Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 15
Bréf um lögreglu Bv. Ólafur Bjarnason SH 137 á siglingu í reynsluferð. NÝTT FISKISKIP FRÁ ÞORGEIRI & ELLERT Ritstjóri góður. Margir snaggaralegir menn eru í lögregluliði Reykjavíkur, eins og vænta má, þar sem venju- lega mun vera um fleiri umsækj- endur að velja en lausar stöður. Það kemur því nokkuð á óvart hvað margir virðast hafa „horn í síðu“ þessarar fámennu stéttar „Löggunar" eins og hún er kölluð á „götumáli". Margir virðast þurfa kvarta undan flestu sem hún gerir og þá ekkisíðuryfir því, sem hún lætur ógert. Það er sagt að hún sé aldrei á réttum stöðum í borginni, og því séu prakkara- strik, innbrot og önnur lögleysa daglegir viðburðir, án þess að hún hafi minnstu nasasjón af, o. fl. af svipuðum toga spunnið. Þessi andúð og aðfinnslur koma sennilega frá tiltölulega fáum „reiðum ungum mönnum“ og hafa litla eða enga stoð í raunveruleik- anum og allflestir borgarar kom- ast árekstralaust, og óskemmdir frá viðskiptum sínum við þessa, yfirleitt prúðu og kurteisu menn, þótt þeir (löggæslum.) hafi þurft að hlutast um þeirra ferðir eða gerðir. En lítið súrdeig sýrir allt deigið, eins og þar stendur, og ótrúlega margir telja sig þess um- komna að hnjóða í „Lögguna". Ég er ekki svo fróður að ég viti glögg skil á þeim skyldustörf- um sem lögreglumönnum ber að inna af hendi. Þó virðist liggja ljóst fyrir að þeim ber að leitast við að halda uppi reglu á sam- komustöðum, fjarlægja óróamenn af almannafæri, og jafnframt að aðstoða borgara víðsvegar í borg- inni, ef á þarf að halda. Þessar hjálparbeiðnir munu vera all margvíslegar, eftir fréttum og fréttamyndum að dæma. Við höf- um heyrt og séð lögreglumenn stinga sér, fyrirvaralaust í höfn- ina til þess að bjarga fólki, sem í Frh. á bls. 3U5 Laugardaginn 25. ágúst 1973 var sjósett hjá Þorgeir & Ellert hf„ Akranesi, nýtt 104 rúmlesta fiskiskip úr stáli, sem byggt er fyrir Valafell hf„ Ólafsvík. Skip- ið er teiknað af Benedikt Erl. Guðmundssyni, skipaverkfræð- ingi hjá Þorgeir & Ellert hf. og byggt undir eftirliti Siglinga- málastofnunar ríkisins í samræmi við reglur Det Norske Veritas, en sérstaklega styrkt fyrir sigl- ingar í ís. Mesta lengd skipsins er 27,60 m„ breidd 6,60 m. og dýpt 3,30 m. Skipið er útbúið til veiða með línu, netum og botnvörpu. Það er búið eftirfarandi vélum og tækj- um: Aðalvél: Alpha-Diesel 405-26VO, 500 hestafla við 400 sn./mín. ásamt tilheyrandi skiptiskrúfu og skrúfuhring. Hjálparvélar: Bukh 6K-105, 84 hestöfl við 1800 sn./mín. og Bukh 4K-105, 56 hestöfl við 1500 sn./mín. Stýrisvél: Frydenbö. Spilkerfi: Háþrýstispil frá RAPP, 2 togspil, losunar- og akkerisspil, bómuspil og línu- spil. Fiskileitartæki: Atlas-Fischfind- er 740 og Simrad asdic. Radar: Atlas, 65 mílna. Sjálfstýring: Sharp. Talstöðvar: Sailor 100 vatta og Sailor örbylgjustöð. Fiskidæla: Rapp. Miðunarstöð, lorantæki, kallkerfi, fjölbylgjutæki, sjónvarp og út- varp, auk allra venjulegra sigl- ingatækja. Fiskilest skipsins er einangruð og búin tækjum til kælingar og einnig bj óðageymslu, sem stað- sett er aftast í þilfarshúsi. Frú Lára Jóna Ólafsdóttir gaf skipinu nafnið ólufur Bjarnason SH-137. Skipstjóri verður Björn Erling- ur Jónasson, en skipið fer á tog- veiðar á næstunni. VlKINGUR 319

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.