Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 18
FAR MENNSKA Hér birtist mynd af foringja flotadeildar hennar hátignar, sem verndar brezku sjóræningjana við íslandsstrendur. Menn vita þá hér með hvernig þessi „víkingur" lítur út, og til frekari upplýs- ingar fyrir „vemdara" vora hér á landi heitir hann H. H. Bracken. Bracken, sem er skipstjóri á H.M.S. Duncan, heldur á rakhnif Lord Nelsons, sem er minjagripur skipsins, og er enn í nothæfu standi. Pyrri foringi á Duncan, Bailey, rakaði sig með honum á „Trafalgar Day“, en Bracken hefirr auðsjáanlega ekk gefið sér tíma til slíkra athafna! Útgerðarfélag í Zjmuden í Hollandl helur pantað 2 skuttogara hjá skipasmíðastöðinni De Dollard, P. Doombos þar í landi. Þeir verða 163 fet á lengd með tvær 500 ha. Bolnes Dieselvélar, tengdar við Werkspoon skiptiskrúfu. Togspilið verður vökvadrifið, staðsett fyrir aftan stjómpallinn. Aðgerðin fer fram á efra dekki og flytzt á færiböndum fram í lestarnar. í togurum þessum verða flsk- vinnsluvélar. Hollenzkir sérfræðingar hafa unnið að þvl undan- farið að finna upp sitt eigið „patent" við að innbyrða vörpuna á sem fljótasta hátt og losa hana. Veiðifréttir frá Sovctríkjunum. Að því er danskar heimildir skýra frá, standa Rússar nú í samningum við skipasmiðastöð f Kiel um byggingu fimm nýrra verksmiðjutogara. Kostnaðar- verð sklpanna er áætlað nálægt 75 millj. marka. Þessi sama skipasmíðastöð hefur áður byggt 24 verksmiðjutogara af Pushkin- gerð fyrir Rússa. Annað af níu móðurskipum fyrir sildvelðiflotann, sem verið er að smíða f Gdansk fyrir Sov- étrfkin, var afhent eigendum f júnf s.l. eftir velheppnaða reynsluferð. Rússneskir íiskimenn, sem veiða á Kaspfahafi, þar sem mjög heitt er í veðrl á sumrin, hafa fram til þessa notað venju- legt salt til að gejuna aflann f. Nú hafa þeir hins vegar komist að raun um, að með því að blanda ísmolum í saltið þarf miklu minna af þvf, og jafn- frámt verður þess „kaldsaltaði" fiskur betri á bragðið. Japanskir styrjuveiðimenn segjast hafa séð rússneskt styrjuveiðiskip á miðunum við Carolínu-eyjar snemma á þessu árl. Meðal áhafnarinnar voru allmargar konur. Tvö ný sovézk hafrannsóknar- skip munu fara jómfrúferð sína á þessu ári. Heita þau „Voeikov" og „Shokalsky" og bera bæði nöfn þekktra, rússneskra haf- fræðinga. Ástralía. Ástralfa kaupir sinn fyrsta út- hafstogara. Útgerðarfélag f Ade- laide f Ástralíu hefur fest kaup á Hulltogaranum Princess Elisa- beth, sem var eign St, Andrews steam fishing Co. f Hull. Þetta verður fyrsti fullkomni úthafs- togarinn, er Ástralíumenn eign- ast og verður notaður til að kanna möguleika á fiskveiðum á bönkunum undan SV-strönd- um Ástralíu. Togarinn er 161 fet álengd, byggður 1952. Ganghraði er 12 sjómflur. Kanada. f ágústlok s.l. ár hafði afla- magnið hjá kanadiskum fiski- mönnum aukist um 38%, eða upp í ca. 56 þús. tonn, og verð- mæti aflans jókst upp í 5.384 þús. dali, úr 3.690 þús. dali á sama tfma árið áður. Aflaaukn- ingin var nokkumvegin jöfn á öllum tegimdum fiskjar. Indónesía. f nóvember s.l. sömdu Pól- verjar við Indónesa um að byggja fyrir þá 4 skipasmfða- stöðvar, sem eiga að taka til starfa á árlnu 1964. Veita þeír Indónesum 5 millj. dollara lán í þessu skyni. Selja Pólverjar þeim allar vél- ar, og tæknimenntaðir Pólverjar eiga að kenna Indónesum rekst- ur stöðvanna. Fyrsta bygginga- stöðin verður sett upp á eynni Jövu og verða þar smíðaðir 40 fiskibátax árlega, allt að 90 til 100 feta langlr. Aðrar stöðvar af svipaðri stærð verða byggðar á eyjunum Celebes, Sújnötru og Ceram. Indónesar munu einnig verða sendir til Póllands tll að læra þar skipabyggingar. SvíbJóð. Sænskar niðursuðuverksmiðiur á vesturströnd Svfbióðar hafa tekið f notkun rafmagnsútbún- að, sem gerilsnevða sió þann, sem notaður er við vinnslu og kælingu fisksins. Stærsta tækið þessarar tegundar klórhreinsar hálft annað tonn af s1ó á mfn- útu hverri. Rafmagnsspennan er 6 volt og straumnotkun 1200 amp. Smátæki hafa verið sett í fiskibáta, og hreinsa þau s1ó. sem notaður er við fiskbvott. Tækin eru ódvr og einföld í notkun og hefur komið í ljós að þau gerflsneyða sjóinn yfir 90%. Málar neðansjávar. Hinn 26 ára danski teikni- kvikmynda starfsmaður Per Ly- gum, segir að neð'ansjávar sé að leita óteljandi fyrirmynda fyrir málverk. Þess vegna segist hann í frístundum klæðast froskmannabúningi sínum, og fara með pensil, liti og sérstak- lega útbúinn pappír í þessu augnamiði niður f sjóinn. Það er vandræði að aðeins fiskarnir skuli fá að njóta þeirrar óþrjót- andi fegurðar, sem er að sjá i sjónum. Beztu viðskiptamenn mínir eru útgerðarmenn, sjó- menn og aðrir er þekkja hafið og eru hugfangnir af leyndar- dómum þess. Hinn kafandi listamaður í því umhverfi, sem heillar hann. Er það ekki fallegt? — Eiginkonan dáist að neðansjávarlistaverki. 18 VÍKIN GUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.