Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Page 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Page 27
Á frívaktinni er kraftmikið. Lögreglan stöðvaði bíl og spurði bílstjórann: „Hvað hafið þér gert af afturljósinu?" Maðurinn skreið út úr bílnum og gáði að. Hann klóraði sér í höfðinu: „Þér spyrjið mig um aftur- ljósið, en ég spyr: Hvar í skramb- anum er hjólhýsið?" ! ! ! „Jæja, Tommi minn,“ sagði kennarinn. „Fyrir utan túngirð- ingu standa tíu sauðir. Fimm stökkva yfir hana. Hvað eru þá margir eftir?“ „Enginn.“ „Ekki er þekking þín mikil í reikningi.“ „Nei, en ég þekki sauðina." ! ! ! Húsbóndinn: „Ég hef ekki beð- ið um neinn píanóstillara." „Nei, ekki þér, en nágrannar yðar pöntuðu mig.“ VlKINGUR „Viljið þér gefa mér frí á morgun?“ spurði skrifstofumað- ui’inn forstjórann. „Ég á að hjálpa konunni minni við stór- hreingerningu. ‘ ‘ „Það kemur ekki til mála,“ svaraði forstjórinn hvasst. „Þakka yður kærlega fyrir. Þér eruð sannarlega maður, sem hægt er að treysta." ! ! ! Drukkinn maður stöðvaði leigu- bíl, opnaði hurðina, steig inn, féll út úr bifreiðinni hinum megin, komst á lappir aftur, sneri sér að bílstjóranum og sagði: „Hvað kostar það?“ ! ! ! Lögfræðingur kom að máli við bónda nokkum og leitaði álits hans á nágrannabónda,sem hann átti í málaferl'um við. „Stórlygari held ég að hann sé nú ekki. Þar vara ég mig á hon- um. En þegar hann fleygir moð- salla á gaddinn fyrir útigangs- hrossin, verður hann að nota strákinn sinn til að lokka þau til sín.“ Þau borðuðu saman á veitinga- húsi. Kjóllinn, sem hún var í, byrjaði undir höndunum og end- aði fyrir ofan hnén. Allt í einu hrópaði hún: „Ó, ég skammast mín alveg voðalega. Mér finnst ég vera hálf nakin; ég hef gleymt að setja á mig augnhárin og púðra mig á nefbroddinum. ! ! ! Bíðið bara rólegur. Þér fáið bráð- um herbergið hennar. Auðkýfingurinn Rockefeller kom eitt sinn á hótel í Washing- ton og pantaði ódýrasta her- bergið. Dyravörðurinn varð undrandi: „En herra Rockefeller, þegar sonur yðar kemur hér býr hann í dýrustu herbergjunum sem hér eru. „Sonur minn,“ svaraði Rocke- feller, „á ríkan föður. Ég var ekki eins lánsamur og hann.“ ! ! ! Það var verið að spila bridge og báðir á hellunni. — Ein frúin var spurð að því, hve mörg börn hún ætti. „Tvo gosa og eina spaðadrottn- ingu með kónginum,“ svaraði hún utan við sig. ! ! ! „Ég þarf ekki á vini að halda, sem kinkar kolli þegar ég geri það. Skugginn minn gerir það bet- ur.“ 275

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.