Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Qupperneq 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Qupperneq 16
eftir að Jón fluttist til Vestmanna-rtTjhappa- og aflaskip undir stjom eyja, varpa ljóma á nafn gamla ' hins unga en gifturíka skipstjóra HALKIONS og verða aflakóngur Vestmannaeyja árið 1962. Jón Jónsson eldri (f. 1831) flutt- ist ásamt konu sinni, Ingibjörgu Stefánsdóttur, til Vestmannaeyja árið 1862. Þau bjuggu allan sinn búskap í Pesthúsum. Synir þeirra voru Jón Jónsson yngri (f. 1854) í Gerði og Guðlaugur í Gerði (f. 1867). Munnmæli herma að Jón yngri hafi tekið við formennsku á Halkion af föður sínum aðeins 16 ára að aldri (1870). Jón yngri var formaður rétt fram yfir aldamót. Hannes lóðs á Miðhúsum, sem var 37 vertíðir formaður með áttæring- inn Gideon, var síðasti formaður með sexæringinn HALKION. Hann- es var formaður með Halkion þrjár vertíðir, 1905 til 1908 og lauk þar með 40 ára formennsku á opnum skipum og hætti sjómennsku. í verzlunarbókum Garðsverzlun- ar er árið 1889 getið um úttekt Halkions; hann hefur þá verið sex- æringur. Feðgarnir Jón eldri, Jón yngri og Guðlaugur eru þá á Halkion. Halkion er þó vafalítið eldri, Stefán Guðlaugsson telur, að Halkion hafi í fyrstu verið jul (4 manna far) og verið smíðað í Landeyjum. Röð Halkiona í Vestmannaeyjum er þannig: Áraskipið (jul, síSar sexær.) 1862—1908 Vélbátur 9 lesta VE 140 .. 1909—1918 — 14 — VE 205 . . 1919—1944 — 37 — VE 27 1944—1955 — 44 — VE 27 1956—1960 — 101 — VE 205 .. 1960—1964 — 264 — VE 205 .. 1965— Stefán, sonur Guðlaugs í Gerði, hefur lengst allra verið formaður með báta, sem hétu Halkion. Son- ur hans er Stefán, aflakóngur Vestmannaeyja 1962, og nú skip- stjóri á nýjum Halkion, 264 tonna skipi, sem kom til landsins 30. des. s.l. og er hið glæsilegasta skip. Allir Halkionar hafa verið hinar mestu happafleytur undir stjórn úrvalsmanna. Ekki er þó hallað á neinn þeirra, þó að telja megi að Halkion hinn 6. í röðinni, frá 1960—1964, hafi verið sérstakt Stefán S. Stefánssonar. Hann varð aflahæsti bátur á vetrarvertíð í Vestmannaeyjum vertíðina 1962 og á Sjómannadaginn 1963 hlaut Stef- án afreksverðlaun Sjómannadags- ins fyrir að hafa bjargað 3 bátum og samtals 24 mönnum á undan- gengnu ári Ég vil svo enda þessi skrif mín um skipsnafnið HALKION með því að óska skipum, sem bera það nafn, allra heilla. Guðjón Ármann Eyjólfsson. Við þessa grein hef ég stuðzt við margar heimildir, má þar nefna Fugl- ana eftir Bjarna Sæmundsson, Alda- hvörf í Vestmannaeyjum eftir Þorstein í Laufási, 1 húsi náungans eftir Guð- mund Daníelsson, Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum, Mythology eftir Ed- ith Hamilton, Metamorphoses eftir Ovid, auk þess ýmsar alfræðiorðabæk- ur. Capt. T. D. Manning, höfundur British War ship names, veitti mér upplýsingar um nafnið í brezka flotan- um. Árni Árnason var mér hjálpar- hella um leit íslenzkra heimilda. Um St. G. eftir honum sjálfum. Grein þessi birtist upphaflega í Sjó- mannablaði Vestmannaeyja árið 1962, en birtist hér nokkuð breytt. G. Á. E. OOOOOO<OOO<OOOOOOOO<C SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA Bárugötu 11 Sími 16593 Annast öll venjuleg spari- sjóðsviðskipti. Opið daglega kl. 3—5.30. laugardaga 10—12. oooooooooooooooooo Jón Kr. ísfeld: Skot í E.s. „HAFDÍSIN“ klauf speg- ilsléttan sjávarflötinn á leið sinni yfir Norðfjarðarflóann. — Farið hafði verið í björtu frá Fáskrúðsfirði. En októberdagur- inn hafði ekki reynst nógu lang- ur, til þess að birta hans entist alla leið til Seyðisfjarðar. Þess vegna mætti myrkrið skipinu á miðri Sandvík. En í svona kyrrð og næturró var engin hætta á ferðum, enda farið að sjást til Dalatangavitans, þar sem hann sveiflaði leitarljósum sínum út í myrkrið með andartaks millibili. E.s. „HAFDÍSIN“ hafði verið fallegt skip og tignarlegt á sín- um fyrstu árum, en mjúkar lín- ur nýrri skipa þóttu flestum ó- líkt fallegri, að ekki sé talað um, hversu nýju skipin með „Die- sel“-vélunum voru hraðskreiðari og sparneytnari fyrir útgerðina. En Finnur skipstjóri gat alls ekki gert samanburð á „HAF- DÍSINNI“ og „þessum nýmóðins blikkdósum, þar sem vélarnar geta ekki kallast vélar, heldur miklu fremur simpilt vekjara- klukkugangverk,“ sagði hann með fyrirlitningu í rómnum. En staddur um borð í sínu fagra skipi á lognkyrrum Norð- fjarðarflóanum, var Finnur skipstjóri ekki að hugsa um tígu- leik síns aldna farkosts. Nei, nú var hann í æstu skapi. Hann hafði falið I. stýrimanni stjórn skipsins, ásamt Tomma gamla háseta, sem var einn traustasti skipsmaðurinn. Svo hafði Finn- ur skipstjóri gengið þungum skrefum til káetu sinnar. Hann var bara ekki bara æstur, held- ur mjög æstur — „alveg ras- andi,“ eins og hann sjálfur hefði orðað það, ef hann hefði gefið sér nokkurn tíma til þess að hugleiða sálarástand sitt. Þó að káetan væri lítil, nægði hún þó til þess, að Finnur skipstjóri VÍKINGUR 50

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.