Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Qupperneq 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Qupperneq 4
Sjómannastéttin íslenzka hafði að þessu sinni hlot- ið reynslu, sem varð henni dýrkeypt en lærdómsrík. Það, sem hér fer á eftir, eru frásagnir þeirra, sem sjálfir voru sjónarvottar og þátttakendur í þeim hild- arleik, sem getið var hér að framan. Þær eru stuttar og fábrotnar, en gefa þó ofurlitla hugmynd um það, sem fram fór um borð í skipunum, meðan ofviðrið stóð yfir. FRÁSÖGN Snœbjarnar Stefánssonar, skipstjóra á b.v, Egill Skallagrimsson Sncebjörn Stefánsson. Yiö vonun staddir úti á Halamiðum þegar ofviðri'S skall á, síðari hluta laugardagsins 7. febrúar. Stormur hafði verið talsverður fyrri hluta dagsins, en sjólag þó sæmilegt. Upp úr hádeginu var hætt að toga og gengiS frá lestar- opunum eins og vant var og veiðarfærin bundin upp. Yar þá sjór tekinn mjög að spillast og veðurhæðin í hröðum vexti. Skömmu síðar var komiS ofviSri, með ofsaroki af NA., blindhríð og stórsjó. Yeðurofsinn var svo mikill, að stíma varS með hálfri ferS og stundum jafnvel fullri, til þess aS halda í horfinu. Gekk erfiðlega að halda „dampi,“ því að sjór var kominn á „fírplássið og voru því tveir menn sendir af þilfarinu kyndurumun til aSstoðar. SíSari hluta nætur breyttist sjólagið skyndilega og um- hverfðist um allan helming. Tel ég líklegt, samkvæmt síS- ari reynslu, að þá hafi skipið verið komiS inn í straum- röstina, sem þarna myndast á mótum Golfstraumsins og Pólstraumsins. Ég fékk tækifæri til þess síSar. aS sjá með eigin augum hvemig sjólagi er háttaS, þar sem straumar þessir koma saman. Það var við önnur og hetri veðurskil- yrði, í blíSskaparveSri og ládauSum sjó. En svo var straum- þunginn mikill. þar sem straumarnir mættust — annar grár að lit, en iiinn blár — að á haffletinum myndaðist hryggur, þar sem þeir runnu hvor gegn öSrum. Skömmu eftir að sjólagiS breyttist lenti stórsjór á skip- inu og varpaði því á hliðina, þannig að stjórnpallurinn fór í kaf stjómborðsmegin. ViS veltuna kastaSist allt, sem lauslegt var, út í aSra hlið skipsins, kolin, saltið og fiskur- inn. Eldar drápust undir eimkatlinum, því að sjór flaut inn í eldstæSin og gólfplöturnar á „fírplássinu" gengu meira og minna úr skorSum. Báða björgunarbátana tók fyrir borð og er það gleggsta dæmi þess, hve veltan var mikil, aS þeir kipptu með sér bátsuglunum upp úr stýring- um sínum á bátaþilfarinu meS beinu átaki, þannig að ekkert sá á stýringunum. SkipiS lá nú í sjóskorpunni þannig að sjór flaut upp á brúargluggana. Björgunartilraunir vom þegar hafnar og 38 voru skipverjar á svipstundu komnir hver að sínu verki. Tengslin voru höggvin af bátunum, svo að þeir berSust okki við skipshliSina, kolunum og saltinu var mokað yfir í knlborSa til þess að rétta skipið að nýju og síðan var fariS að ausa, því að skipið var sem vænta mátti orSið hálffullt af sjó. Nokkur árangur var þegar orðinn af þessu erfiða starfi, þegar brotsjór reiS yfir skipið aftur og varp- aði því á nýjan leik á sömu hliðina og fyrr. VarS því enn að liefja sama verkið á sama hátt og áSur, en alls var nnnið a'S björgunarstarfinu í 36 klst. samfleytt áður en búið var aS ausa skipið og koma vélinni af staS. Síðan var lagt af staS til lands. Stýrt var alla leið í SSA, og reyndist sú stefna vera beint til Reykjavíkur. Er þaS greinilogasta dæmi þess, live mikið ofviðrið var, að skipiS skyldi, meðan á því stóð, hafa hrakið svo langt til liafs. ÞaS er erfitt a$ skýra frá atburSi þessum svo að ekki sé að einhverju leyti minnzt þess dugnaðar, sem skipverjar sýndu. allir án undantekningar meSan á björgunarstarfinu stóð. En sem dæmi þess vil ég aðeins nefna eftirfarandi atvik: MeSan enn var verið aS rétta skipið eftir áfallið, sem fyrr var nefnt,, varS þess vart, að á einu af lestaropunum, því sem aftast var á þilfarinu, hafði losnað um ábreiðuna, sem breidd var yfir lestarhlorana. Hér var sýnilega hætta á feröum, sem vel gat orðiS afdrifarík fyrir skip og áhöfn, ef ábreiðan losnaði alveg og hlerarnir færu af lestaropinu, þannig að sjór flæddi niður í skipið. Þessari hættu v a r S að afstýra, en þaS var erfitt verk og áhættusamt. Fár- viSrið var í algleymingi, frostharkan mikil, og hríðin og náttmyrkrið svo nð varla sá út úr augunum. Tveir af skip- verjum buðust þó þegar til aS leysa starfið af hendi. Fóru þeir fyrst fram í hásetaklefann, til þess aS klæða sig úr trollstökkunum, því að sjálfsagt var, vegna ofviðrisins, að vera svo léttklæddur sem unnt, var, eftir að komiS væri út á þilfarið — og stakkarnir myndu hvort sem var verða gagnslitlir sem lilífSarflíkur, þegar þangað kæmi. Þeir höfðu lokiS þessum undirbúningi og stóSu í vari undir hvalbaknum — voru að bíða eftir því að færi gæfist til þess að komast út á þilfariS. Þá reiS ólag yfir skipiS og sjórinn flæddi eins og straiunröst yfir Jiilfarið og inn undir hvalbakinn. Datt víst, fáum í liug, að þeir, sem þar voru kæmust, lifandi úr þeirri eldraun. Þessi forleikur spáði ekki góðu um þaS, sem viS mætti búast síSar, þogar komið væri iit, á þilfarið og ekkert yrði frarnar til að skýla þar viS starf sitt hinum ótrauðu sjálf- boðaliðum. RáSgert hafSi verið í fyrstu aS hafa bönd á þeim í öryggisskyni, en því neituSu þeir ákveSið, töldu vonlaust aS sleppa ómeiddir, ef að sjór kæmi á skipið und- ir slíkum la'ingumstæðum. Þá kusu þeir lieldur — ef ekki yrði hægt að ná liandfestu — aS verSa hafinu að bráð, en aS berjast um í böndum, eins og rekald í brimi, á snar- bröttu og hálu þilfarinu. Þegar færi gafst, sættu þeir lagi, komust slysalaust á, ákvörðunarstaðinn og luku rólegir við starf sitt, þó aS vinnuskilyrSi væru erfið. Og að verkinu loknu, þegar hætt- unni hafSi veriS afstýrt, hurfu þeir aftur í raðir félaga sinna, eins og ekkert hefði í skorizt, til þess að vinna með þi irn að austri skipsins og öSrum nauðsynlegum björgun- arráSstöfunum. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.