Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 23
Notkun belgEína Það er ekki vegna þess að hug- arfarsbreyting hafi átt sér stað, að ég skrifa eitt bréf enn, heldur vegna þes, að mig langar að ræða belglínur og notkun þeirra. Það er aðgengilegt umræðuefni fyrir alla togaramenn, hvort heldur þeir eru netamenn eða ekki. Eins og gengið e frá botnvörp- um á innlendum og erlendum tog- urum, er hreint ekkert, sem hjálpar netinu til þess að bera afla. Menn eru svo ákveðnir að fella net til vörpugerðar, að þeir fella beglínumar líka. Það er því útilokað, að taki í belglínur fyrr en vadpan hefur slitnað sundui’. Meðan ég var á togurum var reglan að bensla belglínur aðeins stífari en jafnar með jöðrum. Þó það væri ekki rétt gert til þess að hjálpa vörpunni að bera afla, tók þó í belglínur áður en varp- an slitnaði í sundur. Nú vil ég færa nokkur rök fyrir því, sem ég tel vera rétta notkun belglína og hef þá fært þær frá sínum gamla stað og fram í klafa: Þið takið eftir þegar varpan kemur upp full af fiski, að poki og millinet eru troðfull og möskv- arnir fullopnir. — Við skulum staldra við og athuga þetta. — Fullopnir möskvar og netið fullt af fiski. Við sjáum, að jaðrar vörpurnar liggja í fellingum upp netið. Enginn styrkur er netinu sögunni. 1 framtíðinni verða þeir tæknimenntaðir menn, —• sjó- menn, sem stjórna margbrotnum vélum og tækjum. Innan tíðar verða gömlu, góðu veiðiskipin úrelt og nýtt kapp- hlaup hefst í byggingu nýtízku veiðiskipa, og ef til vill er kapp- hlaupið þegar hafið! Þá munu fiski- og haffræðing- ar, ásamt alls konar tæknifræð- ingum skipuleggja og stjórna veiðunum, og margt þykir benda til þess að ekki sé skortur á slík- um mönnum um borð í stærstu úthafsveiðiskipum Sovétríkjanna VÍKINGUR af þesum fellingum, því ef ein- hver hreyfing kemur á vörpuna svona hlaðna, gefa jaðrarnir eft- ir og netið springur eða rifnar og svo liggja belglínurnar í enn meiri fellingum utan á jöðrunum, minna gagn er að þeim. Eftir minni kenningu eiga fell- ingar jaðranna að vera til staðar innan belglínanna. Þá, þegar fiskur fyllir netið verða belglín- urnar stífþandar með báðum hliðum vörpunnar og halda net- inu í skefjum svo varpan heldur þeim afla, sem í henni er. Því belglínurnar taka við þeim hreyf- ingum, sem venjulega verða or- sök þess, að varpa springur og netið er öruggt milli belglín- anna. — Ef við gætum orðið sammála um að mesta álag vörpu er þegar fiskur fyllir netið og mestur styrkur vörpu, þegar belglínur halda netinu í skefjum milli sín í þessu ástandi og afla- þungi hvíli jafnt á belglínunum, þá er það auðvelt reikningsdæmi, eins og ég hef sýnt áður, hvemig ber að festa jaðra vörpu á belg- línur. Þegar við höfum komið okkur saman um að styrkja beri vörpu á þennan hátt, þá rekum við okk- ur á, að vörpur hafa ekki gott af meira neti en að fullopnir möskv- ar séu til staðar innan belglín- anna. Sem sagt, full vinnsla möskvans innan belglina er sterkasta varpan. Þess vegna verðum við að hætta að fella net til vörpugerðar. Ef belglínurværu notaðar eftir minni kenningu, þá eða jafnvel á birgða- og skemmti- snekkjum þeirra. Lega íslands og hin auðugu fiskimið við strendur vorar eru eflaust og verða kannske í æ rík- ara mæli sérstaklega eftirsókn- arverð fyrir úthafsfiskiflota stór- þjóðanna og ekki er víst að Bret- ar verði þar stærstir þegar til lengdar lætur. Tilvera okkar sem fiskveiði- og menningarþjóð mun byggjast á því, og því einu, hvort okkur tekst að verja rétt okkar til 12 mílna landhelgi eða helst alls landgrunnsins. G. J. væri varpan dregin með fullopn- um möskvum, svo stilla mætti 1 hóf möskvastærð og ekki veikja burðarnet vörpunnar með of stórum möskvum og ná þó ör- uggari árangri með að sleppa smáfiski í gegn. Ef belglínur væru notaðar á þann hátt, sem ég hef skýrt, þá er það aðeins það net, sem fisk- urinn er í, sem á að þola fisk- þungann, svo eru það belglínurn- ar, sem eiga að draga aflann gegnum vatnið. Ekki leiða allan aflaþunga eftir netinu að höfuð- línu og fiskilínu eins og nú er. Þá brestur netið hvar sem veila er og þarf ekki veilu til. Það má ofbjóða hvaða neti sem er, fái það engan styrk. Þegar við höfum komið belg- línunum í þá aðstöðu að taka við öllum aflaþunga og mestu af straumþunga vörpunnar, þá er komið tækifæri til þes að hækka höfuðlínuna frá botni. Um leið og höfuðlínan hækkar, hækkar yfirnetið og tekur undirnetið með sér, svo belgurinn ætti að geta gengið laus frá botni og allir skilja hvaða þýðingu það hefur. Það kemur að því, fyi-r eða síðar, að menn sjá, að það er engin nauðsyn að skilja eftir allt að því sama magn af dauðum fiski á togaramiðunum og togaramir innbyrða, þegar þeir komast í asfiski. Og þá verður þess kraf- ist, að vörpur verði fiskheldar, það er, að netið rifni ekki eða springi undan sæmilegum afla. Þið togaramenn þurfið að ræða þann mismun, sem er á þessum tveim viðhorfum. Ykkar að fella belglínur utan á jaðra vörpunn- ar og gera þær vita áhrifalausar eða mitt að fella jaðra vörpunn- ar innan á belglínur, eftir þeirri reglu, sem ég hef áður skýrt og með þeim möguleikum, sem ég hef bent á og skrifað um áður. Svo vona ég, að það verði ekki langt þangað til það verður bara skrítla, þegar togaramenn fundu upp það snjallræði að styrkja vörpuna með því að fella belg- línur utan á jaðra hennar. Sigfús Magnússon. 28

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.