Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 8
Hallgrímur Skaptason framkvæmdastjóri VÖR H.F. NÝ SKIPASMIÐASTÖÐ A AKUREYRI — SMÍÐAR EIKARSKIP Þótt stálkip séu að ryðja sér til rúms í fiskiskipaflotanum, þá liafa eikarskipin ekki sungið sitt síðasta vers. Gamlar stöðvar halda áfram nýsmíði og nýjar stöðvar hafa risið. Á Akureyri hafa lengi verið smíðuð fiskiskip og nú munu vera 5—6 slíkar stöðvar þar. Sú yngsta þeirra er Vör hf, er stofn- uð var árið 1971 og hefur þegar sjósett fyrsta skipið, sem var 26 tonna eikarskip fyrir Grenivík- inga. Smíði skipsins hófst í febr- úar 1972 og skipið var sjósett, fullbúið í september sama ár, en 82 vinnuvikur fóru í smíðina. Vur hf stolnui) Sjómannablaðið Víkingur hitti að máli, í skipasmíðastöðinni, Hallgrím Skaptason fram- kvæmdastjóra stöðvarinnar, en hann er skipasmiður að mennt. Sagðist honum frá á þessa leið um stöðina: Hlutafélagið Vör var stofnað árið 1971 og voru stofnendur sex skipasmiðir, sem áður höfðu allir unnið að skipasmíðum hér á Ak- ureyri. Hið nýstofnaða hlutafélag byrjaði strax að reisa skipasmíða- hús, sem er 15x85 metrar að stærð og er unnt að smíða tvö 30 tonna skip þar inni. Auk þess er þar lager og skrifstofubygging. Fyrsta verkefni okkar var smíðað í þessu húsi. aooo rú iiiuiol ra vii)byg£iiig Þá er núna í smíðum hjá okkur 3000 fermetra verkstæðishús, sem verður almennt trésmíða verkstæði og járnsmiðja, sem er nauðsynlegur liður í vinnsluein- ingu þeirri, er smíðar og annast meiriháttar viðgerðir tréskipa. Það voru Iðnlánasjóður og bankar, sem fjármögnuðu hús og vélar að nokkru leyti, en annað kom frá hluthöfum og þeirra persónulegu úrræðum. Næg verkefni hafa fengizt fyr- ir stöðina og er nú verið að vinna að þrem 30 tonna eikarbátum fyrir ýmsa aðila. Einn þessara báta fer til Flateyrar. Smíða- kostnaður á 30 lesta fiskibáti er nú um 20 milljónir króna. Þessir bátar eiga að afhendast á næsta ári. Afkastnnukning 25% Við gerum okkur það vel ljóst hér, að höfuð atriði fyrir fram- tíðina er, að smíði nýrra skipa gangi fljótt og skipulega fyrir sig. Vaxtabyrðin er mikil á milljóna- tugum. Þessvegna verður allt kapp lagt á að vinnan geti gengið fljótt og snurðulaust fyrir sig. Þegar nýja verkstæðisbyggingin hefur verið tekin í notkun, gerum við ráð fyrir að smíðatíminn geti stytzt um 25%, ef ekki verður annað til að tefja smíðina, einsog afhending véla, efnis og tækja. Stálskip höfum við ekki að- stöðu til að smíða hérna, enda ekki ætlazt til þess. Eikarbátar verða smíðaðir um fyrirsjáanlega framtíð. Stærstu skip, sem við geíum smíðað hér er um 50 tonn. Hjá Vör hf. vinna nú ellefu manns. Þar af sjö skipasmiðir, einn járnsmiður og svo verka- menn. Framleiðsluverðmætið á fyrstu 15 mánuðunum var 33 milljónir króna, og er það mikið, miðað við að fjárfesting var að- eins um átta millj ónir króna. Skipasmíðastöðin er á Glerár- eyri, rétt við ármynnið, þar sem heitir Óseyri 16. Þar munu vera nokkrir stækkunarmöguleikar. Þarna verður, auk þess unnið að meiriháttar viðgerðum, en al- mennar smáviðgerðir er ekki að- sJaða til að framkvæma. Formaður félagsstjórnar er Hallgrímur Skaftason, en hann er jafnframt framkvæmdatjóri fé- lagsins. Hluti af nýju skipasmíðastöðinni. VlKINGUR 312

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.