Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 40
Jæja, skipstjórinn var ekki fyrr kominn upp, en Hornafjarð- ar-Dóri, þriggja álna jasi, labbar sig að kojunni til Danna gamla og segir: Fáðu mér bókina. Farðu burtu, segir Danni, vert’ ekki að ergja mig, þú heyrðir karlinn segja hvað díaglósan væri slæm. Þú færð mér bókina, segir Dóri. Annars slæ ég þér við fyrst, og kjafta svo í karlinn á eftir. Ég er hræddur um að ég hafi tæringu, að minnsta kosti ætla ég að at- huga það.. Hann tók svo doðrantinn af gamlingjanum og fór að stúdera. Það voru svo margir sjúkdómar í bókinni, að við lá að hann freist- aðist til að fá eitthvað annað en tæringu, en þegar til kom hélt hann sér við tæringuna, og fékk svo hroðalegan rolluhósta, að eng- inn hafði frið í lúkarnum. Daginn eftir þegar skipstjórinn kemur til þess að líta á Danna gamla, þá heyrir hann varla til sjálfs sín. Þú ert með Ijótan hósta, maður minn, segir hann og lítur á Dóra. 0, það er ekkert herra skip- stjóri, segir Dóri svona kæru- leysislega. Ég hefi haft hann ann- að slagið svo mánuðum skiptir. Ætli það komi ekki af því, hvað ég svitna mikið á nóttunni? Hvað? segir skipstjórinn. Svitnarðu á nóttunni? Afskaplega, segir Dóri. Það má hreint vinda tuskurnar. Ég býst við að ég hafi bara gott af því, er það ekki skipstjóri? Farðu úr skyrtunni, segir karl- inn, og dregur upp trektina. Hana, anda djúpt, ekki hósta. Get ekki að því gert, skipstjóri, hóstinn kemur, hann ætlar að tæta mig sundur. Þú ferð strax í kojuna, segir skipstjórinn, og tekur trektina burtu og hristir höfuðið. Þú ert heppinn, piltur minn, að þú ert í höndum kunnáttumanns. Með góðri aðhlynningu hugsa ég að ég geti reddað þér. Hvernig líkar þér meðalið, Danni? Alveg ljómandi, skipstjóri, seg- ir Danni. Það er afskaplega fró- andi, ég svaf eins og ungbarn þeg- ar ég var búinn að taka það. Ég ætla að láta þig hafa dálítið meira af því, segir skipstj órinn. Þið eigið ekki að fara upp, munið þið það, hvorugur ykkur. Allt í lagi, segja þeir báðir veikum rómi, og skipstjórinn sagði okkur að passa að hafa eng- an hávaða eða læti og fór upp. Fyrst fannst okkur þetta snið- ugt hjá þeim, en svo urðu furt- arnir svo góðir með sig að manni varð bumbult af því. Af því að þeir voru í koju allan daginn, þá vöktu þeir auðvitað á nóttunni, og svo voru þeir að kallast á yfir lúkarinn til þess að spyrja hvorn annan um heilsufarið, og svo vöktu þeir okkur hina með öskr- unum, Þeir fengu allskonar lúks- usfæðu, og skiptu hvor við; Danni reyndi að svæla púrtara út úr Dóra, en Dóri fékk púrtvínið til þess að auka blóðið. Dóri sagði alltaf að blóðið hefði ekki aukizt nóg í dag, og að hann ætlaði að skála fyrir betri díaglósu hjá Danna, og svo smjattaði hann þangað til það ætlaði að gera okk- ur vitlausa að heyra í honum. Þeg- ar þeir voru búnir að vera veikir í tvo daga, þá fóru hinir hásetarn- ir að stinga saman nefjum, enda voru þeir að tryllast af lyktinni af kræsingunum, og loks sögðu þeir að þeir væru líka að verða veikir, og báðir sjúklingarnir urðu gífurlega æstir út af þessu. Þið eyðileggið það bara fyrir okkur öllum, segir Dóri, og svo vitið þið ekkei*t hvað þið eigið að gera án þess að hafa bókina. Ja, við verðum bæði að gera okkar verk og ykkar, segir einn. Nú er komið að ykkur. Það er tími til kominn að þið verðið frískir. Frískir, segir Dóri. Frískir. Þú talar eins og ómenntað brot úr lítilfjörlegum skrælingja. Við verðum aldrei frískir. Menn, sem eru krankir eins og við, verða aldrei frískir aftur, þetta ættirðu að vita, vesalings skítsseyðið. Gott og vel, þá kjafta ég frá öllu saman, segir annar. Gei'ðu það, segir Dóri, gerðu það bara og ég skal fara svo með fésið á þér, að þú verðir myrk- fælinn af því að sjá sjálfan þig í spegli og allur púrtari og allar kræsingar í heimi geti ekki lagað það. Heldurðu kannski ekki að skipstj órinn viti líka hvað gengur að okkur? Áður en hinn gæti nokkru svar- að, kom skipstjórinn niður og fyrsti stýrimaður með honum. Svipurinn á stýrimanni kom Danna til að kúra sig niður og Dóri hóstaði með meiri hryglu en nokkurntíma áður. Það sem þá vantar í raun og veru, segir skipstjórinn við stýri- man, er góð og nákvæm hjúkrun. Ég vildi óska að þú vildir lofa mér að hjúkra þeim, segir fyrsti stýrimaður, bara í tíu mínútur, - ég skyldi koma þeim á lappirnar og fá þá í þokkabót til þess að hlaupa eins og líf liggi við, allt á tíu mínútum. Haltu þér saman, herra minn, segir skipstjórinn byrstur. Það, sem þú segir, ber vott um grimmd og harðýðgi, auk þess er það móðgun við mig. Heldurðu að ég hafi stúderað læknisfræði í tíu ár, til þess að vita svo ekki hvenær maður er sjúkur? Það urraði eitthvað í stýri- manni og hann var svo fjúkandi að hann varð að flýta sér upp til að kæla blóðið, en skipstjórinn fór að skoða sjúklingana. Hann sagðist dást að þeim fyrir hvað þeir væru þolinmóðir að liggja, og hann lét vefja þá í teppi og bera þá upp á dekk, svo að hreina loftið næði til þeirra. Við hinir urðum að streða með þá upp, og þarna sátu þeir og gleyptu gol- una, og gáfu fyrsta stýrimanni hornauga. Ef þeir þurftu að fá eitthvað úr lúkarnum, þá varð einhver okkar að fara niður og sækja það, og þegar loks kom að því að handlanga þá niður aftur, þá vorum við allir ákveðnir í því að verða fárveikir og meira en það. Samt voru það nú ekki nema tveir, sem létu verða af því, og það var vegna þess, að Dóri, sem var grimmsterkur, hörkunagli og VlKINGUR 344

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.