Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 8
var Guðrún Einarsdóttir útvegs- bónda í Sandgerði, Sveinbjarnar- sonar. Hún lézt fyrir fáum árum og hafði þá ásamt börnum sínum rekið skóverzlun í Bakaríinu. Auk þess ólu þau Arnbjörn og Þórunn upp stúlku, Jónínu Guðlaugu Sig- urjónsdóttur, ættaða af Vatns- leysuströnd. Hún fluttist til Khafnar og bar þar beinin 1935. Tók |nitl í iiieiiiiiiigarinálum Ambjörn Ólafsson tók mikinn þátt í menningar- og framd'ara- málum í Keflavík,sat m.a.ískóla- nefnd og hreppsnefnd (þá er átt við hreppsn. Njarðvíkurhrepps gamla, sem 1908 var sameinaður Keflavíkurkauptúni). Hann lézt í Kaupmannahöfn á ferð heim frá fiskiráðstefnu í Bergen 30. júlí 1914, en þangað fór hann fyrir Fiskifélagið, sem þá var nýlega stofnað. Eftirfarandi segir um Arn- björn í Ægi 1914: (minningar- grein) : ,,Hann var hár maður vexti og vel limaður, gæfulegur og góðmannlegur á svip með greindarlegt yfirbragð, enda var hann maður vel greindur og vel að sér í ýmsum fræðum og tók allmikinn þátt í almennum mál- um. Hann var einkar dagfars- prúður, vinfastur, ráðhollur og hjálpsamur öllum þeim, sem leituðu til hans, gestrisinn og mjög skemmtilegur í viðræðum. Hann ávann sér því bæði vináttu og virðingu hinna mörgu bæði innlendra og útlendra, sem kynnt- ust honum. Hann var búsýslu- maður mikill, einkum í öllu er að fiskveiðum lýtur, og í hinum margbreyttu störfum, sem hann hafði með höndum til sjós og lands, sýndi hann bæði kapp, ráð- kænsku og dugnað og framúr- skarandi rósemi og úrræði. Kom það m. a. í ljós, þegar hann fyrir allmörgum árum síðan bjargaði heilli skipshöfn af enskum botn- vörpungi frá drukknun „fyrir Söndunum". Sæmdi útgerðarfélag botnvörpungsins hann með skrautrituðu þakkarávarpi og mjög vönduðu gullúri fyrir hans bjargráð, enda hafði skipstjórinn talið víst, að öll skipshöfnin hefði farist, ef Ambjörn hefði ekki ver- ið þar innanborðs, og lagt á ráð- in, hvernig öllu skyldi haga, er skipið var strandað. Hann var jafnrólegur þó hann horfði í aug- un á dauðanum, og kjarkurinn óbilandi. Hann var gæfumaður og heppnaðist allt sem hann tók sér fyrir hendur, hann virtist jafn- vígur á allt. En ég hygg að hann hafi lagt mestan hug á fiskveiðar og vildi afla sér sem mestrar þekkingar á öllu því, er laut að þeirri grein. Arnbjörn var frjálslyndur i skoðunum sínum og ættjarðar- vinur mikill, fylgdi hann jafnan þeim flokki stjórnmálamanna, sem djarflegast börðust fyrir frelsi og sjálfstæði lands vors, og var góður og einbeittur liðsmaður í þeim hóp. Hann hataði kúgun, áþján og öll óeðlileg bönd hverju nafni sem nefnast, og sömuleiðis óhreinlyndi og ódrengskap, enda var hann sjálfur hreinskilinn, og jafnframt því gætinn í orðum og drengur góður“ Meðan hann var vitavörður átti hann sæti í Hreppsnefnd Hafnahrepps, og var jafnframt hreppsstjóri. Eig- inkona Arnbjörns lézt að heimili þeirra í júlí árið 1912. llj'rjað á vilaliyggiiigiiiuii Sumarið 1878 var byrjað á byggingu vitans á Reykjanesi. Borgaði ríkissjóður Dana ljósker- ið, kr. 12.000,00, en landssjóður Islands allt annað. Árið 1875 hafði alþingi ritað konungi „allra- þegnsamlegast ávarp um að hans hátign allramildilegast vildi sjá svo fyrir, að fé yrði veitt úr ríkis- sjóði til vitagjörðar á Reykjanesi m. m.“, þar sem vitagerðir heyrðu undir flotamálaráðuneyti Dana og þar með til sameiginlegra mála ríkisins, en ekki hinna sérstöku mála íslands eftir „stöðulögun- um“. Ekki gat þó stjórnin að- hyllzt þá skoðun, en veitti fé til kaupa á sjálfu ljóskerinu með speglum og fleira, sem tilheyr- ir. Aftur var vitamálið tekið fyrir á næsta alþingi, 1877, en þá voru þing haldin annað hvert ár. Þórunn Bjarnadóttir. Arnbjörn Ólafsson. VÍKINGUE 360
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.