Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Qupperneq 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Qupperneq 16
Margt hefur breytzt til batnað- ar á hinum rúmu 73 árum, sem af eru þessari öld, um afkomu- skilyrði öll, félagslega aðstoð, vinnutækni og yfirleitt allt við- horf til hins daglega lífs. Lang- skólanám, sem um síðustu alda- mót var aðeins fært efnaðra feðra sonum, er nú svo að segja orðið eitt af skylduverkum ungra manna, hvort sem þeir hafa áhuga fyrir langskólanámi eða ekki. Þetta fyrirbæri finnst alveg jafnt í verkamannafjölskyldum sem hjá embættismönnum, og er það vissu- lega ánægjulegt, að verkamenn og iðnaðarmenn skuii hafa ráð á að kosta börn sín til mennta til jafns við hinar svokölluðu yfirstéttir, sem enn þá fyrirfundust fyrstu áratugi aldarinnar en eru nú að mestu aldauða í hugum nútíma Islendinga. Þessi þróun væri vissulega ánægiuieg, ef einhver skynsamleg takmörk væru í heiðri höfð og metin eftir ástæðum, t. d. áhuga og hæfni hinna ungu manna fyrir langskólanám. Við höfum heyrt ótal frásagnir um unga menn, sem ekkert þráðu meira en skólanám en fengu ekki náð því marki sökum fátækiar. Ekkert verður fullyrt um, hvað þjóðin hefur raunverulega misst mikið við það að þessir áhuga- sömu námsmenn misstu af sínu hugarfóstri um sýsslumanns- eða prestsembætti og urðu að sætta sig við bóndastörf á sínum ættar- óðulum. En margar líkur benda til þess að einmitt þessir, þá ungu sveinar, hefðu e. t. v. orðið enn nýtari borgarar, enda þótt þeir Guðfinnur Þorbjörnsson MÖMMUDRENGIR yrðu flestir nýtir og góðir í sinni ekki óskuðu bændastöðu. En nú er öldin önnur. Ekki að- eins þeir áhugasömu náms- og hugsjónamenn fá aðstöðu til að stunda langskólanám, heldur virð- ist sem ungir menn séu í mörgum tilfellum neyddir til þess af feðr- um sínum og öðrum forsvars- mönnum, sem e. t. v. hafa sjálfir þráð langskólanám án árangurs, komizt í sæmileg efni, og geta því látið afkvæmi sín njóta þessa eigin lífsdraums, án tillits til viðhorfa hins yngra afspreng- is, og þar með er ákvörðunin tek- in. Ungi maðurinn eða stúlkan skal verða stúdent hvað sem taut- ar og raular án tillits til hæfni eða áhuga. Þetta viðhorf hinnar eldri kyn- slóðar, sem yfirleitt er kennt um alla galla á núverandi þjóðskipu- lagi iafnt á uppeldi hinnar yngri kynslóðar, sem nokkuð hefur verið gagnrýnd og talsvert komið við sögu í fréttum svo og stjóm (og stiórnievsi) lands og þjóðar yfir- leitt,hefurleitt til þess að æ meira fé verður að verja til hinna ýmsu skóla landsins, sem aldrei virðast vera næcrilega margir til þess að geta tekið við öllum umsækienð- um og aldrei geta fullnægt hinum síhækkandi kröfum þjóðarinnar um hvers konar fyrirgreiðslu til þessarar fjölmennu menntaleit- andi stéttar þióðarinnar. Aldrei nægilesra margir skólar, heima- vistaraðstaða, hjónagarðar, barnaleikvellir og stvrkir. Mörg- um mun finnast mikið gert fyrir þessi ungmenni, en það virðist ekki vera, ef tekið er mið af hin- um ýmsu kröfum, sem þessi menntaæska gerir til samfélags- ins. Því miður virðist uppskeran ekki eins mikil og góð og alda- mótamenn hefðu kosið. Margir af hinum langlærðu mönnum verða að sjálfsögðu góðir og nýtir borg- arar, sem nýta hið langa nám til hags og skila aftur hinu mikla framlagi, sem feður þeirra og þjóðin í heild hefur látið þeim í té, og eru þeir einstaklingar vissulega vel að sinni sigurgöngu komnir og ekki talin eftir sú fyr- irgreiðsla, sem þeim hefur áskotn- ast af almannafé. Þá eru aðrir, sem hverfa úr landi og vinna erlendis öll sín manndómsár, en koma svo e. t. v. ef Guð lofar til gamla Fróns til þess að berja nestið. Þetta er eng- an veginn æskilegt. Þó er e. t. v. enn þá óæskilegra, ef nýútskrifaðir langskólamenn, sem aldrei hafa haft áhuga fyrir námi né verklegum framkvæmd- um, eru skipaðir í ábyrgðarstöður án reynslu - kálfar (fæddir pabba- og mömmudrengir) og eru það áfram allt sitt líf. Því miður finnast nokkur dæmi þessara manna í æðri stöðum okk- ar þjóðfélags, ef vel er leitað. Menn, sem aldrei hafa unnið erf- iðisvinnu andlega eða líkamlega, aldrei þráð nám eða fræðslu en verið fært hvort tveggja á silfur- fati, og sem því miður finna ekki hjá sér neina ábyrgðartilfinningu, þótt þeim séu veittar trúnaðar- stöður að námi loknu. Júlí 1973. Guðfinnur Þorbjörnsson. VlKINGUR 320

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.