Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Side 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Side 11
fréttinni, en Keyx vildi ekki heyra á það minnzt, að Halkion tæki þátt í þessari hættuför. Hún varð að láta undan og Keyx hélt einn af stað. Halkion var harmþrungin, er hún kvaddi Keyx; það var engu líkara en hún sæi hvað myndi að höndum bera. Hún staldraði við á strönd- inni og horfði á eftir skipinu þar til það sigldi úr augsýn. Þá sömu nótt skall á ógurlegt óveður. Allir vindar mæltu sér mót í æðisgengnum fellibyl og bylgj- urnar urðu fjallháar. — Regnið streymdi í svo stríðum straumum að engu líkara var en allur himinn- inn félli í hafið og virtist ná upp til himins. Mennirnir um borð í skipinu, sem lamdist og nötraði, voru örvita af skelfingu, — allir nema einn, Keyx, sem hugsaði einungis um Halkion og fagnaði því að hún var á örugg- um stað. Nafn Halkions var á vör- um Keyx, er skipið sökk og öld- urnar lukust yfir höfuð hans. Halkion taldi dagana. Hún var önnum kafin og óf skikkju handa Keyx. Möttul óf hún sjálfri sér til þess að vera sem glæsilegust, þeg- ar þau hittust aftur. Oft á dag bað 'Halkion fyrir Keyx, einkum bað hún til Heru (Frigg í norrænni goðafræði). Hera varð snortin af bænagjörð fyrir manni, er hafði verið látinn í langan tíma. — Hún stefndi á fund sinn boðbera guð- anna, IRIS (regnbogagyðjan) og bauð henni að fara til SOMNUSAR (svefnguðsins) og biðja hann að segja Halkion í draumi sannleik- ann um Keyx. Bústaður svefnguðsins er í nánd við hið dökka land Kimmera, í djúpum dal þar sem sólin aldrei skín og drungalegt rökkrið umvef- ur allt í skugga. Þar gala engir hanar, engir varðhundar rjúfa þar þögnina, engar greinar skrjáfa í andvaranum, né truflar kiiður radda friðinn. Hið eina hljóð, sem þar heyrist, berst frá lygnu fljótinu Letu, fljóti gleymskunnar, og klið- ur vatnsins seiðir menn í svefn. Fyrir dyrum vaxa draumsóleyjar og aðrar svefnjurtir. Innan dyra VÍKINGUR hvílir svefnguðinn í dúnmjúkri rekkju, dökkri á lit. Regnbogagyðjan Iris kom til svefnguðsins klædd marglitum möttli sínum og dró slóðann í regnbogalíki yfir himininn, myrk híbýli svefnguðsins ljómuðu í skin- inu af klæðum Iris. — Þrátt fyrir þetta varð það henni erfitt að fá guðinn til að ljúka upp augum sín- um og skilja hvað hann ætti að gera. Jafnskjótt og Iris var þess fullviss, að hann væri í raun og veru vaknaður og hún hafði lokið erindi sínu, hraðaði hún sér á brott, skelkuð um, að hún gæti jafnvel sjálf fallið í eilífan svefn. Hinn aldni svefnguð vakti nú son sinn, MORFEUS, sem gat tek- ið á sig hvers manns líki, og gaf honum skipanir. — Á hljóðlausum vængjum sveif Morfeus um myrka nótt unz hann stóð við rúm Halki- ons. Morfeus hafði tekið á sig líki drukknaðs Keyx. Nakinn og hold- votur laut hann yfir rekkju henn- ar. „Góða Halkion," sagði hann, „sjá, eiginmaður þinn er hér. — Þekkir þú mig ekki eða hefur and- lit mitt breytzt í dauðanum? Ég er látinn, Halkion. Nafn þitt var á vörum mínum, er öldurnar lukust yfir höfuð mér. Það er engin von um mig lengur, en veit mér höfug tár þín, lát mig ekki fara til Hel- heima ósyrgðan." I svefninum andvarpaði Halkion og breiddi út faðminn mót ástvini sínum. Hún hrópaði: „Bíð þú mín. Ég vil fara með þér.“ Við það vaknaði hún. Halkion var nú sannfærð um, að eiginmaður hennar væri látinn og að það, sem hún hafði séð væri enginn draumur heldur veruleikinn sjálfur. „Ég sá hann einmitt á þessum stað,“ sagði hún við sjálfa sig. „Hann virtist svo vansæll. — Hann er látinn og vil ég þá einnig deyja. Gæti ég dvalið hér, þegar lík hans berst um í öldunum? Ég vil ekki yfirgefa þig, kæri maki. Ég vil ekki lifa.“ í dögun fór hún niður að strönd- inni, að höfðanum, þar sem hún hafði staðið og séð hann sigla á brott. Þegar hún leit til hafs, sá hún eitthvað á floti langt undan landi. Það var aðfall og það sem flaut kom nær og nær, unz hún sá, að þetta var lík. Hún horfði á líkið með sorg og skelfingu. Líkið rak skammt frá höfðanum, nærri því við hlið hennar. Þetta var lík Keyx, eiginmanns hennar. Harmi lostin kastaði Halkion sér í hafið og hrópaði: „Ó, ástmögur minn.“ —- í þessum svifum skeðu þvílík undur, að í stað þess að sökkva í öldum- ar, flaug Halkion yfir þeim. Hún hafði fengið vængi, líkami hennar var þakinn fjörðum. — Hún hafði breytzt í fugl. Guðirnir voru mis- kunnsamir. Hið sama gerðist með Keyx. Þegar Halkion flaug að lík- inu var það horfið og hafði breytzt í fugl eins og hún, og slóst nú í för með henni. Ást þeirra var jafn heit, og þau sjást alltaf saman og svífa og líða á öldunum. Á hverju ári eru samfleytt sjö dagar, er út- hafið er algjörlega kyrrt og renni- slétt og enginn vindblær gárar haf- flötinn. Þetta eru þeir dagar, þeg- ar Halkion liggur á hreiðri sínu, sem vaggar á hafinu. Þegar ung- arnir eru komnir úr eggi er kyrrð- in úti, en á hverjum vetri koma þessir algjöru stilludagar og þeir eru heitnir eftir henni sem Halki- onsdagar. a Að loknum lestri goðsagna um nafn, sem ýmist er tengt dularfull- um fugli, stjömu eða dætrum Alcyon (einn af sonum jarðar), sem vörpuðu sér í hafið af sorg yf- ir líki föður síns, — urðu Ránar- dætur, þá virðast þessar dæmi- gerðu grísku sagnir fjarri norðlæg- um slóðum og fjarskyldar hánor- rænum fuglum eins og haftyrðlin- um. Hér á landi hefur haftyrðill haft aukanöfnin halkion og hafdurtur. Haftyrðlar eru ein af 10 ættkvísl- um svartfuglaættarinnar. Til ætt- kvíslarinnar telst aðeins ein tegund og finnst hún hér á landi. Margir halda, að HALKION sé hið latneska fræðiheiti haftyrðils- ins, svo er þó ekki. Hið latneska nafn ættkvíslarinn- ar er Mergulus Vieillot, en latneska 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.