Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Qupperneq 39
Um skattfrádrátt.
19. þing F.F.S.Í. skorar á ríkis-
stjórnina að fella niður úr 1. gr.
reglugerðar „um skattfrádrátt
vegna iðgjalda af ólögboðnum líf-
eyristryggingum“, frá 8. júlí 1954,
7.000,00 krá hámarksákvæðið.
Þannig að 10% megi í öllum tilfell-
um draga frá skattskyldum tekjum
þegar það er sannanlega greitt
vegna lífeyristryggingar.
Lífeyrissjóður.
19. þing F.F.S.Í. skorar á Alþingi
það, er nú situr, að breyta ákvæðum
laga um almannatryggingar. Þann-
ig að ekki sé skertur réttur þeirra
til bóta af almannatryggingum, er
keypt hafa ólögboðna ífeyristrygg-
ingu.
Jafnnframt verði fellt niður úr
sömum lögum ákvæði um skerðingu
ellilífeyris, þótt ellilífeyrisþegi hafi
einhverjar tekjur af eigin vinnu.
Þá verði breytt þeim ákvæðum í
reglugerð allra lífeyrissjóða, sem
öðlast hafa viðurkenningu f jármála-
ráðuneytisins, að við flutning sjóð-
félaga milli starfsgreina komi til
endurkaupa í lífeyrisréttindum, all-
ar þær greiðslur, sem komið hafa í
sjóðinn hans vegna. (Samanber 17.
gr. laga um lífeyrissjóð togarasjó-
manna).
Greinargerð.
Það verður að teljast óeðlilegt að
maður, sem greiðir fulla greiðslu til
almannatrygginganna, verði fyrir
skerðingar-ákvæðum þeirra trygg-
inga, þótt hann kaupi frekari, lög-
verndaðar líeyristryggingar og sé
með því að safna til elliáranna, jafn-
framt því sem þessar aukatrygging-
ar hafa í öllum tilfellum stofnast
sem kjarabætur við launasamninga,
á hverjum tíma.
Þá er það einnig óeðlilegt, að þeir
aðiljar, sem öðlast hafa rétt til elli-
lifeyris, skulu verða fyrir skerðingu
á þeim bótum, þótt þoir geti skapað
sér einhverjar tekjur með vinnu,
sem þeim er hæf. Varðandi síðasta
atriði tillögunnar er það, meðal ann-
ars, órétt að við tilfærslu sjóðfélaga
hefur yfirleitt aðeins komið til end-
urgreiðslu þau 4%, sem sjóðfélag-
inn hefur greitt sjálfur og jafnvel
vaxtalaust. Þrátt fyrir að sjóðfélög-
um eru reiknuð til tekna allar
greiðslur í sjóðinn hans vegna. —
Þetta fyrirkomulag getur í ýmsum
tilfellum komið þannig út að sjóð-
félagi sem flytzt til og kemur á
iöngu tímabili inn á tvo til þrjá
sjóði, getur staðið uppi réttindalaus
með öllu.
Bátaæfingar og útbúnaður
björgunarbáta.
19. þing F.F.S.l. leggur ríka á-
herzlu á, að ekki verði slakað á lög-
skipuðum bruna- og bátaæfingum
um borð í skipunum og beinir því
þeim tilmælum til Skipaskoðunar
ríkisins, að hún skipuleggi kennslu
og æfingar með gúmmíbáta yrir
skipshafnir, þar eð ekki er hægt að
koma við reglulegum æfingum með
þá um borð í skipunum eins og á-
kveðið er með trébátana. Þá beinir
þingið því til skipaskoðunarstjóra,
að hann beiti sér fyrir, að sett séu
endurskinsmerki í alla björgunar-
báta.
allar olínr
og feitir
til skipa
VÍKINGUR
39