Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Side 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Side 13
Flugkafariim = Halkýon SuSurlanda. (e. Kingfisher, l. alcedo ispida). in eðlileg skýring á hinu forngríska nafni á haftyrðlinum og þjóðtrú og helgi á nafninu Halkion meðal sjó- farenda fjölda þjóða. Á Norðurlandamálunum er haf- tyrðill kenndur við konung; norsku: polarkonge, alkekonge, dönsku: sö- konge, sænsku: alkekung. Halkionsnafnið hefur sennilega borizt hingað sem heiti á haftyrðli með Frökkum. í Frakklandi var orðið Halkion skrifað sem alcyon. Hann var álitinn helgaður gyðj- unni Thetis (drottning Póseidons) og voru margir sjávarfuglar eins og t.d. skrofa, rita, fýll o. fl. sjó- fuglar kenndir við halkion. Fyrir áhrif Englendinga (Kingfisher) hafa síðan Norðurlandabúar bland- að saman kónganafninu. Blandað hefur verið saman sökong = haf- tyrðill og kongfisker = fiugkafari. Þessu til stuðnings eru svo lifn- aðarhættir haftyrðilsins —• hann er úthafsfugl og heldur sig mest á hafi úti, er í einu orði sagt fremur fátíður og sérkennilegur gestur. Á sama hátt heldur flugkafarinn sig að mestu við kyrrlát vötn og fá- farna staði, en er fágætur og sér- kennilegur meðal frændþjóða okk- ar. Trú manna á kynjafuglinum HALKION birtist í öllum þeim sögnum, sem eru til um fuglinn og svo hvað nafnið er algengt skips- nafn víða um heim. Fyrsta sögnin um halkion (flug- kafara) er sú, að Nói hafi sent þá út af Örkinni til að gá að landi. Þá voru allir fuglar litlausir. Halkion komst aftur til Nóa, en flaug of nálægt sól og mána og sviðnaði hamurinn. En að launum fengu halkionar ham, sem var ægifagur, í litum elds og himins. í Austur- löndum var Halkion álitinn boðberi manna til ástaguðsins, svo að við ástarsorg þótti ráð að drekka seyði af fjöðrum hans, en nef halkions átti að vera gott að leggja við op- in sár. í allri Evrópu var Halkion tengdur alls konar kynjasögum. Klæðasalar voru vanir að hengja upp hami halkions til varnar möl, auk þessa þótti þjóðráð til sveita að hengja hami upp í húsum til varnar eldingum. VÍKINGUR Ljóslifandi dæmi um áhrif franskrar menningar og þjóðhátta áður fyrr á íslandi er sá siður, sem þekkist víða um Frakkland, að fela halkionshami í peningakistli fjöl- skyldunnar, var það trú manna, að við þetta blómgaðist fjárhagur þeirra með skjótum hætti og eigi yrði þeim fjárvant úr því. Þessi franska þjóðsaga minnir sterklega á íslenzka þjóðtrú. í Grindavík og ef til vill víðar var haftyrðillinn aldrei kallaður annað en halkion og voru hamir af halkion hengdir upp í skemmum. Þetta var almennur siður og var sú trú, að þar þryti aldrei mat í búi, sem hefði halki- onsham hangandi í skemmu sinni eða búri. Þessar sagnir um auðsæld og heill nafnsins HALKION virðast mjög útbreiddar. í skipaskrá Lloyds árið 1962 voru 16 skip af 14 þjóðernum með nafninu HALKION. — Á rómönsku málunum er nafnið skrifað ALCY- ON eða ALCIONE, einkum er síð- ari myndin skrifuð, þegar kennt er til stjörnunnar í „Sjöstjörnunni" (ALCIONE STELLA). Á ensku er nafnið ritað HALCYON. Skemmtilegast er, að gríska nafnið er í rithætti líkast íslenzku myndinni. Einn hraðbátur í gríska flotanum heitir HALKI. Beztu heimildir um samfellda sögu nafnsins á skipum hef ég frá brezka flotanum. í Napóleonsstyrjöldinni komst nafnið í fyrsta sinn í brezka flot- ann. í júlí 1803 tók ensk freigáta 18 fallbyssna franskt brigg, sem hét ALCION, herfangi. ALCION var skírð upp sem HALCYON og var í flotanum til 1812. Flotinn byggði aftur brigg með nafninu HALCYON árið 1813, en það skip fórst við Vestur-Indíur árið eftir. Árið 1894 var í Devonport byggður tundurskeytabátur, sem var skírður HALCYON. Allmörg Frh. á bls. 49 47

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.