Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 18
t MINNING ÁRNI MAGNÚSSON skipstjóri Árni Magnússon skipstjóri ísafirði Vestfirðingar voru lengi, vaskir menn aS stunda sjó. Bóndi hver í góóu gengi, glaður þorsk á færi dró. Þá var sælt aS sækja og hlaóa, silfurbjarma sló á far. Afkomunnar undirstaóa, afli sá er dreginn var. G. í. K. Aðfaranótt hins 24. september þegar fellibylurinn Ellen eyddi síðustu kröftum sínum á þetta land, varð Árni Magnússon skip- stjóri bráðkvaddur, þar sem hann stóð á bryggjunni við Dokkuna, að huga að bát ásamt dóttursyni sínum. Þar lauk lífi manns, sem stundaði sjó í 66 ár samfleytt. Árni var fæddur 28. júlí 1994 á ísafirði. Foreldrar hans voru Júlíana Bjarnadóttir og Magnús Arnórsson. Hann byrjaði til sjós 11 ára gamall á skakbát sem Geysir hét, nánast barn að aldri, þó var þetta enginn barnaleikur þar sem hann hafði þann starfa að elda mat ofan í karlana, sem við færin stóðu. í þá daga var lífsbaráttan hörð og menn margir hrjúfir og hranalegir. Næsta ár fór Árni á annan skakbát sem kallaður var Hákarla-Gunna. 14 ára byrjaði hann svo á mótorbátum. 17 ára lærði hann stýrimannafræði hér á Isafirði. 18 ára verður hann skipstjóri, og er það síðan af og til á fjöl- mörgum skipum meðan hann stundaði sjó. Árni var farsæll og gætinn til sjós, vinsæll og glað- lyndur maður, þótti mönnum gott með honum að vera bæði til sjós og lands. Hann var einn af stofn- endum skipstjóra og stýrimanna- félagsins Bylgjunnar ísafirði ár- ið 1921, en nú eru 6 skipstjórar á lífi af þeim 28 sem að félags- stofnuninni stóðu. Árni kvæntist 1918 Brynjólf- ínu Jensen, eignuðust þau 4 börn, tvo syni og tvær dætur. Auk þess ólu þau upp tvo fóstursyni. Á skilnaðarstundu þakkar Bylgjan Árna heitnum Magnús- syni störf hans í þágu félagsins og þjóðarinnar. Halldór Hermannsson. Nýr.Vinyl SJÓMENN Þetta merki bregst ykkur aidrei Veljið það.-Notið ViNYL-vettl- inga í ykkar erfiða starfi. Starf ykkar krefst sterkustu og endingarbeztu vettlinganna. SJÓKLÆÐAGERÐIN HF. Skúlagötu 51 - Reykjavík Símar: 12063 og 14085. VERZLUN O. ELLINGSEN Elzta og stærsta veiðarfæra- verzlun landsins. Elzta og stærsta skipaviðgerð- « arstöð á íslandi. Tökum á land skip allt að 2500 smálesta þung. Fljót og góð vinna. SLIPPFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK Slmi: 10123 (6 llnur) -Símnefni: Slippen VlKINGUR 322

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.