Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 31
Jón Magnússonn, skipstj., ásamt ungum
háseta í brúarglugga.
EiSisfjörð (Itivdleq), sem liggur
utar og norðar.
Tóku þeir á Hug til flutnings,
vestur með sér frá Kulusuk, eitt-
hvað 50—60 tunnur af sementi
og nokkrar vatnsslöngur ásamt
fleiru smávegis dóti. — Var svo
lagt af stað suður með landi frá
Krosseyjum þann 16. sept. og
lentu þeir í hverri svaðilförinni
eftir aðra sökum illviðrahams
sem þá gekk yfir. Komust þeir
loks til Sisimiut (Grenjastaður,
sem Danir kalla Holstensborg)
þann 25. október. Var þá afráðið
að skilja bátinn þar eftir og fara
flugleiðis heim. — Fór svo um
sjóferð þá. Má segja að þessir
íslenzku sjómenn hafi orðið að
leggja á sig mikið erfiði og hætt-
ur fyrir slæman árangur af van-
hugsuðum tilgangi.
En nú vildi eigandi Hugs,
Kristófer Oliversson skipstjóri,
fá bát sinn aftur heim.
III.
I apríl s.l. hitti ég kunningja
minn, Jóhann Pétursson rithöf-
und. Tjáði hann mér að nú ætlaði
hann að láta þann draum sinn
rætast að fá að sjá Grænlands
feikna fjöll og fögru strandir.
Hann væri búinn að ráða sig sem
matsvein á bát sem orðið hefði
innlyksa í Grænlandi í fyrra, og
færu þeir flugleiðis í byrjun júní
að sækja hann. Yrði flogið til
Langafjarðar með viðkomu í
Kulusuk og þvert yfir Græn-
landsjökul og svo þaðan með
þyrlu til Sisimiut. Ég sló því
fram við hann hvort hann gæti
ekki útvegað mér skipsrúm sem
háseta í þessum leiðangri. Hann
taldi tormerki á því, en stýri-
mann vantaði, en ég var ófær til
VÍKINGUR
þess. Nokkru síðar talaði Jóhann
við mig símleiðis frá Grindavík
og taldi mig á að gerast stýri-
maður, því ég þyrfti ekki nema
vikuna til þess að standast nauð-
synleg próf í þessu skyni. Ég
taldi það ekki hægt. En samt
hvatti hann mig til þess að tala
við Jón Magnússon, sem yrði
skipstjórinn í förinni og verið
hefði stýrimaður í leiðangrinum
í fyrra. Tókst mér eftir nokkra
fyrirhöfn að finna Jón, sem sagði
mér að eiginlega væru allir ráðn-
ir' nema stýrimaður, en hann
vidi gjarna hafa mig með og lof-
aði hann að láta mig vita ef eitt-
hvað breyttist svo ég gæti fengið
skipsrúm.
Leið svo og beið að komið var
fram í júní og ekki var ferðin
hafin. Fór svo að Jóhann Péturs-
son varð að segja upp matsveins-
starfinu, því hann var ráðinn á
síld norður á Raufarhöfn og bauð
þá Jón mér starfið í staðinn, ef
ferðin yrði farin.
Nú leið bæði júní og júlí, en
ekki varð af förinni, en ég var
staðráðinn í að komast með hve-
nær sem hún yrði farin. Var ég
búinn að fá loforð verkstjóra
míns, (en ég vinn hjá Reykja-
víkurbæ) um að gefa mig eftir
þann tíma sem ferðin tæki.
Loksins, föstudaginn þann 14.
ágúst sl. kom verkstjóri minn,
Jón ólafsson, til mín þar sem ég
var að raka grjóti af götu í einu
hverfi bæjarins, og tjáði mér að
nú væri komið að Grænlandsferð-
inni. Tilvonandi skipstjóri minn,
Jón Magnússon, biði eftir mér í
símanum og vildi fá mig með sér
suður í Hafnarfjörð til að taka
út kostinn, því nú átti að fara á
vb. ,,Dóru“ GK 49, vestur og
draga Hug heim.
Við Jón Magnússon fórum síð-
an saman suðureftir og pöntuð-
um matarbirgðir, sem áttu að
endast tíu mönnum í þrjátíu
daga.
Ég var nú orðinn lítt vanur
slíkum útreikningum, því í fyrsta
og eina skiptið sem ég hafði áður
verið kokkur til sjós, var á skaki
fyrir vestan eitt vor og sumar
árið 1926 eða 7 og hafði þá heitið
að þeirri raun lokinni að gefa
mig aldrei til slíks aftur. En það
er nú önnur saga.
IV.
Miðvikudaginn 19. ágúst var
svo siglt af stað kl. 4 e. h. og tek-
ið strik fyrir Garðsskaga í þægi-
legri NA. átt, sem hélzt þó held-
ur vaxandi næstu dægur.
Skipshöfnin sem þátt tók í
þessum leiðangi’i voru þessir
menn:
1. Jón Magnússon, skipstjóri,
Reykjavík, 53 ára.
2. Pétur Guðjohnsen, stýri-
maður, Reykjavík, 31 árs.
3. Eggert Laxdal, I vélstjóri,
Vestmannaeyjum, 34 ára.
4. Þorleifur Vagnsson, II vél-
stjóri, Reykjavík, 32 ára.
5. Ragnar V. Sturluson, mat-
sveinn, Reykjavík, 50 ára.
6. Bjarni Magnússon, háseti,
Kópavogi, 20 ára.
7. Sigurður Ólason, háseti,
Vestmannaeyjum, 22 ára.
8. Hermann Stefánsson, há-
seti, Reykjavík, 25 ára.
9. Sigurður Þorvaldsson, há-
seti, Selfossi, 19 ára.
10. Birgir Sigurgeirson, há-
seti, Selfossi, 16 ára.
Ég varð sjóveikur fyrstakvöld-
ið við matseldina og gekk þá einn
hásetinn (Sig. Þorv.) frá matn-
um fyrir mig. Gekk síðan allt vel
þar til á laugardag, að þá var
orðið mjög hvasst, um 9 vind-
stig samkv. veðurfr. Var ég þá
orðinn sjóveikur strax um morg-
uninn. Bögglaðist ég þó við að
elda morgungrautinn og sjóða
saltkjöt og baunir í miðdagsmat,
sem ég þó aldrei gat borið á borð.
Skipverjar nældu sér sjálfir í
kjötið upp úr pottinum ásamt
kartöflum og drukku kaffi á eft-
ir, en baunasúpan varð að brauði
sem ég gaf Ægisbúum um kvöld-
ið.
Á fimmta tímanum eftir há-
degi þennan dag sást til lands á
Grænlandi, og stefndum við þá á
Spalmnd (Ikeq) sem liggur norð-
austan við Drangey (sem Danir
81