Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 38
var tapað í spilum. Menn drukku upp jarðir, fleiri en eina og fleiri en tvær og' þeir gáfu þær guði til dýrðar. Konungar fengu sínar jarðir í sakeyri og þær voru ekki alltaf af verri endanum. Hákon gamli kall- aði til eigna Snorra Sturlusonar, af því að hann hafði verið lendur maður, en hann náði aðeins Bessastöðum og Eyvindarstöðum á Álftanesi og voru Bessastaðir konungseign til ársins 1867, er Grímur Thomsen keypti. Kon- ungsjarðir voru margar og mesta eign konungs hafa líklega verið Vestmannaeyjar, sem krúnan náði af Árna Ólafssyni biskupi og hirðstjóra. Það er síðan af Vest- mannaeyjum að segja, að íslenzka ríkið seldi Vestmannaeyingum eyjarnar fyrir eina milljón króna fyrir nokkrum árum. Ég vil elska mitt land, Ég vil auðga mitt land. Þegar ég heyri orðið menning, gríp ég til skamm- byssunnar, sagði þýzki ráðherr- ann. Nær sanni væri ég vil elska mitt land og ég vil auðgast á því. Hinum voldugu evrópuríkjum var stjórnað með svartri mold. Land- eigendur kúguðu með ilmandi jörðinni. Landsetar unnu á ökr- unum eftir flóknu þrældómskerfi. Byltingamenn lofuðu mönnum landi. Það var mikil freisting fyrir þegnana. Víða í Evrópu eimir eftir af þessu gamla, úrelta kerfi, t. d. í Englandi. Jörðin er þjóðarauðurinn sjálfur. ItliluiNtaðir og Votmúll Á íslandi er þetta ekki svona slæmt. Að vísu geta landlaus bæj- arfélög þurft að greiða stórar summur fyrir móa og mýrar. Landareignir sem eru svona mik- ils virði, af því að annað land er búið. Þeir ætla að greiða 30 millj- ónir króna fyrir Votmúlann og einhversstaðar stóð, að samning- ar væru um að kaupa Blikastaði fyrir 500 milljónir króna. Líka er verið að borga núna fyrir vatnið í Laxá og það er dýrt að taka raf- magnið úr vatninu hjá bændum og land sem haft er af mönnum þar. Við þessu er því miður ekk- ert að gera. Það verður bara að taka upp budduna og borga, því það var ekki þitt land, sem kom heim með fuglunum vorið 1944, heldur landið hans Sigsteins á Blikastöðum, landið hans Jóns í Möðrudal og landið hans Hermóðs í Laxárdal. Önnur lönd komu ekki heim. Við hinir skiljum aðeins eftir írskar bjöllur og bækur, þeg- ar við förum. Það væri til lítillar sæmdar, að segja að ríkir kallar í Reykjavík, sem safna laxveiðijörðum og bændur, sem eiga landið áttatíu og fimm prósent, þar í talið fugl- ar og ber, að þeir geri ekkert fyrir sitt land. Þeir sveitast áfram og túnin minna á græn höf, fremur en tún. Enginn á tún nema bóndinn. Ekki einusinni byltingamaður getur tekið af manni hans eigið tún, erjað af honum sjálfum, en við, sem sjá- um ekki dags daglega aðrar breytingar á fósturj örðinni en holur í malbiki, við verðum að fara til landvinninga. Við, eða ríkið verður að kaupa allt land, kaupa allt Island handa fólkinu og það má ekkert selja aftur. Danir hafa stjórnað með svartri mold í þúsund ár, eða meir. Þeir hafa lagt af að kúga verkamenn með moldinni og hafa tekið til við að kúga stjórnmálamennina í staðinn. Ekki láta þeir þá samt vinna fyrir sig úti á ökrunum, heldur í pólitíkinni, en ég hætti mér ekki út í þá sálma. Samt gæti þetta einnig gerst hér á jörðinni, sem ber hafið til óbóta hvern vetur. ísland er vont land, hlaðið úr grjóti og þú berð það inn á þér hvert sem þú ferð. Það er kalt og þungt, en þú mátt ekki án þess vera. RITFREGN KULDAMPER ABSALON skáldsaga Jónas Guðmundsson Bókaútgáfan Hilmir hf. hefur sent frá sér nýja skáldsögu eftir Jónas Guðmundsson, stýrimann og rithöfund. Mun þetta vera 9. bók höfundar, sem gaf út sína fyrstu bók árið 1962. Kuldamper Absalon segir frá gömlu dönsku kolagufuskipi og er aðal söguhetjan timburmaður- inn Bent Krog. Sagan gerist að mestu í Dan- mörku og ennfremur um borð í nefndu gufuskipi, Kuldampem- um. Einnig segir frá uppvaxtar- árum Jens Krog í Suðui’borg á Jótlandi, frá veru á flutninga- skútum, sem voru einsog tréskór með spryð, svo vitnað sé í bókina. Ennfremur frá siglingu á frei- gátu á heimshöfunum. Það sem einkum vekur athygli eru frábærar umhverfislýsingar, bæði hvað varðar skip og skips- höfn, úr veröld þeirra manna er eiga gröf jafn stóra heiminum en ekkert land. Jónas Guðmundsson byrjaði sjósókn fyrir allmörgum árum, á gömlu togurunum árið 1946 og hefur síðan siglt á ýmsum skip- um. Hann lauk farmannaprófi og skipstjóraprófi á varðskipum rík- isins og stundaði framhaldsnám á liðsforingjaskóla US Coast Guard í Yorktown veturinn 1960 —1961 og lauk þaðan prófi. Hef- ur síðan siglt og þar á meðal með Dönum í 3 ár um öll heimsins höf. GJ 342 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.