Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Qupperneq 32
Frá Fœreying-ahöfn í Grænlandi.
kalla Eggersö). Var þar töluverð-
ur veltingur. Um þetta sund eru
ekki sýndar mældar leiðir á sjó-
kortum. En smáhólmar eru í því
austan til. — Við augum okkar
blasti hinn tignarlegi Skjöldur
(Tagdlerunat) sem er austasti
stórhöfðinn undir Hvarfi. Er
þetta um 560 m. hátt granítfjall
sem rís, líkt og flest fjöllin þama
í nágrenninu, eins og aðeins hall-
andi hella reist upp á rönd beint
úr hafinu án nokkurrar strandar.
Væri þama engum báti lendandi,
því hvergi virtist nokkur klöpp
til að stíga fæti á þó ládautt væri.
öneitanlega var þetta mikilfeng-
leg sjón samtímis því hversu hún
var ógnþrungin og geigvænleg.
Annars eru fjöllin þama í
kring einna líkust því sem menn
hafa gert sér hugmynd um f jöllin
á tunglinu, snarbrött sem af heil-
um steini giörð, án þverlaga, ein-
ungis aðskilin með gapandi gjám
og spmngum sem ganga niður í
sjávarmál. Lausar skriður sjást
varla og er það mjög einkenn-
andi fyrir strandfjöll víðar þar
sem ég hef séð á Grænlandi.
Vegna sjógangs og hvasviðris
þótti Jóni skipstjóra ekki ráðlegt
að sigla suður fyrir Hvarf (þ. e.
Drangeyjarmúla undir Hvarfi),
sem sást móta fyrir þama lengst
í vestrinu, heldur afréð hann að
slaga norður með landinu og sigla
vestur Hafhverf (Ikerasarssuaq)
sem Danir kalla: Prins Christian
Sund) sem er fyrir ofan eyjamar
bak við Hvarf. — Var svo gert,
en dálítið er það vandratað vegna
skerja sem liggja um 3)4 sjóm.
suðaustur af mynni Hafhverfs
sem og boða þar á milli.
Suðurströnd Hafhverfs mynd-
ar geysistór eyja með háar og
brattar strendur, og jökulkrýnd
að ofan. Grænlendingar hafa ekki
gefið henni neitt nafn og ekki
aðrir heldur, enda sést ekki í
fljótu bragði að þar sé um eyju
að ræða. (Dr. Jón Dúason leggur
til að kalla þessa eyju Málmey á
íslenzku og Drangey höfum við
frá fornu fari vestan við hana).
Eylenda þessi er klofin næstum
í tvennt frá vestri til austurs af
tveim f jörðum og heitir sá eystri
Kipisaqo = Skakkifjörður, og
það er einmitt hann sem getur
valdið villu þegar taka skal
stefnu í Hafhverf að austan. En
í þetta skifti tókst að forðast það,
því sæmilega sást til fjallanna.
Og í eina tvo tíma var slagað
norður unz Hafhverf opnaðist, og
þá sléttist nú undir kjölnum.
Nokkum kipp innan við mynni
Hafhverfs hafa Danir sett upp
veðurathugunarstöð þá sem dag-
lega heyrist ranglega nefnd
Kristjánssund í íslenzka útvarp-
inu í staðinn fyrir Hafhverf, sem
er hið forna og rétta heiti.
Við sigldum nú vestur sundið,
sem er örmjótt milli himinhárra,
næstum þverhníptra hamra-
vegja þar sem gróður festir ekki
annan en yngtór á stöllum og
meðfram fossandi lækjum. — Á
nokkrum stöðum eru þó smávik
inn í bergvegginn og þröngar
dalskorur sem opna leið afrennsli
frá jöklinum efra, sumstaðar í
sjó niður en þó víðar aðeins hálfa
leið.
Kokknum batnaði sjóveikin
strax og slétti og tók hann nú til
við að gera mönnum úrlausn með
fæðuna; steikti egg og sló skyr
sem hann hafði verið svo forsjáU
að eyða ekki fyrr. — Gengu menn
glaðir til hvílu er lagzt hafði verið
við akkei'i í smáfirði einum fyrir
vestan sundið, en höfði mikill
sem gengur til suðurs gerir krók
á enda þess og taka þá önnur
sund við í ýmsar áttir.
Fjörður sá sem við lögðumst
á kallast Kangerdluk (-fjörður)
á grænlenzku, en mun hafa heitið
Tófafjöröur til foma. Er hann
einskonar áframhald af Kófsundi
(- Persussoq) sem sker sig þvert
fyrir enda Hafhverfs frá suðri
milli eyjanna Halllendu (- Sivin-
gnaneq) og Málmeyjar.
Til norðausturs frá mynni
Tófafjarðar gengur hinn fomi
Skagafjörður (sem á grænlenzku
heitir Illua — innfjörður). Norð-
anvið Tófafjörð gengur ti norð-
vesturs úr Skagafirði fjörður að
nafni Kangikitsoq — Höfða-
fjörður og upp af honum Sölva-
dalur hinn forni með stöðuvötn-
um og daladrögum yfir að Ketils-
firði.
Nú seinkuðum við klukkunni
im þrjá tíma og settum hana
jafna grænlenzkum meðaltíma.
Með birtingu kl. 7 morguninn
eftir, sunnudaginn 23. ágúst, var
akkerum létt og haldið sem leið
liggur vestur með Halllendu og
Halaev (Pamiagdluk), sem báðar
iggja þarna suður af mynni
Skagafjarðar. Kipp fyrir sunnan
Tófafjörð beygir norðurströndin
til vesturs. Þar rétt fyrir vestan
gnæfa upp tvær samofnar fjall-
spírar á annað þúsund metra há-
ar, íkt og risavaxin grýlukerti úr
graníti sem reist hafa verið upp
á endann. Fjall þetta heitir
VÍKINGUR
32