Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Page 34
Ekkl samúð með nýlenduveldum.
André Maulraux, franskl
kennslumálaráðherrann, var 1
haust á ferðalagl um Suður-
Ameríku til þess að afla fylgis
við Frakka í Alsírmálinu, en
það reyndist ekki sérlega létt,
a. m. k. ekki meðal almennings.
Er hann talaði í háskólanum í
Chile, œptu stúdentamir að
honum og kölluðu sífellt: „Lengi
lifi Alsirl Niður með ráðherra-
morðingjana!" Að lokum sprakk
lítil sprengja í salnum, og þá
flýðu flestír áheyrendanna.
Fátækur maður getur stund-
um fundið upp á því, að telja
sér það til ágætis að hafa átt
ríka forfeður.
En ríkur maður hefur ánægju
af því, að telja sér tíl upphefð-
ar að hann hafi átt fátæka for-
feður.
Jesuitaprestur, dægurlaga-
söngvari.
Frá því að hinn 38 ára gamli
Fransmaður Amie Duval hóf
söng og gítarspil feril sinn, hef-
ur hann náð framúrskarandi
hröðum vinsældum. Hann syng-
ur vísur um ástir og freistingar.
En í allar vísur er ofið trúarlegu
efni, enda er Duval enginn
Duval Jesúitaprestur.
venjulegur vísnasöngvari. Hann
er Jesúitaprestur, og telur að með
vísum sinum og söng nái hann
sambandi við margfalt fleira
fólk heldur en í sínu raunveru-
lega starfl. Hann hefur náð ó-
trúlegum vinsældum. og fyrsta
hljómplatan sem hann söng inn
á hefur selst í hundruðum þús-
unda eintaka. Siðan hefur hon-
um hlotnazt miklar fjárupphæð-
ir, er hann notar allt til vel-
gerðarstaríseml.
Nú hefur það tekist.
Á okkar tímum virðist nær
ekkert ómögulegt fyrir góðan
ljósmyndara, ef dæma má af
meðfylgjandi mynd, þvl af henni
má marka, að úlfaldi er að
nokkru kominn i gegnum nál-
araugaI
Fyrir stúlkur í ameriskri verk-
smiðju var hengt skilti með svo-
felldum varnarorðum: Varið
ykkur á vélunum, ef blússan
ykkar er oí víð. En varið ykkur
á vélstjórimum ef blússan er
of þröng!
Marcei Proust (1871—1922)
franskur rithöfundur.
Marcel Proust sagði eitt sinn
opinberlega, að rithöfundur
nokkur væri sneyddur öllum
hæfileikum andans. Maðurinn
reiddíst sem von var og skoraði
Proust á hólm, en Proust var
líkamlega fremur velklaður og
manna óliklegastur til afreka í
bardaga.
„En þér eigið auðvitað rétt á
því að velja vopnin", sagði hinn
reiði maður, um leið og hann
flutti Proust hólmgönguáskor-
unina.
„Þá vel ég penna", sagði
Proust og bætti við: „Þér getið
litið á sjálfan yður sem dauðan,
herra minn“.
Gegn sjúkdómum.
Alþjóða heilbrigðisstofnunln í
Genf undirbýr nú fyrir árið
1961 „Alþjóða alheims heilbrigð-
isár“, og er ætlunin að fordæmi
alþjóða jarðfræðiársins, að þá
verðl reynt að sameina vísinda-
menn allra þjóða til sameigin-
legra átaka 1 hellbrigðismálum.
Mývargur og broddflugur.
Austurrísku dýrafræðlngarnir
dr. Schaerfenberg og dr. Krup-
ka haía sannað að lyktarefni í
blóðinu, sem að ýmist fer út um
húðina eða er andað frá lung-
unum, draga að sér mýflugur og
broddflugur. Vísindamennimlr
telja að ekki sé um neina sér-
staka lyktartegund að ræða,
heldur sé það blöndun sem á sér
orsök í Amino-sýru og mjólkur-
sýru og öðrum efnaskiptum sem
eigi sér stað í blóðrásinni. í
tilraunum með slika efnasam-
setningu í 2000 faldri útþynn-
ingu sannaðist að hún dró að
sér flugumar.
Kóngur skrifar kóngi.
Þeir, sem heyra og lesa þær
tilkynningar, sem fara á milli
ríkja á þessari öld (sbr. mót-
mælaorðsendingar íslendinga til
Breta), hafa kannske gaman af
að heyra pistla, sem orðaðir eru
hressilega. Hér kemur hluti af
bréfi, sem Kristján 4. Danakon-
ungur (1577—1648) ritaði KarU
9. Svíakonungi:
„Þetta ósæmilega og ósvífna
bréf þitt hefur nú verið afhent
oss af sendiboðanum. Vér getum
fundið, hve hitinn í ágúst hefur
haft óheppileg áhrif á heilann
í þér. Þú segir, að vér höfum
rofið Stettinarfriðinn, en það er
bláber lygi. Það er einnig lygi,
að vér höfum unnið Kalmar
með svikum. Þú ættir heldur að
skammast þín fyrir að láta taka
borgina þama rétt við nef-
broddlnn á þér. Hvað hólm-
göngu okkar viðvíkur, þá er hún
óþörf, þvi að Guð hefur þegar
fellt þlg i duftið. Þú þarfnast nú
aðeins læknis, sem getur haft
umsjón með sjúkum heila. Þú
ættir að skammast þin, gamll
hálfviti, að ráðast svona á heið-
arlegan mann, en það hefurðu
vafalaust lært af gömlu þvotta-
kerllngunum, sem ekki geta var-
ið sig nema með kjaítinum.
Christian Rex".
De Gaulle:
Minnist oft frá æskudögum,
þegar hann var sem liðs-
foringi viðstaddur spuminga-
tíma hjá herdeild sinni, eftir-
farandi viðtals: „Gætið nú vel
að“, sagði undirforinginn vlð
einn af hermönnunum. — „Þér
standið á bersvæði — allt i einu
þýtur byssukúla vinstra megin
við yður og tekur af yður vinstra
eyrað. Á næsta augnablikl kem-
ur önnur byssukúla hægra meg-
in og sneiðir af yður hægra eyr-
að. Hvað gerið þér nú næst?“
„Alls ekkert, herra undirfor-
ingi“, svaraði hermaðurinn,
„vegna þess að ég get ekkert
séð“.
„Núnú", tautaði undirforing-
inn hálf hvumsa, „hvers vegna
sjáið þér ekki neitt? Þér virðist
hafa misskilíð mig eitthvað:
Kúlurnar hittu eyrun á yður en
ekki augun!"
„Já, en það er sama, herra
undirforingi: ef ég er búinn að
missa eyrun, þá dettur hjálm-
urinn niður fyrir augun!"
Einfalt bókhald!
Að kvöldi dags stöðvaði betl-
ari velklæddan herramann og
bað hann um nokkra skildinga.
Hinn roskni herramaður gaf
betlaranum nokkrar krónur í
húfuna.
Sama kvöld gekk herramað-
urinn aftur framhjá betlaran-
um, er bað hann að nýju um
nokkra skildinga.
„Ja, ég gaf yður nokkrar
krónur fyrir stuttu", sagði herra-
maðurinn.
„Afsakið", sagði betlarinn
auðmjúkur, „ég sé svo illa, en
þetta skal ekki ske aftur", og
um leið dró hann úr vasa sínum
hvita krít, vatt sér aftur fyrir
herramanninn og strikaði á
svartan yfirfrakka hans stóran,
greinllegan kross.
VÍKINGUE
34