Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Page 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Page 10
Sjómannadagurinn í Reykjavík 1973 eftir Guðmund Hallvarðsson, gjaldkcra Sjómannafélags Reykjavíkur Koddaslagurinn vakti mikla lukku. Báðir höfnuðu í sjónum, enda kænskubrögð í frammi. Sjómannadag'urmn, sá 36. í Reykjavík, var haldinn 3. júní sl. og fóru útihátíðahöldin fram í Nauthólsvík, en þar hafa þau verið haldin undanfarna þrjá sjó- mannadaga. Ýmsar skoðanir hafa verið á lofti um, hvar útihátíðahöldin færu fram. Flestir eru sammála um ágæti Nauthólsvíkur í þessu sambandi, aðrir vilja að ræðu- höld o. þ. h. fari fram í Laugar- dalsiaug eða við Hrafnistu og kappróður fari þá fram í Reykja- víkurhöfn. Um ágæti þessara staða með tilliti til útihátíða- halda sjómannadagsins mun ég ekki fjölyrða hér, enda margoft lýst yfir skoðun minni á þessu máli. sem hófu undirbúning að 1. sjó- mannadeginum fyrir rúmum 36 Á að leggja sjómannadaginn niður? Nokkrir sjómenn hafa komið að máli við mig og talað um að rétt væri að leggja sjómannadag- inn niður, þetta væri orðið tómt skrum og glamur, sem a. m. k. sjómenn hefðu ekki gaman af, hvað þá heldur að þeir sæju nokk- urn tilgang í þessu. Svo gott sem þetta er, gleðst ég þó yfir að sjómenn skuli yfirleitt vera með vangaveltur út af þessum degi, en fráleitt er og allt of mikið af því gert, að menn kasta svona fullyrðingum fram án þess að lit- ið sé til liðins tíma eða horft fram á veginn. Lítum aftur, hugsum til þeirra árum. Ekki óraði þeim ágætu mönnum fyrir því, að þeirra frumkvæði yrði til þess að hér myndi rísa eitt vistlegasta heim- ili fyrir aldraða sjómenn, sem líklega fyrirfinnst hvergi annars staðar. Þá var þeirra kappsmál að hafa sem mestan tekjuafgang, svo að hann mætti renna í sjóð til eflingar sjómannastéttinni. — Síðan var happdrætti DAS sett á laggirnar, arður þess reksturs tók við þunga þeirra greiðslna, sem þurfti vegna uppbyggingar Hrafnistu, enda snerist hjól verðbólgunnar svo, að í dag þykir gott ef smá tekjuafgangur er eft- ir haldinn sjómannadag. Meira hefur gerzt undir merki Áhöfn Vals RE sigraði í kappróðrinum og hlaut June Munktelbikarinn. Áhöfnin talin frá vinstri: Skúli Guðlaugsson, Hallmundur Guðmundsson, Sigurður Ársælsson, Ólafur Jakobsson. Guðm. Ingólfsson, Sveinn Gunnarsson og örn Ingólfsson. Voru heiðraðir: frá vinstri, Halldór Jónsson, loftskeytamað- ur, Sigurður Erlendsson, háseti. Eiginkonan Sigríður Sig- urðardóttir veitti heiðursmerkinu viðtöku vegna veru Sig- urðar á hafi úti og Sigmundur Guðbjartsson vélstjóri lengst til vinstri. 258 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.