Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 24
skipstjórum og stýrimönnum ásamt tryggingarfélögunum Sjóvátryggingarfélagi íslands hf. og Samábyrgð íslands á fiski- skipum: „Til Alþingis íslands, Reykja- vík. Vegna þess að það hefur komið fram á yfirstandandi Alþingi frumvarp til laga, sem fer í þá átt, að breyta núgildandi lögum, um rétt til skipstjórnar og stýri- mennsku á skipum yfir 60 smá- lestir brúttó, þannig, að í stað 60 smálestir komi 150 smálestir, en þar sem vitanlegt er, að engin þörf er á slíkum breytingum, þar sem margir tugir manna eru nú atvinnulausir, sem hafa aflað sér þeirrar menntunar, sem núgild- andi lög hafa krafist kunnáttu skipstjóra og stýrimanna á slík- um skipum, þá sjáum við undir- ritaðir, sem höfum aflað oss þeirrar menntunar, eigi annað fært en að skora á hið háa Al- þingi að breyta í engu núgildandi lögum um atvinnu við siglingar, þar til vöntun er á mönnum með slíka kunnáttu. í því sambandi viljum við benda á eftirfarandi: Einmitt á yfirstandandi Alþingi hafa heyrst mjög ákveðnar radd- ir um það, að bæta þyrfti öryggið á sjónum, með ýmiskonar betri útbúnaði skipanna, og er slíkt í alla staði virðingarvert, en hvað kemur þá til þess, að nokkrir menn innan hins háa Alþingis, vilja veikja öryggið með því að krefjast minni þekkingar af þeim, sem eiga að hafa stjórnina á hendi. Öll félög á landi hér reyna eftir bestu getu að tryggja með lögum rétt félaga sinna fyrir ágengni og yfirgangi annarra, einnig reyna þau að gera meðlimi sína sem best starfshæfa, til þess starfs, sem þeim er ætlað. Enn- fremur er allstaðar í heiminum verið að gera meiri og víðtækari kröfur um sem mesta alþýðu- menntun. Samkvæmt því virðist það þá fjarri öllu sanni, að ein- mitt þeir menn, sem trúað er fyrir mannslífum og skipum, sem kosta fleiri tugi þúsunda, séu al- gerlega snauðir af því, sem heitir almenn menntun. Því þeir menn, sem hafa löngun til þess að verða aðnjótandi almennrar menntunar munu vart veigra sér við því, að uppfylla kröfur núgildandi laga um atvinnu við siglingar. 1 öðru lagi eru miklar líkur til þess, að skip allt að 150 smálestir brúttó, sigli stundum með afla sinn á milli landa, er þá slíkt óverjandi, að menn, sem ekki hafa notið meiri þekkingu í siglingarfræði, en smáskipaprófið útheimtir, fái leyfi til að sigla skipi milli landa, því ugglaust munu þeir gera það í skjóli þessara laga. Einnig er ekki ólíklegt að í náinni framtíð verði farið að sækj a veiði á önnur mið, en við íslandsstrendur, og mun þá kunnátta sú, er hið al- menna stýrimannapróf veitir vart of mikil. Ennfremur ber þess að gæta, að verði gerð sú breyting á lögum um atvinnu við siglingar, sem hér að framan er áminnst, mun Stýrimannaskólinn, að öllum líkindum, leggjast niður, sökum þess að svo fáir þyrftu að sækja hann, og væri slíkt illa farið, því margir mundu þó vera á meðal sjómannastéttar vorrar, sem vildu ekki vera eftirbátar ná- grannaþjóða okkar í því að leita sér þeirrar menntunar, sem flest- ar menningarþjóðir telja nauð- synlegt skipstjórum og stýri- mönnum almennt. Að þessu at- huguðu sjáum við enga þörf á því, að veita tilslökun á núgild- andi lögum um atvinnu við sigl- ingar. Við, sem höfum notið þeirrar menntunar, sem Stýri- mannaskólinn hér veitir til und- irbúnings starfi okkar á sjónum, höfum orðið þess varir, að þekk- ing okkar er síst of mikil, og von- um við að háttvirt Alþingi sé okk- ur sammála um það, að því meiri þekking, því meira öryggi. Virðingarfyllst. Reykjavík, 20. nóv. 1934. Sign.: (Undirskriftir.) Þetta plagg hefur sitt sögu- lega gildi, og hefur ekki verið birt áður í neinu heimildarriti. Það hefur einnig tvíþætt gildi, því margir spáðu því að það færi beint í bréfakörfuna hjá háttvirt- um alþingismönnum, ef því yrði ekki fylgt eftir á annan hátt. Kom þá upp sú hugmynd að leita til undirskriftarmanna að þessu plaggi, um stofnun nýs félags skipstjóra og stýrimanna. Undir- tektir voru strax það góðar að ákveðið var að stofna félagið er fékk nafnið Skipstjóra og stýri- mannafélag Reykjavíkur. Fyrsta árið var kjörinn formaður Egill Jóhannsson, skipstjóri, en síðar þar til félagið sameinaðist skip- stjóra og stýrimannafélaginu Öld- unni þann 23/5 1944 var Konráð Gíslason formaður þess. Það kom á daginn að brýn þörf var á að fylgjast með þessum mál- um, þó að mál þetta fengi ekki afgreiðslu á Alþingi 1934. Undir skeleggri forystu Konráðs Gísla- sonar tókst félagið á við mörg mál er varðaði sjómennsku og sigling- ar, og ber þar hæst vita- og hafnamál, öryggismál og Síldar- verksmiðjur Ríkisins. Þá bar á góma sinnuleysi skipstjórnar- manna um sín félagslegu mál, þó að nógu mörg félagsheiti væru til. Var þá ákveðið að leita álits allra starfandi félaga skipstjórnar- manna á landinu, um stofnun alls- herjar landssambands fyrir fé- lögin. Þann 20. október 1935, var síðan sent út bréf ásamt álits- gerð í 5 liðum, er tilgreindi til- gang sambandsins, og má telja þetta frumdrög að stofnun F.F.- S.l. er var formlega stofnað 2 árum síðar, eða haustið 1937. Margvíslegt þras og samninga- umleitanir urðu svo hlutskipti fé- lagsins, og mæddi það ekki svo lítið á Konráði Gíslasyni, sem alltaf var til í slaginn, enda þótt það gengi oft út yfir hans eigið starf. Launin voru engin nema í sumum tilfellum vanþakklætið ásamt rukkunum fyrir félags- gj öldum. 1 stríðsbyrjun var félagið fyrst til að fá viðurkennda áhættu- þóknun (hræðslupeninga) á flutn- ingaskipum og bátum er sigldu með ísvarinn fisk til Englands. VlKINGUR 328

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.