Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Side 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Side 50
SJÓMENN Þetta merki bregst ykkur aldrei Veljið það.- Notið VINYL-vettl- inga í ykkar erfiða starfi. Starf ykkar krefst sterkustu og endingarbeztu vettlinganna. SJÓKLÆÐAGERÐIN HF. Skúlagötu 51 - Reykjavík Símar: 12063 og 14085. ÚTGERÐARMENN ! VÉLSTJÓRAR! SHELL R I M U LA SHELL TALONA SHELL ROTELLA ERÚ FRÁBÆRAR SMURNINGSOLÍUR OLÍUFÉLAGIÐ SKELJUNGUR HF. Einkaumboð fyrir „SHELL" vörur. NÁTTÚRUAUÐÆVI Á HAFSBOTNI AUÐÆVI ÁA OG VATNA í Sovétríkjujnum eru hafnar umfangsmiklar rannsóknir á náttúruauðæfum hafsbotnsins. Þegar hafa fundizt í Eystrasalti sandlög, sem innihalda ilmenít (samband járns og títans), rútíl (títanoxýð) og zirkon. Svartahaf- ið geymir magnetít og títan- magnetít, í Asófshafi og íshafinu finnst járngrýti. Um 0,5—0,7 km fjarlægð frá strönd Eystrasalts liggja 630— 800 m breið og 1,5—2,3 m þykk málmauðug sandlög, frá 1,5 upp í 17 km á lengd. Innihald sands- ins af ilmeníti, rútíl og zirkon veltur á 30—150 gr./m3. Sumarið 1966 hófst fyrsta vinnslan til reynslu með um- byggðum sanddælum. Úti fyrir Liepaja, þar sem sjórinn er grunnur og sandlagið 0,3—1 m þykkt náðist árangur, sem bendir til þess að þessi aðferð við málm- nám sé sýnu ódýrari en námu- gröftur eða málmbrot o. þ. h. Ár- angurinn hefur reyndar lofað svo góðu, að ákveðið hefur verið að hefja tilraunavinnslu á rafi, sem liggur úti á 7—8 m dýpi. Loks er ástæða til að ætla, að botninn hafi tin, gull og ýmis fleiri verð- mæt efni að geyma. Sogdælunum er beitt á þann hátt, að engin hætta er á að baðstrendur eða annar fjörusandur skolist burt. í Savrtahafi liggur hið magnet- auðuga lag á breiðu belti, 250 km löngu í 1—2 km fjarlægð frá ströndinni. Ennfremur finnst tít- an í norð-vesturhluta hafsins. Árið 1969 voru teknar prufur úti fyrir Batúmi. Það kom í ljós, að sandurinn var auðugri af magnetíti, en sá málmur, er brot- inn er á þurru landi. Og því lengra, sem niður kom í hafsbotn- inn, þeim mun meira varð magn- etítinnihaldið. Mestar vonir eru þó bundnar við landgrunnið á íshafssvæðun- um og við Kyrrahafsströnd. Jarð- fræðirannsóknir á til samans um 4 milljón ferkílóetra svæði norð- an heimskautsbaugs hafa leitt í ljós, að t. d. í Norðuríshafsgrunn- inu er mikið tinmagn. Þá er Van- kina Gúba í Jakútíu næstum al- þakin kassíteríti (tinoxýði), sem venjulegur uppskipunarprammi getur grafið upp með afar ein- földum útbúnaði. Tinauðugt er einnig svæðið við höfðann Svatoj Nos („Heilaganef"), Laptev-sund og miklu víðar. Þau jarðfræðilegu skilyrði eru fyrir hendi, að búast má við að á landgrunninu muni einnig finn- ast sameiginleg kasserís-, magn- etít- og rútíllög. Og í neðri hluta farvegs fljótanna Kolyma, Léna, Anabora o. fl. er líklega gull, platínu og demanta að finna. Auðæfi áa og vatna. Sovézkur líffræðingur, K. Bab- ajan, fjallaði í grein í Prövdu um þróun fiskiveiða í fersku vatni á tímabili hinnar nýju fimm ára áætlunar, eða fram til ársins 1975. Aðalatriðið er — skrifar VÍKINGUR 402

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.