Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Page 17
næturskjóli
gat gengið fáein örstutt skref
fram og aftur eftir gólfinu. —
Hann reyndi að lægja öldurnar,
sem risu skuggalega hátt hið
innra með honum.
Hvað átti hann að gera? Var
nokkurra annara kosta völ? Var
hægt annað en hleypa skotinu af
og varpa honum svo fyrir borð,
dauðum, meðan meginhluti á-
hafnarinnar svaf ? Einmitt þann-
ig varð það að gerast. — Þegar
skipshöfnin kæmist að hvarfi
hans, var ekkert líklegra, en að
hún teldi hann hafa fallið fyrir
borð í náttmyrkrinu úti á Norð-
fjarðarflóa. Að sjálfsögðu yrði
fyrst gerð nákvæm leit um allt
skipið. Já, svo kæmu auðvitað
allskonar spurningar og yfir-
heyrslur. En Finnur skipstjóri
ætti að vera sá maður, að hann
færi ekki að koma upp um sig
með ógætilegum orðum.
Haglabyssuna mátti hann ekki
nota, því að það hlyti að heyrast
alltof mikið í henni. Nei, hann
varð að nota riffilinn. — Það
heyrðist sama og ekkert til hans.
En var þá víst, að hann gæti
hæft hann banaskoti með riflin-
um aðeins í skímu frá skipsljósi?
Ef hann hæfði hann aðeins svo,
að hann gerði ekki annað en
særa hann, var eins víst að hann
réðist á skipstjórann og þá var
ekki að vita, hvor færi með sig-
ur af hólmi. Nei, það var eina
ráðið að komast sem næst hon-
um og reyna að hitta hann svo,
að hann biði samstundis bana.
En ef skotið heyrðist? Ja, hann
varð að hætta á það.
Það var hart að þurfa að fram-
kvæma þennan verknað á síð-
asta siglingatímabilinu í lífinu.
Finnur skipstjóri var nú orðinn
65 ára, en aldrei hafði hann
þurft að bera kinnroða fyrir
hegðun sína eða breytni. Og svo
varð þetta að koma fyrir. Nei,
VlKINGUR
þrjóturinn varð að falla. Hann
hafði hvað eftir annað gert sig
sekan um svívirðilegt atliæfi. —
Þráfaldlega hafði hann stolið
matvælum, gengið sóðalega um
vistarverur hásetanna, drepið
'skipsköttinn á hinn grimmileg-
asta hátt, jafnvel sýnt létta-
drengnum banatilræði, þegar
hann hafði með réttu ætlað að
hirta hann rækilega. Hvað eftir
annað hafði hann verið staðinn
að því að fara inn í káetu skip-
stjórans og róta þar öllu laus-
legu til. Nú'síðast hafði skip-
stjórinn haft hendur í hári hans,
þar sem hann var að læðast
burtu með sparibuxurnar skip-
stjórans. Þessu varð að ljúka.
Það var ekki víst, hvert yrði
næsta skrefið, sem hann tæki.
Það var bezt fyrir alla aðila, að
hann hyrfi af sjónarsviðinu.
Finnur skipstjóri staðnæmd-
ist. Líklega var bezt að læðast
upp á þilfar og grennslast fyrir
um það, hvort fanturinn væri
þar ekki einhversstaðar. Rétt áð-
ur en skipstjórinn fól I. stýri-
manni stjórnina, hafði hann séð
dónann ganga hægt og laumu-
lega aftur eftir þilfarinu. Skyldi
hann ekki vera uppi á bátaþil-
farinu? Hann var einkennilega
oft að snuðra þar.
Skipstjórinn gekk að káetu-
dyrunum, opnaði og leit út. Það
var enginn sjáanlegur. Það var
annars hart að þurfa að fara
laumulega á sínu skipi. En hjá
því varð ekki komist í þetta
skipti. Hann lokaði dyrunum og
gekk aftur eftir skipinu, alveg
aftur að bátaþilfarinu aftur á
skipinu.
Jú, það var ekki um að villast.
Þarna sat hann og glápti út 1
myrkrið. Bara að hann sæti
þarna nógu lengi, meðan skip-
stjórinn sækti riffilinn. — Þá
myndi enginn verða var við skot-
ið. Það var um að gera að flýta
sér.
Skipstjórinn flýtti sér til ká-
etunnar, eins hratt og hann gat,
opnaði, skauzt inn og þreif riff-
ilinn. Svo læddist hann út aftur
og lokaði dyrunum. Hann fór
enn gætilegar en í fyrra skiptið.
Hvað var nú þetta, var hann
nú orðinn skjálfhentur? — Það
mátti hann sannarlega ekki vera.
Kúlan varð að hitta rétt. Hún
varð að verða banabiti. Hægar
og hægar læddist hann og skim-
aði öðru hvoru í kringum sig.
Oh, þarna sat hann enn, kæru-
leysislega rólegnr.
Skipstjóranum hafði aldrei
verið neitt um áð taka hann á
skipið. En hann hafði ekki stað-
ist meðmæli Sigga bátsmanns.
Fleiri höfðu mælt með honum af
skipshöfninni. Jafnvel eftir að
upp fór að komast um hann,
reyndu sumir að afsaka hann.
Sumir töldu að hann myndi bæta
sig. En það hafði hvað eftir
annað verið reynt að hafa góð
áhrif á fantinn, en hann hafði
ekkert látið á sjá. Þetta gat ekki
gengið svona lengur. — Honum
sjálfum og skipshöfninni var
það fyrir beztu að hann hyrfi í
djúpið.
Héðan var ekki langt til hans.
Þetta var dauðafæri. Ljósið féll
svo prýðilega á hann.
Skipstjórinn lyfti riflinum.
Hann hikaði ofurlítið. — Þetta
var....... Það þýddi ekkert að
vera með neinar fortölur. Þetta
varð að gerast. Hann bar riffil-
inn upp að hægri kinninni og
miðaði vandlega. Svo lét ég riff-
ilinn síga, en aðeins sem snöggv-
ast. Hann hlustaði eftir fóta-
taki. Nei, Það var víst ekkert
vitni nálægt. Nú miðaði hann.
Höndin var styrk, sem hélt um
gikkinn. Svona, ekkert hik leng-
ur!
Skotið reið af og rauf kyrrð
næsta nágrennis. Svo varð allt
hljótt. — Skipstjórinn beið um
stund. Hann hafði auðsjáanlega
hitt, því að þrællinn hafði ekki
gefið neitt hljóð frá sér umleið
og hann hafði hnigið út á hlið-
ina. Hann hafði ekkert sézt
hreyfa sig.
Finnur skipstjóri lagði frá sér
riffilinn og gekk að staðnum,
þar sem hinn fallni lá. Ekkert
lífsmark virtist með honum. —
Frh. á bls. 63
51