Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Síða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Síða 30
Botnvorpnr með háu netopi Niðurstöður veiðitilrauna á bv. Vigra í vor eftir Guöna Þorsteinsson, fiskifrœöing 1. Inngangur. ÞAÐ er sjálfsagt mjög langt síð- an, að menn gerðu sér ljóst, að hærra netop botnvarpna gæti aukið afla sumra fisktegunda verulega. Lengi vel voru togskip- in þó ekki svo stór, að verulega væri unnt að stækka vörpurnar. Þó má líta svo á, að þegar árið 1930 hafi botnvörpur með háu netopi verið komnar í notkun í Norðursjónum. Hér var að vísu um ósköp venjulegar vörpur að ræða að því fráskildu, að ofan og framan við höfuðlínuna voru dregnir 1—3 hlerar, sem höfðu það hlutverk að fæla fisk, sem stóð laust frá niður í netopið. Þetta gaf oft góða raun, en þó var erfitt að halda þessum útbúnaði klárum. Slík troll hafa því að mestu orðið að víkja fyrir botn- trollum, sem hafa hærra netop og fyrir flottrollum. Eftir stríð hafa ýmsar þjóðir gert umfangsmiklar tilraunir á botnvörpum með hærra netopi. Niðurstöður þessarra tilrauna hafa að sjálfsögðu mjög farið eftir hegðun fisksins og auk þess eftir botnlagi. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það, að slík troll þurfa að vera mjög net- mikil, þannig að netaviðgerðir verða bæði fleiri og seinunnari. Þegar möguleikar íslenzkra tog- skipa til að taka í auknum mæli í notkun slíkar vörpur, þá verð- ur eftir föngum að reyna vörp- ur, sem ekki eru mjög við- kvæmar, vegna þess að okkar skip og þá einkum togararnir veiða oft á slæmum botni. Af erlendum trollum, sem helzt kæmu til greina má nefna japanskar og þýzkar vörpur. h. Japönsk troll. Japanir fullyrða, að þeirra vörpur séu ekki mjög viðkvæmar 278 gagnvart slæmum botni, en þó ber að hafa í huga, að mjög er hægt að leggja misjafnan skiln- ing í það, hvað er slæmur botn. Annars hafa japanskar vörpur verið prófaðar nokkrum sinnum hér við land og ein gerð hefur eitthvað verið í notkun á þessu ári og verður uggiaust prófuð bet- ur. Ekki skal að svo stöddu neitt fullyrt um notagildi japanskra varpna hér við land. Alla vega er þó óhætt að segja, að gerð þeirra haldi aftur af mönnum að taka þær í notkun, vegna þess hve flóknar þær eru (1. mynd). Hitt er samt rétt að benda á, að allar gerðir japanskra trolla eru þræl- prófaðar í módeltönkum til að til að tryggja sem bezt, að netið dragist sem jafnast, og að átak dreifist á allar leysislínurnar. 3. Þýzk troll. Þýzku trollin eru að því leyti einfaldari en japönsku trollin, að þau eru eingöngu úr tveimur net- byrðum, þar sem efra byrðið er þó mun breiðara en hið neðra (2. mynd). Hið netmikla efra byrði nær þó ekki af sjálfsdáðum að skapa eðlilega hæð netopsins, heldur verður að nota 1 til 2 höf- uðlínuhlera (lm2 hvom). Ekki er látið þar við sitja, heldur er trollið dregið á leysunum og fót- reipinu, þannig að höfuðlínan er tiltölulega frjáls. Á 3. mynd er að öðru leyti sýnt, hvernig trollið vinnur. 3.1. Tilraunir og reynsla. Með tilkomu stórra og afkasta- mikilla skuttogara þótti Þjóðverj- um liggja nokkuð beint við að taka stærri troll í notkun. Byrjað var að taka í notkun og stækka hvað eftir annað flottrollin, en hægar gekk með botntrollin, þar Guðni Þorsteinsson, fiskifræðingur. sem stækkuð troll reyndust lengi vel of viðkvæm. Eftir miklar til- raunir náðist þó góður árangur í stækkaða gerð af venjulegu trolli, en slík troll geta þó naum- ast talizt hafa stórt netop (rúm- ir 4 metrar). Árangur með þau troll, sem sýnd eru á myndum 2 og 3 varð athyglisverður í septem- ber 1971, er til-raunaskip fékk að meðaltali 16 til 72% meiri afla á togtíma en samanburðarskipin. Aflamunur var minni, þegar bor- ið var saman við skip með stækk- uð botntroll. Tilraunir þessar voru gerðar SV af Reykjanesi og var aflinn að mestu karfi (Stein- berg 1971). Síðan hafa þýzkir togarar að nokkru leyti tekið upp þessi troll án þess þó að nota þau að staðaldri. Færeyingar, en þó einkum Norðmenn fiska mikið með slík- um trollum með mjög góðum árangri. Færeyingar segjast oft fá tvöfaldan afla í slík troll, þeg- ar fiskur er aðeins laus frá en svipað, þegar fiskur er fast við botn. Þá hafa Kanadamenn notað VlKINGUB

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.