Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Qupperneq 15
Stefán GuSlaugsson, skipstjóri,
Gertii. — Sjóniaóitr í meira en
hálfa öld, þar af formaSur me'8
„Halkiona" yfir 40 vertíóir.
Slefán S. Stefánsson,
skipstjóri á Halkion.
Frh. af bls. 47
skip voru af þessari gerð og voru
þau nefnd , ,HALKIONS-klassinn.“
í fyrri heimsstyrjöldinni voru þessi
skip, sem gengu 19 mílur, notuð sem
tundurduflaslæðarar. — Þetta voru
fyrstu tundurduflaslæðarar í brezka
flotanum. Eftir stríðið var HALCY-
ON til aðstoðar fiskiskipum í Norð-
ursjónum. Það skip var selt 1919
til niðurrifs. Árið 1933 var byggð-
ur nýr tundurduflaslæðari með
VÍKINGUR
m/b Halkion 1965—?
sama nafni og kom hann að góðum
notum í seinna stríði og allt til
ársins 1950.
íí
Þegar ég ætlaði að grafast fyrir
um hvar og hvenær nafnið kemur
fyrst fyrir í íslenzkum heimildum,
þyngdist mér róðurinn. Allt bendir
þó til að nafnið sé í fyrstunni kom-
ið úr Skaftafellssýslum. Þorsteinn
Sverrisson (afi Kjarvals listmálara
og Þórarins Olgeirssonar í Grims-
by) bjó á Króki í Meðallandi. —
Stuttu fyrir 1880 lét hann smíða
sexæring, sem nefndur var HALKI-
ON. Skip þetta var mesta happa-
fleyta og fyrstu vertíðina fengu
hásetarnir 1000 í hlut af tómum
þorski.
Kona Þorsteins, Þórunn Jónsdótt-
ir, dannebrogsmanns frá Kirkju-
bæjarklaustri, orti þessa vísu um
HALKION:
Þrennan Guð vér biðjum bezt
blítt með ýtasafni
að blessa þennan lilunnahest
HALKION að nafni.
Með Skaftafellssýslur og sand-
ana í huga lá nærri að halda, að
nafnið væri í fyrstu komið frá
gömlu strandi. Þarna kom sagna-
þulurinn Ámi frá Grund mér til
hjálpar.
Árni hermdi eftir bændunum á
Þykkvabæjarklaustri árið 1934, að
á söndunum hefðu strandað tvö
frönsk skip, sem hétu „della Halki-
on“ og „le Fécamp einhvem tíma
um eða eftir 1840. Ekki hefur ver-
ið unnt að finna þessara skipa get-
ið í prentuðum heimildum. Hér er
því um munnmæli að ræða, sem
gætu verið meira eða minna brengl-
uð.
Vestmannaeyingum er nafnið að
góðu kunnugt bæði fyrr og síðar.
Ég hika ekki við að halda því fram,
að HALKION-nafnið sé merkileg-
asta skipsnafn á íslandi í dag.
í Vestmannaeyjum er nafnið
Halkion einkar merkilegt vegna
þess, að bátar með þessu nafni hafa
verið í eign og undir skipsstjórn
sömu ættar svo til samfleytt í heila
öld. Eigendur Halkion í dag eru
Stefán Guðlaugsson og synir hans,
Gunnar, Stefán og Guðlaugur.
Ég hef ekki skriflega heimild
fyrir því, en það má álíta öruggt,
að ættfaðir Gerðisættar, Jón Jóns-
son frá Brattlandi á Síðu, hafi
flutt nafnið með sér hingað til
Vestmannaeyja. Það er skemmtileg
rás viðburða, að afkomandi Jóns í
beinan karllegg, Stefán S. Stefáns-
son, skuli nákvæmlega 100 árum
49