Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Qupperneq 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Qupperneq 33
) Fram aS þessu hefur Norska Veritas veriS til húsa á 8 stöSum í Osló. Myndin sýnir fyrirhugaSa aSalbyggingu, sem er í smíSum og kosta á 20 milljónir norskra króna. uð hljómsveit, sem leikur hljóm- hviðu norskrar hugvitsemi og tækni. Hallgr. Jónsson * Norska Veritas átti 100 ára afmæli 15. sept. s.l. 1 því tilefni hefur fyrirtækið gefið út mikið rit um þróun siglinga og skipa- smíða frá árinu 1864 til vorra tíma. Norska Veritas var stofnað af norskum vátryggingafélögum og síðar urðu svo norskir skipaeig- endur aðilar að fyrirtækinu. í upphafi var félagið stofnað til að mynda smíðareglur fyrir norsk skip, en smátt og smátt hafa svo mörg erlend lönd látið smíða skip sín eftir flokkunar- kerfi Veritas. Skip samtals 5.144.300 brúttó- registertonn eru nú í smíðum eftir flokkunarkerfi Veritas. Og af öllum heimsflotanum eru rúm- ar 12 milljónir tonna skipa flokkaðar hjá norska Veritas. Veritas er ekki vátryggingafé- lag eða skrifstofa fyrir lestar- merki skipa, heldur stofnun, sem ákvarðar smíðareglur fyrir skip og sér um á tæknifræðilegan hátt að skipin séu smíðuð með Hér er verkfrœíUngur á vegum Norska Veritas að mæta þykkt stálplatna með' ultrabylgjum. fyrirfram ákveðinn styrkleika. Starfsmenn félagsins fylgjast svo með því, að skipið haldi þessum styrkleika meðan skipið er í förum. Á síðustu 10 til 15 árum hefur þetta eftirlit þróast í mjög umfangsmikið vísinda- legt rannsóknarstarf, og norska Veritas er í dag ein stærsta rannsóknarstöð Noregs. Það er forstjóranum, Georg Vedeler að þakka, að þróunin hefur orðið á þennan hátt, en hann var ráðinn að stofnuninni árið 1951 og hafði þá áður í ára- raðir verið prófessor við norska tækniháskólann. Síðan árið 1953 hefur Norska Veritas notað 14,5 milljónir norskra króna til rannsóknar- starfa, og í Oslo einni vinna 80 hámenntaðir sérfræðingar að rannsóknum fyrir félagið. Rannsóknarstörfin hafa orðið til þess að draga úr efnismagni skipanna um leið og þau hafa verið gerð sterkari. Á síðustu 5 árum hafa þessi störf getað sparað 130.000 tonn af stáli, en það samsvarar því að 160 mill- jónir norskra króna hafa verið sparaðar á þessu sviði. Árið 1963 var hægt að smíða 80.000 lesta olíuskip með 18% minni stálþunga heldur en var eftir smíðareglum, sem voru ráð- andi fyrir 10 árum og er þó ör- yggisstuðull skipsins mun stærri. Norska Veritas vinnur nú að nýjum flokkunarreglum, sem gera kleift að minnka enn stál- þungann. Eftir tímafrekar rannsóknir hefur Veritas ákveðið að láta smíða skipin úr stáli með meiri styrkleika en áður, er það stál með háa flotspennu. Ákvörðunin um að leggjaflot- spennuna til grundvallar við styrkleikaútreikninga er nýtt og er Norska Veritas fyrsta flokk- unarfélagið í veröldinni, sem tekur þennan hátt upp. Þegar á árinu 1961 voru frumdrög gerð að reglum fyrir svokallað ,,höj- fast“ stál, en það er stál, sem reiknað er út frá hærri þan- stuðli. Reglur þessar voru þó ekki mikið notaðar vegna þess að verðið á stáltegundunum, sem æskilegar þóttu, var of hátt. Nú ráða menn yfir stáli, sem er mjög gott — svokallaðar mikroblöndur. Þessar stálgerðir hafa ágæta suðuhæfileika — næstum jafngóða venjulegu skipastáli, sem notað hefur ver- VÍKINGUR 67

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.