja veiðarfæraþörfinni.
Stofnkostnaður slíks iðnaðar er
vafalaust sá lægsti, sem við eig-
um völ á miðað við gjaldeyris-
hagnað. Með samvinnu eða sam-
einingu þeirra tveggja verk-
smiðja, sem eftir eru í landinu,
fullnýtingu eldri véla þein’a, á-
samt kaupum á nýjustu gerð véla
til fullnýtingar verksmiðjuhús-
næðis þeirra, mætti margfalda
framleiðslu veiðarfæraiðnaðar-
ins. Þótt orkuþörf slíks iðnaðar
sé nokkuð mikil, þarf engar ráð-
stafanir að gera þess vegna, um-
fram þær, sem þegar eru fyrir-
hugaðar. Aukning starfsfólks
myndi verða um 150 konur og
karlar.
Þess má geta, að stofnkostnað-
ur Áburðarverksmiðjunnar var
130 millj. kr. og framleiðslan s.l.
ár 38 millj. kr. að verðmæti. Með
VÍKINGUE
um 15 millj. kr. viðbótarfjárfest-
ingu í veiðarfæraiðnaði samkv.
framansögðu, sem að mestu yrði
vélakaup, benda líkur til, að ár-
legur gjaldeyrisspamaður yrði
25—30 millj. kr. Mætti síðan
vinna að íulinýtingu veiðarfæra-
iðnaðarins á fáum árum.
A undanförnum tímum upp-
bóta og niðurgreiðslna hefði ver-
ið hægt að færa veiðarfæraiðnað-
inn að verulegu leyti inn í landið
með því að greiða niður innlend
veiðarfæri og stuðla með því að
framtíðar gjaldeyrissparnaði. —
Það var ekki gert, en þess í stað
hafa niðurgreiðslurnar sumpart
stuðlað að gjaldeyriseyðslu.
Samkvæmt upplýsingum frá
Norges Industriforbund 29. okt.
s.l. er framlag Norska ríkisins
til að greiða niöur veiðarfæri 6—
7 millj. n. kr. á ári. Greiddar eru
niður allar vörur úr hampi og
bómull. Af innfluttum fiskinet-
um úr þessum efnum er 5% inn-
flutningstollur. Norðmenn hafa
ríkiseinkasölu á innfluttum veið-
arfærum og virðist hlutverk
hennar að sjá um að innflutning-
urin lami ekki starfsemi innlenda
iðnaðarins, enda er mjög lítill
innflutningur tilbúinna vara.
Þannig telja Norðmenn sig
ekki hafa efni á því að láta at-
vinnumöguleika veiðarfæraiðnað-
arins ónotaða. Hafa þeir samt
margskonar stóriðnrekstur og
fjölþættara atvinnulíf en við.
Nú munu uppi ráðagerðir um
að flytja í vaxandi mæli inn veið-
arfæri fullbúin til notkunar (upp-
sett), á lággengi þess innflutn-
ings, frá Japan. Verður í því sam-
bandi að athuga þjóðhagslegt
gildi vinnunnar við uppsetningu
veiðarfæranna.
Auk verksmiðjuiðnaðarins
vinna árlega um 400 manns að
meira eða minna leyti við neta-
hnýtingu hjá stærstu netagerð
landsins. Liggja ekki fyrir
skýrslur um hve margt fólk á
öllu landinu tekur þátt í nefndri
vinnu, en líkur benda til, að ekki
minna en 2000 manns taki þátt
í henni sem aðalvinnu eða ígripa-
vinnu vetrarmánuðina.
Þessi vinna er mjög hagstæð
fyrir þjóðarbúið, því að hér er
um heimilisiönað í skammdeginu
að ræða, sem nýtist fyrir út-
flutningsframleiðsluna. — Hana
stunda að mestu gamalt fóik, ör-
yrkjar, sjúklingar og duglegar
húsmæður, sem komast ekki frá
heimiium sínum til annarrar
vinnu. Á sumi’in dreifist nefnt
vinnuafl á hagkvæman hátt til
atvinnuvega þess árstíma.
Hér þarí að meta raunverulega
þjóðarhagsmuni, en standa á
verði fyrir annarlegum tíina-
bundnum stundarhagsmunum. —
Vinna þessa fólks er einn þáttur
í fiskveiðunum, og við eigum
eklti að iáta hana af hendi frekar
en fiskveiðarnar sjálfar.
Lega landsins, mikilvægi fisk-
veiðanna, orka fallvatnamia, sem
þegar er búið að beizla, duglegt,
fjölhæft iðnverkafólk ásamt
tækni nútímans, skapa sameigin-
lega ákjósanleg skilyrði fyrir
veiðarfæraiðnað. Á gengi út-
ílutningsframieiðslunnar og með
jafnrétti í skattaálagningu við
Averskonar rekstursform mun
hann geta keppt við frjálsan inn-
flutning og verið samkeppnisfæi’
við iðnað vestrænna þjóða. En
það er álitamál, hvort ekki á að
fara að dæmi Norðmanna og
greiða þjóðhollum útgerðarmönn-
um, sem kaupa heldur innlenda
framleiðslu, þegar hún er á sama
verði og útlend, niður innlend
veiðarfæri. Fyrst vel efnuð þjóð
grípur til slíkra ráða til að hamla
á móti sérhagsmunum innflutn-
ingsverzlunarinnar, sem nýtast
lítið fyrir þjóðarbúið, því skyldi
ekki fátæk þjóð, sem á við gjald-
eyrisetrfiðleika að stríða, fram-
kvæma hliðstæðar ráðstafanir?
Hann tók ósigrinum eins og maður
— kenndi konu sinni um hann.
Það er hægt að geyma allt í spíritus
— nema leyndarmál (Stoi-m P.).
15