Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Side 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Side 1
EFNISYFIRLIT bls. Leysir tæknistofnun vandann? 35 Örn Steinsson Si y omannci iLiti Halaveðrið mikla í feb. 1925 36 Sumarnótt á veiðivatni 41 Gunnar Magnússon frá Reynisdal • Skipsnafnið Halkion 44 Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Skot í næturskjóli Jón Kr. ísfeld 50 Upphafsár vélvæðingar i Vest- mannaeyjum 54 Aflaverðmæti togaranna 1964 56 Osvald Gunnarsson Félag bryta 10 áx-a Ur fundargjörð Öldunnar Blaðamaður segir frá VIKINGUR Tarmanna- *ljt(jefan(lí : 3« ^JióLimannaiamLand ~9ifanJi 58 60 62 Hvernig verður tómstundum sjó- mannsins bezt varið í Iand- legum? 64 Ingólfur Stefánsson • Með regnhlíf 65 Þormóður Hjörvar Frívaktin o.fl. Sjómannablaðið Víkingur hélt nýlega sýningu í Reykjavík til kynningar á starfsemi sinni. En blaðið er nú aldar- fjórðungs gamalt. Við leyfum okkur vinsamlegast enn að hvetja velunnara blaðsins til að hjálpa okkur að út- breiða blaðið og fjölga kaupendum þess. Forsíðumyndin er af sýningar- glugganum. * Sjóma nnahfaiíiil VÍKINGUR Útgefandi F. F. S. í. Rltstjórar: Guð- mundur Jensson (áb.), Öm Steinsson. Rltnefnd: Guðm. H. Oddsson form., Þor- kell Sigurðsson, Henry Hálfdansson, Halldór Guðbjartsson, Pétur Sigurðsson, Egill Jóhannsson, Ak., Eyjólfur Gislason, Vestm., Hallgrimur Jónsson, Sigurjón Einarsson, Böðvar Steinþórsson. Blaðlð kemur út elnu sinnl i mánuði og kostar árgangurinn 200' kr. Ritstjórn og af- grelðsla er Bárugötu 11, Reykjavík. Ut- anáskxift: „Vikingur", Pósthólf 425, Reykjavík. Simi 156 63. — Prentað i ísafoldarprentsmlSJu h.f. VÍKINGUR °9 Ritstjórar: Guðm. Jensson áb. og Örn Steinsson. XXVII. árgangur 2. tbl. febrúar 1965 foooooooooooooooooooooooooooooooooooooo Leysir tæknistofnun vandann? A'ð undanförnu hafa margir nýir og glæsilegir bátar komið til landsins. Allir búnir góðum og mikliun tækja- og veiðibúnaði. Aflabrögðin hafa einnig reynstbæri- leg, svo að segja má að skipin liafi mokað dýrmætum feng á land. Af þessxim hlut hafa sjómenn að sjálf- sögðu fengið dágott og jafnvel ágætt, enda vinnutími langur og úthald strangt. En öfundin lætur ekki á sér standa og virðist þá fyrst þaðan koma, sem sízt ætti — þ.e. úr herbúðum útgerð- armanna sjálfra. Sífellt væl og eymd- arkvein leggur út frá aðalbækistöðv- unum. Hvenær sem tækifæri gefst eru dag- blöðin fyllt þeim áróðri að hlutur sjó- mannsins sé allt of stór og útgerðina að sliga, Aldrei er sagt frá hver hlutur út- gerðarmannsins er eða abnenniugur upplýstur um, að þegar hlutur sjó- mannsins cr stór, stækkar hlutur út- gerðar að sama skapi. Engu er skipt nema því, sem upp úr sjónum kemur. Hér er ekkei't tekið úr vasa eins eða neins. Þetta er sameiginleg eign úr ríki náttúru. Beg'gja liagur er, að það verði som mest og bezt. Annars skil ég ekki þennan ávana barlóma hjá jafn sterkmn og áhrifarík- um hóp, sem útgerðarmennirnir vissu- lcga eru með góða lykilaðstöðu í Al- þingi. Gallinn virðist bara vera sá, að meirihluta Alþingis er ljóst að hagur útgerðar er ekki jafn slæmur og út- gerðarmenn vilja sjálfir sýna. Áhugi margra útgerðarmanna á að vilja eiga fleiri en eitt skip, afsannar líka, að það sé fásinna að stunda út- gerð. Fyrir skönunu voru fulltrúar nokk- urra yfirmanna boðaðir á fund hjá L.Í.Ú. Erindið var að ræða nýtt tæki, sem setja á í nokkra fiskibáta á íxæst- unni — svonefnda síldardælu. Með til- komu hennar á að vera liægt að losa venjulegan fiskibát á 20 mínútmn og auðvelda háfxrn síldarinnar úr nótinni. Á þennan hátt eru aukinn hraði og afköst komin í veiðarnar. Og fyrst svo er, mun sennilega þénusta sjómanns- ins vaxa. Og þá kom óskin að lækka skiptaprósentuna um 2%. Ekld var til- lit tekið til þess, að hvíldartími áhafn- ar yrði mun styttri samfara auknu á- lagi á heilsu manna vegna meiri hraða í veiðunum. Eng-uin datt heldur í hug að nefna liversu niikið hagur útgerðar batnaði með tilkomu síldardælu. Varla dettur útgerðarmanni í hug að setja ný, dýr tæki í bát sinn með það fyrir augum eingöngu að bæta hag starfsmanna sinna. Harrn hLýtur, þrátt fyrir erfiðar aðstæður, að gera sér von um hagnað af nýju tæki, sem hann kaupir. Annars er síldardæla nýtt tæki, sem enginn veit enn hvað fclur í sér. Skiln- ingur valdhafanna á gildi tækisins er og ekki meiri en það, að þeir telja ekki hægt að verða við þeirri ósk, að gefa eftir 250.000.oo kr. toll af einni slíkri tilraunadælu. Með því að neita eftirgjöf tollsins hefur ríkisstjómin undirstrikað, að hagur útgerðar þolir nýtt tilramiatæki án styrkjar. Óþarfi ætti því að vera að lækka skiptaprósentuna, enda í miklu ósamræmi við alla tækniþróun, sem fyrst og fremst byggist á að við- Frh. á bls. 68 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.