Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Síða 22
Gríski skuttogarinn „Evangelistra 4.“ á Dónárfljóti tilbúinn tii siglingar.
Fyrir nokkru var skýrt frá því
í Víkingnum að Rússar væru að
byggj a marga skuttogara, um
2300 tonn að stærð, og væri þeim
ætlað að stunda veiðar við Vest-
urströnd Afríku, eða jafnvel
sunnar. Þessi frétt kemur heim
við það, sem nú er vitað um al-
hliða framkvæmdir þeirra að
undibúningi fiskveiða á fjarlæg-
um höfum, og virðist svo að í
áætlunum þeirra sé vel fyrir öllu
séð. Vitað er að um borð í Neva
eru 11 viðgerðarverkstæði útbú-
in nauðsynlegum tækjum, og
fjöldi tæknilærðra manna til að
annast viðhald og • viðgerðir á
vélakosti veiðiskipanna, sem ætl-
að er að halda úti mánuðum sam-
an.
Þá hefir verið réttilega bent á,
að eftir að Rússar luku smíði ís-
brjótsins Lenin, muni þeim ekki
verða skotaskuld úr að byggja
kjarnorku verksmiðjuskip, og
gætu jafnvel orðið löngu á undan
Japönum, sem hafa hafið undir-
búning að smíði þess háttar veiði-
skips. Eru kannske að því nú
þegar! Enda þótt flutningur á
eldsneyti til veiðiskipanna sé í
sjálfu sér ekkert vandamál nú á
dögum.
Síðastliðið ár hefir verið æði
viðburðaríkt hvað snertir bygg-
ingu nýtízku togara. — Hinn 23.
maí 1959 hljóp af stokkunum hjá
austurrísku skipasmíðastöðinni
DDSG-Schiffswerft í Korneu-
burg á bökkum Dónár nálægt
Vínarborg 1300 brt. tonna skut-
togari, byggður fyrir gríska út-
gerðarmanninn George El. Arco-
ulis. Þetta var fyrsti skuttogar-
inn, sem skipasmíðastöðin byggði
en áður hafði hún byggt tvo út-
hafstogara fyrir þýzk útgerðar-
félög. Skuttogarinn hlaut nafnið
Evangelistria IV. Hann er um 76
metra langur, ristir 4,8 metra,
ganghraði 13,5 sjóm. Knúinn
tveim 800 ha. B&W Dieselvélum,
sem eru tengdar við eina skipti-
skrúfu. I skipinu eni frystivélar
frá firaaanum SAMIFI í Mailand
og er þ. á. m. sjálfvirk vél, sem
framleiðir ís.
Eins og meðfylgjandi mynd
sýnir, er Evangelistria frekar lík
skemmtisnekkju en togara!
Það hefði þótt tíðindum sæta
fyrir nokkrum árum að nýtízku
togarar væru byggðir inni í miðri
Evrópu, en tæknin nú á dögum
virðist ekki vera staðbundin og
Austurríkismenn ætla sér að
leggja sinn skerf fram og verða
hlutgengir í samkeppninni um
byggingu fiskiskipa af nýtízku
gerð og útbúnaði.
Og áfram heldur kapphlaupið
um að ná í þann „gula, rauða,
gráa og bláa“ úthafsfisk.
Vestrænar og austrænar fisk-
veiði- og iðnaðarþjóðir bókstaf-
lega „hrifsa“ hver frá annarri
allar hugsanlegar nýjungar í
byggingu og tækniútbúnaði alls
konar veiðiskipa.
Til dæmis leita Rússar til V-
Þjóðverja með smíði fiskvinnslu-
véla. Japanar og Israelsmenn
gera sameiginlega út á túnfisk-
veiðar útaf ströndum V-Afríku
og hafa pantað slík veiðiskip í
Frakklandi eftir japönskum
teikningum. Frakkar sækja nú
einnig veiðitækni, sem Banda-
ríkjamenn nota við túnfiskveiðar
undan vesturströnd Ameríku. —
Engin þjóð getur lengur „sofið“
á sínum tækninýjungum á sviði
fiskveiða, því að óðar skjóta aðr-
ar nýjungar upp kollinum, jafn-
vel á ólíklegustu stöðum.
I náinni framtíð verður óefað
um að ræða gífurlega sókn og
jafnvel æðisgengið kapphlaup
stórþjóðanna á djúpmið og úthöf.
Orsakiraar til þess má eflaust
telja vaxandi matvælaþörf þjóð-
anna vegna fólksfjölgunar. Hér
munu Rússar ogBandaríkjamenn
verða þyngstir á metunum, enda
þótt þjóðir eins og t. d. Bretar
og Þjóðverjar, Frakkar og jafn-
vel Pólverjar fylgi fast eftir. Það
er ólíklegt að hinar gömlu, hefð-
bundnu fiskveiðiaðferðir eigi sér
langa framtíð úr þessu.
Fiskimaðurinn í gömlu merk-
ingu þess orð mun brátt verða úr
VÍKINGUU
Þýzki skuttogariiin Carl Wiederkehr í reynzluferð í árslok 1959.
22