Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Side 3
Uppdráttur aj leilarsvœðinu. — Litli krossinn suSur aj Halami'Hum sýnir staöinn, sem Egill Skallagrímsson var
staddur á, þegar ofviSrinu slotaSi, en Egil rak lengra í veðrinu, en nokkurt annað skip, sem statt var á þessum
slóSum, og meS hliSsjón aj þeirri ajdrijt var taliS líklegt, aS skipin myndu vera einhversstaSar innan tígullagaSa
flatarins neSst á uppdrœttinum, sem táknar leitarsvœSi togaraflotans.
Hafnarfirði í sams konar leiðangur. Leit þessi varð
árangurslaus.
En þegar hér var komið málum höfðu eigendur
skipanna og aðrir útgerðarmenn tekið ákvörðun um
að senda togaraflotann, eða þann hluta hans, sem var
ferðafær, til þess, að leita að skipunum. Á sunnudags-
morguninn snemma fóru 12 togarar frá Reykjavík,
en 9 bættust í hópinn af Selvogsbanka, og höfðu þeir
lagt af stað kvöldið áður til móts við hina, sem komu
frá Reykjavík.
AJlir togararnir hittust á mánudagsmorguninn 16.
febrúar og röðuðu sér með ákveðnu millibili (3—4
mílum) á um 90 mílna vegalengd. Hafði áður verið
reiknað út, eftir vindátt þeirri og veðurhæð, sem ver-
ið hafði á svæði þessu síðan ofviðrið hófst, hvar helzt
myndi að leita skipanna. (Sjá tígullagaða flötinn á
uppdrættinum). Meðan á leitinni stóð, var stöðugt
loftskeytasamband milli togaranna innbyrðis og við
loftskeytastöðina í Reykjavík.
Þann 20. febrúar að kvöldi komu margir af togur-
unum úr leitinni heim aftur. Höfðu þeir einskis orðið
vísari um afdrif skipanna, en alls hafði verið leitað
á um 18 þús. fermílna svæði.
VÍKINGUR
Þriðja leitin og hin síðasta var hafin fjórum dög-
um síðar. í henni tóku þátt f jórir togarar ásamt varð-
skipinu Fyllu. Tveir af togurunum voru íslenzkir,
Skúli Fógeti og Arinbjörn Hersir, en tveir voru brezk-
ir, Ceresio og James Long. Leitað var að þessu sinni
á miklu stærra svæði en áður, farið allt norður að
hafísbrún og þaðan austur fyrir Horn. Þá var haldið
vestur á bóginn og leitað vestanvert við svæði það,
sem togararnir höfðu áður kannað. (Sjá uppdrátt-
inn). Leitin stóð yfir í 12 daga og var alls farið yfir
svæði, er nam um 60 þús. fermílum. Þegar leitinni
var hætt, voru leitarskipin stödd um 300 sjómílur
vestur af Reykjanesi.
Veður var gott á öllu þessu tímabili og skyggni
ágætt. En leitin varð árangurslaus. Hafið skilaði ekki
aftur hinum dýrmæta ránsfeng sínum.
í ofviðri því, sem fyrr var getið, strandaði vélbát-
urinn Sólveig á Stafnesskerjum og létu 6 menn þar
lífið. Alls fórust því í ofviðrinu, á fiskimiðum hér við
land, 68 íslendingar og 6 Englendingar.
Hátíðleg minningarathöfn var haldin um sjóslys
þetta, í Reykjavík og Hafnarfirði, 10. marz. Og tun
alt land var hinna föllnu minnst með 5 mínútna þögn.
37