Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 20
Guðmundur Hallvarðsson UM ÁRVAKUR OG FLEIRI SKIP I 1.-2. tbl. Víkingsins 1973 skrifar Jón Eiríksson fyrrv. skip- stjóri grein um vita og hafnir hér við land. Fróðleg þótti mér grein þessi og eftirtektarverð, enda eftir sjómann með reynslu, þekk- ingu og eldlegan áhuga á öryggis- málum sjófarenda. Það sem kemur mér til að stinga niður penna vegna greinar Jóns, eru hugleiðingar hans um vitaskipið Árvak og þær ákvarð- anir að setja skipið undir stjórn Landhelgisgæzlunnar. Undirritaður var á vitaskipinu Árvakur frál965til ársloka 1968, en þá tók Landhelgisgæzlan við rekstri skipsins. Eðlilega fylgdist ég nokkuð með þeim aðdraganda sem varð að þessu breytta rekstr- arfyrirkomulagi skipsins a. m. k. því er kom fyrir almennings- sj ónir. Víkjum þá fyrst til ársins 1967, í Mbl. 21. okt. Það ár birtist fjár- lagaræða þáv. fjármálaráðherra en þar stendur m. a. eftirfarandi: „Nýjar hagstjórnaraðfer<5ir“. Allmörg skip eru gerð út á veg- um ríkisins, og er útgerð þeirra í höndum ýmissa aðila. Er þar um að ræða strandferðaskip, varð- skip, vitaskip, hafrannsóknaskip, fiskileitarskip, síldarflutninga- skip og skip í eigu sementsverk- smiðjunnar. Þótt skip þessi sinni mismunandi viðfangsefnum og séu á vegum ýmissa stofnana, er þó sennilegt, að hagkvæmara sé, að einn aðili annist rekstur þeirra, og er það mál nú í sérstakri at- hugun. Ári síðar birtist í Mbl. þ. 25. okt. 1968 fjárlagaræða sama ráð- herra þar sem nú er vitaskipsins sérstaklega getið, segir þar m. a. Fyrirsögn fjárlagafrumvarps- ins: „Stórfelldustu efnahagsörðug- leikar í áratugi“, og síðar í frum- varpinu. „Ætla verður nú fyrir sérstöku framlagi til landhelgissjóðs 5,4 millj. króna til greiðslu vaxta og afborgana af lántöku í sambandi við smíði nýja varðskipsins Ægis. Engu að síður verður um að ræða allverulegan sparnað hjá Land- helgisgæslunni, sem stafar af því, að með tilkomu nýja varðskips- ins er ætlunin að leggja hinum minni skipum, sem hafa verið mjög dýr í rekstri og óhagkvæm og sömuleiðis er nú aftur ákveðið ráð fyrir því gert að Landhelgis- gæslan yfirtaki vitaskipið og er í því sambandi felld algjörlega niður fjárveiting til reksturs þess á vegum vitamálanna. Raunveru- lega var tekin um þetta ákvörðun við afgreiðslu síðustu fjárlaga, en eitthvert óskiljanlegt tregðu- lögmál hefur valdið því, að ekki hefur tekist, þrátt fyrir ítrekað- ar kröfur, að fá þessa breytingu framkvæmda og vil ég ekki ásaka einn né neinn í þessu efni, en hér er gott dæmi um það, hversu oft er erfitt að koma við skipu- lagsbreytingum. Með því að taka fjárveitinguna nú alveg af vita- málaskrifstofunni, verður ekki lengur auðið að spyrna gegn þess- ari skipulagsbreytingu, sem tví- mælalaust virðist geta leitt til mjög verulegs sparnaðar, enda þótt ekki sé reiknað með að skerða í neinu nauðsynlega þjónustu við vitana“. Það sem kom mér kynlegast fyrir sjónir eftirá, var það að ekkert annað skip var fært undir þessa útgerðarstj óm t. d. hafði vitamálastjóri yfir dýpkunarskip- inu Gretti að ráða, hversvegna var það undanskilið? Því í andsk. var það ekki fært undir yfirstjórn Landhelgisgæslunnar líka ? Drifkeðjur og keðjuhjól Flestar stærðir ávallt fyrirliggjandi. Verðið mjög hagstætt. LANDSSMIÐJAN SÍMI 20680 324 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.