Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 50
SJÓMENN Þetta merki bregst ykkur aldrei Veljið það.- Notið VINYL-vettl- inga í ykkar erfiða starfi. Starf ykkar krefst sterkustu og endingarbeztu vettlinganna. SJÓKLÆÐAGERÐIN HF. Skúlagötu 51 - Reykjavík Símar: 12063 og 14085. ÚTGERÐARMENN ! VÉLSTJÓRAR! SHELL R I M U LA SHELL TALONA SHELL ROTELLA ERÚ FRÁBÆRAR SMURNINGSOLÍUR OLÍUFÉLAGIÐ SKELJUNGUR HF. Einkaumboð fyrir „SHELL" vörur. NÁTTÚRUAUÐÆVI Á HAFSBOTNI AUÐÆVI ÁA OG VATNA í Sovétríkjujnum eru hafnar umfangsmiklar rannsóknir á náttúruauðæfum hafsbotnsins. Þegar hafa fundizt í Eystrasalti sandlög, sem innihalda ilmenít (samband járns og títans), rútíl (títanoxýð) og zirkon. Svartahaf- ið geymir magnetít og títan- magnetít, í Asófshafi og íshafinu finnst járngrýti. Um 0,5—0,7 km fjarlægð frá strönd Eystrasalts liggja 630— 800 m breið og 1,5—2,3 m þykk málmauðug sandlög, frá 1,5 upp í 17 km á lengd. Innihald sands- ins af ilmeníti, rútíl og zirkon veltur á 30—150 gr./m3. Sumarið 1966 hófst fyrsta vinnslan til reynslu með um- byggðum sanddælum. Úti fyrir Liepaja, þar sem sjórinn er grunnur og sandlagið 0,3—1 m þykkt náðist árangur, sem bendir til þess að þessi aðferð við málm- nám sé sýnu ódýrari en námu- gröftur eða málmbrot o. þ. h. Ár- angurinn hefur reyndar lofað svo góðu, að ákveðið hefur verið að hefja tilraunavinnslu á rafi, sem liggur úti á 7—8 m dýpi. Loks er ástæða til að ætla, að botninn hafi tin, gull og ýmis fleiri verð- mæt efni að geyma. Sogdælunum er beitt á þann hátt, að engin hætta er á að baðstrendur eða annar fjörusandur skolist burt. í Savrtahafi liggur hið magnet- auðuga lag á breiðu belti, 250 km löngu í 1—2 km fjarlægð frá ströndinni. Ennfremur finnst tít- an í norð-vesturhluta hafsins. Árið 1969 voru teknar prufur úti fyrir Batúmi. Það kom í ljós, að sandurinn var auðugri af magnetíti, en sá málmur, er brot- inn er á þurru landi. Og því lengra, sem niður kom í hafsbotn- inn, þeim mun meira varð magn- etítinnihaldið. Mestar vonir eru þó bundnar við landgrunnið á íshafssvæðun- um og við Kyrrahafsströnd. Jarð- fræðirannsóknir á til samans um 4 milljón ferkílóetra svæði norð- an heimskautsbaugs hafa leitt í ljós, að t. d. í Norðuríshafsgrunn- inu er mikið tinmagn. Þá er Van- kina Gúba í Jakútíu næstum al- þakin kassíteríti (tinoxýði), sem venjulegur uppskipunarprammi getur grafið upp með afar ein- földum útbúnaði. Tinauðugt er einnig svæðið við höfðann Svatoj Nos („Heilaganef"), Laptev-sund og miklu víðar. Þau jarðfræðilegu skilyrði eru fyrir hendi, að búast má við að á landgrunninu muni einnig finn- ast sameiginleg kasserís-, magn- etít- og rútíllög. Og í neðri hluta farvegs fljótanna Kolyma, Léna, Anabora o. fl. er líklega gull, platínu og demanta að finna. Auðæfi áa og vatna. Sovézkur líffræðingur, K. Bab- ajan, fjallaði í grein í Prövdu um þróun fiskiveiða í fersku vatni á tímabili hinnar nýju fimm ára áætlunar, eða fram til ársins 1975. Aðalatriðið er — skrifar VÍKINGUR 402
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.