Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 34
INGÓLFS APÓTEK Selur lyfjaskrín, Tyrir farþegaskip, vinnustaði, ferðabíla og heimili. INGÓLFS APÓTEK Aðalstræti 4 (Fischersundi). Slmar: 11330 og 24418 ÚTGERÐARMENN! Vér erum umboðsmenn fyrir þýzku Dieselverksmiðjuna KLÖCKNER-HUMBOLT- DEUTZ, stærstu Dieselverksmiðju í heimi, hin elzta og reyndasta í sinni grein. Margra ára reynsla hér á landi. HAMAR HF. Símar: 22123 - 22125 ar raða til að vinna gegn þessu nauðsynlega og sjálfsagða áhuga- máli okkar. Þegar hafnamála- stjóri og verkfræðingar hans dæla sandi úr innsiglingarrennu út í sjóinn, þar sem hann hlýtur að berast inn í rennuna aftur, þegar þeir byggja garða, sem hverfa í djúpið við fyrstu vind- hviðu, og hafa þá ekki hlustað á eða tekið til greina viðvaranir og ráðleggingar heimamanna á staðnum, sem þaulkunnugir eru öllum staðháttum og hafa mikla reynslu og óbrjálað verksvit, þeg- ar þeir sökkva kerum í hafnar- garða, þar sem ætlast er til að viðlegukantur verði að innan- verðu, á svo lausan og ójafnan grunn, að kerið hallast innávið svo að skarpur kantur þess fer undir sjávarmál, og skip sem þar leggjast eiga á hættu að verða fyrir stórtjóni, og þetta ekki lag- fært árum saman. Þegar þeir hafa gert þetta, sem hér hefur verið talið, og fjölda margt fleira af sama tagi, sem ótrúlegt er, en þó satt, að nokkur maður með snefil af ábyrgðartilfinningu skuli láta eftir sig liggja, þá voru viðbrögð löggjafans þau, að semja og sam- þykkja lög - Hafnalögin 1967, sem veita hafnamálastjóra svo að segja einræðisvald yfir öllum hafnamálum. Hann var með öðr- um orðum heiðraður fyrir frammistöðuna. Með þessu var skipstjórnarmönnum gefið eftir- minnilegt kjaftshögg, og efa- laust til þess ætlast að þeir hefðu hægt um sig framvegis. Þegar nokkrir þeirra vildu samt halda áfram að malda í móinn, þrátt fyrir kjaftshöggið, þá var fyrr- nefnd fimmta herdeild viðbúin að eyðileggja þá tilraun, sem henni og tókst, aðallega vegna þess, að úlfseyrun höfðu verið svo vel fal- in undir sauðargærunni, að menn voru alveg óviðbúnir. Einhverjir fleiri en skipstjórn- armenn virðast ekki hafa verið allskostar ánægðir með aðgerðir í hafnamálum. Stofnað hefur ver- ið svonefnt Hafnamálasamband Sveitafélaga ,og vill það fá að leggja orð í belg, þegar gerðar eru áætlanir um framkvæmdir í höfnum úti um landið. Ný hafna- lög voru afgreidd frá Alþingi í apríl 1973. Breytingar frá hinum fyrri lögum einkenndust fyrst og fremst af nútíma kröfupólitík, hærri framlögum frá ríkinu. Varðandi stjórn hafnamála er um kák eitt að ræða. Hafnamála- stjóri er jafn allsráðandi og áður, aðeins aukin skriffinnskan á skrifstofu hans. Hann á að hafa samrað við hafnarstjórnir, hann á að senda þeim áætlanir sínar og gefa þeim tækifæri til athuga- semda. Hann á að leita álits sam- taka skipstjórnarmanna í byr/gð- arlaginu. Hann á að senda stjórn Hafnamálasambandsins áætlanir sínar til umsagnar, og hann á að v^nna að framkvæmdum í sam- ráði við hafnarstjórnir. Ekki einn stafur um það, að honum beri skylda til að fara eftir þeim ráð- legginum, athugasemdum og um- sögnum, sem nefndir aðilar láta frá sér fara. Öll framkvæmd er gerð umfangsmeiri og stirðari, ef fylgja skal þessum lagabókstaf. Það er allt og sumt. Hvað skipstjórnarmenn flutn- ingaskipa áhrærir, þá fengu þeir þá réttarbót, að það er tekið beint fram í lögunum, að það séu eingöngu skipstjórnarmenn úti á landsbyggðinni, sem þeirrar náðar skulu njóta, að vera spurð- ir álits um gerð hafna og staðar- val: Kjaftshöggið áréttað!! Þetta ástand er óþolandi. Lausn má efalaust finna, og gæti þar verið um fleiri en eina leið að ræða. En róðurinn verður þung- ur, þegar þrjóska, skilningsleysi og annarleg sjónarmið blása á móti. En landi verðum við að ná. Skrifað í október 1973. TAn Eiríksson. 338 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.