Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 47
VÉLSKÓLINN Frmh. af bls. 309 haldið annað námskeið nú í haust með um 30 þátttakendum og lauk því í fyri’adag. Þar með hefur verið lagður grundvöllur að símenntun vél- stjóra. Námskeið þessi voru ætl- uð fyrir í’afmagnsdeildai’vél- stjóra eða 4. stigs vélstjóra, en að sjálfsögðu þarf einnig að halda námskeið fyrir eldri vélstjóra með 1. og 2. stigs menntun. Nú, þegar skólastarfið er að hefjast að nýju, er það okkur gleðiefni að hittast aftur. Nem- endur hafa flestir safnað sér reynslu í starfi og hafa væntan- lega fundið, hversu margt þeir eiga eftir ólært og eru óþi’eyju- fullir að afla sér meiri þekkingar. Nýir nemendur, sem eru að hefja feril sinn hér, eru eftirvæntingar- fullir og e. t. v. dálítið kvíðnir. Ég býð ykkur sérstaklega vel- komna í skóla okkar. Ég vona, að ykkur gangi vel að semja ykkur að skólavenjum hér, en þær eru m. a. prúðmannleg fi'amkoma, til- litssemi og umburðarlyndi, og síðast en ekki síst rnikið starf. Allir nemendur hafa sameigin- legt lokatakmark: að verða láns- samir í nýju stai’fi og þjóð vorri til heilla. Ég vona, að þið, sem hefjið nám hér, áttið ykkur fljót- lega á því, að talsverðar kröfur ei’u gerðar til ykkar. Það er ætl- ast til þess, að þið sækið hvei’ja kennslustund, og að þið séuð virk- ir í náminu. Ekki þýðir að láta það á sig fá, þótt sumt virðist flókið og torskilið í fyrstu. Oft þai-f talsverða þrautseigju til að gefast ekki upp. Mikilvægast er að nemandinn geti fylgst með og geri fyi’st og fremst kröfur til sín sjálfs. Það er rnjög varasamt að slá slöku við nárnið í upphafi með það í huga að vinna það upp síð- ar. Að lokum býð ég alla eldi'i nem- endur velkomna til starfa og vona ég, að stai’f Vélskóla Islands verði — með sameiginlegu átaki kenn- ai-a og nemenda — þjóð vorri til heilla. Eg segi Vélskóla íslands sett- an.“ Að lokinni í'æðu skólastjóra tók til máls Steinar Steinsson tækni- fræðingur, en hann hafði orð fyrir þeirn vélstjórum, sem út- skrifast höfðu fyrir 25 árum. Færðu þeir skólanum veglega bókagjöf, að verðmæti um 100.000 krónur, m. a. hið vandaða safn Encyclopaedia Brittannica. Ræddi Steiixar um hina miklu og vaxandi þýðingu tæknimenntunar fyrir íslendinga sem undirstöðu aukinnar framleiðni, en aukin framleiðni væri einmitt eitt okk- ar besta í'áð gegix verðbólgu. Síðan tók til rnáls skólastjóri Hótel- og veitingaskóla íslands, Friðrik R. Gíslason, en skólinn er einnig til húsa í Sjómannaskól- anum. Skýrði hanxx frá því, að mötuneyti mundi verða rekið í vetur fyrir nemendur Vélskólans og Stýrimannaskólans í matsal Sjómannaskólans, er hann mun veita foi’stöðu. Vanþakklátur maður getur oft verið síður lasts vei'ður, en sá, senx gerir góðvei’kið. * Það er engin nxinnkun að beygja sig viljugur, en það er minnkun að láta aðra beygja sig nauðugan. * Mai'gir eiginmenn hafa slopp- ið við að verða að athlægi vegna þess, að eiginkonur þeii'i’a hefir skort kínxxxigáfu. * Hve langt sumarfrí færðu? Tvo mánuði. Svo langt? Já, fyrst fæ ég einn mánuð og svo fær forstjórinn einn mánuð. Úr mötuneyti Sjómannaskólans. Á myndinni eru auk skólastjóra vélskólans Andrésar Guðjónssonar og Steinars Steinssonar, Friðrik R. Gíslason, skólastjóri Hótel- og veitingaskóla Islands. VÍKINGUE 351

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.