Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 29
„1 mínu ungdæmi kunnu ungu stúlkurnar að roðna, þegar mað- ur yrti á þær,“ sagði faðirinn við dóttur sína. „Drottinn minn góður pabbi, hvað sagðirðu við þær?“ Hið sorglega við hin bestu úr- ræði er að þau koma alltaf of seint. Verðbólgan. „Ja, því miður frú, prísarnir hafa stigið um tíu prósent. Þér hafið verið svo lengi að hringsóla hérna inni.“ ák Dómarinn: „Sagði nágranni yðar að þér væruð naut?“ „Ekki beinlínis hr. dómari, en hann sagði að dóttir mín væri kvíga.“ Apropos! Arnarhóll. Úr blaðinu ísafold 28. október 1915. Til hefir staðið, að reisa hið nýja Seðlabankahús á Arnarhóls- túni, á horni Hverfisgötu og Ing- ólfsstrætis. En nú hefir verið bent á, að sú fyrirætlun muni koma alveg í bág við fyrirhugaðan Ing- ólfsminnisvarða á Amarhólstúni og í bág við áður gefin loforð landsstjórnarinnar um landrými þar til minnisvarðans. Margan manninn hefir furðað á þeirri ráðabreytni að fara með Landsbankann úr miðbiki bæjar- ins að nauðsynjalausu og er von- andi, að horfið verði frá því. Robert Schuman, franski stjórnmálamaðurinn, var eitt sinn spurður að því, hversvegna hann hefði aldrei kvænst. „Orsökin til þess var einskær tilviljun,“ svaraði Schumann. __ ?___ „Jú, í samkvæmi var ég svo óheppinn að stíga á tærnar á einni hefðarfrú og hún hvæsti að mér: Aulinn þinn, reyndu að passa á þér lappirnar|“ „Andartaki síðar sneri hún sér að mér og sagði með blíðu brosi: „Eg bið yður innilega afsökunar hr. Schuman. Ég hélt það hefði verið maðurinn minn.“ & „Tókstu eftir svipnum á móð- urinni þegar ég sagði að hún væri eins ungleg og dóttirin?“ „Nei — en ég tók eftir svipn- um á dótturinni!" VlKINGUR 333

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.