Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 48
skotið reið af. Simkins hafði
álitið, í fyrstu, að einhver væri
að skjóta önd.
„Um miðja nótt“, sagði stúlk-
an, með háðskri röddu.
Simpkins hafði munað eftir
því, að endurnar búa um sig á
nóttunni — munað eftir því eftir
á. Þá hafði hann gengið yfir til
Burnetts, til þess að sjá, hvað
Burnett væri að gjöra. Það var
enginn þar. Burnett, sem bjó
einn í húsinu, hafði heyrt skotið,
líka heyrt það, sagði hann, þegar
hann var í eldhúsinu í náttfötun-
um sínum, með mjólkurglas í
annarri hendinni. Hann hafði
ekki hugsað neitt um endur, held-
ur um rifrildi í húsi, hálfa míl'u
í burtu — rifrildi, og hótandi
orðaskak piltsins.
Bumett hafði klætt sig, og
gengið rólega til húss Drakes —
gengið, vegna þess að bíll hans
var á verkstæði, því það þurfti
að mæla hann upp; hann gekk
rólega, því hann þurfti ekki að
flýta sér. Lögreglan var komin
þangað á undan honum, en ekki
löngu á undan.
„Einhver annar þá,“ sagði
stúlkan. „Ekki Ned. Einhver,
sem hafði brotist inn?“
„Ef til vill,“ sagði Heimrich.
(En það var ekkert, sem benti til
þess að brotist hefði verið inn,
eða það reynt.) „Allt í lagi,“
sagði hann. „Við munum halda
áfram með þetta á morgun.“
Hann leit á úrið sitt. „Seinna í
dag,“ sagði hann. Þau urðu undr-
andi, og það líkaði Heimrich vel.
Hann reiknaði með því, að ef þau
yrðu látin bíða svolítið, þá myndu
þau koma fram með það sanna í
málinu. Heimrich er maður, sem
verðlaunar tilraunir hinna gi’un-
uðu til þess að fegra málstað sinn.
Hann lét þeim það eftir.
Jason Burnett hafði beðið.
Hann sat í hægindastól á svölun-
um. Heimrich fór út á svalirnar,
og Burnett stóð á fætur og sagði,
„Þú þarfnaðist mín ekki?“
„Nei,“ svaraði Heimrich.
„Þetta var eins og þú sagðir.“
,PiIturinn?“ spurði Burnett, og
röddin var eymdarleg. „Ég var
400
að vona, að hann hefði.“ Burnett
lauk ekki við setninguna. Heim-
rich sagði, að það liti svo út, sem
það væri pilturinn. Axlir Bum-
etts féllu niður. Hann gekk nokk-
ur haltrandi skref.
„Ég skal aka þér heim,“ sagði
Heimrich.
Það tók aðeins nokkrar mín-
útur að aka lögreglubílnum til
hins netta, litla, en mjög svo ný-
tízkulega húss, sem Burnett bjó
í, og hafði búið í einsamall, síðan
konan hans dó. „Viltu ekki fá þér
nætursopa?" spurði Burnett,þeg-
ar bíllinn stanzaði. Heimrich hik-
aði við, en ákvað svo að hann
myndi þiggja eitthvað mikið og
kalt.
Burnett kveikti ljósin, og haltr-
aði yfir setustofuna yfir að eld-
húsinu. Heimrich beið rólegur.
Eldhúsið var mjög bjart.
Heimrich leit í kringum sig í eld-
húsinu, á meðan Bumett náði í
ís út úr stóra ísskápnum. Mikið
af heimilistækjum, fyrir mann,
sem bjó einsamall — frystiskáp-
ur, með breytilegu hitastigi, upp-
þvottavél og þvottavél. „Ég er
búinn að setja húsið í sölu,“ sagði
Bumett. „Það er mér ekki til
mikils gagns — ekki núna.“
Það var breiður gluggi yfir,
þar sem áhöldin voru. Heimrich
leit út í myrkrið.
„Þú hefur ekki haldið að Simp-
son og hundurinn hans, væru
svona nærri mér, gerðirðu það?,
spurði Burnett, þar sem hann
stóð við hlið hans. „Það er gott
fyrir mig, að þeir voru það, ekki
satt?“ Hann leit á Heimrich.
„Og,“ sagði hann, „að Harry var
einmitt þá á gönguferð með
hundinn sinn.“ Hann brosti lítið
eitt, og fékk sér sopa af drykkn-
um. „Það gæti skeð að þú hefðir
fengið hugmyndir, ef svo hefði
ekki verið, ekki satt?“
„Sjáðu nú til, Burnett,“ sagði
Heimrich, og lagði drykkinn frá
sér á hina þægilegu hillu. „Þú ert
að hugsa um líftrygginguna. . “
Og þá þagnaði hann, og laut nið-
ur, og Bumett leit á hann for-
vitnisaugum.
„Ertu að elda eitthvað í kvöld,
Burnett?“ spurði Heimrich.
„Hefur augsýnilega ekki gert
það í morgun. Þú varst í borg-
inni í morgun.,, Klukkan —“
Hann beygði sig áfram, og skoð-
aði aftur hina mörgu takka og
stillingar á rafmagnstækjunum.
„Klukkan um það bil tíu mínútur
fyrir ellefu?“
Heimrich leit ekki á Burnett,
aðeins á stillingamar.
„Til þess að vera búinn að elda
klukkan tíu mínútur fyrir klukk-
an ellefu," sagði Heimrich. „Eft-
ir að hafa eldað í tuttugu mínút-
ur. Þannig var það áætlað. Og
halda síðan áfram kl'. 10,30. Og
— ekki ofninn. Ekki ein af hrað-
suðuplötunum.“ Hann benti á
takkaröðina, sem var notuð til
þess að velja sambandið sjálf-
virkt. „Leiðslan,“ sagði Heim-
rich, og benti á það, sem hann
átti við — klóin, sem passar í
aðalmælaborðið á vélinni; sú,
sem er merkt „Auto.“
„Lagarðu kaffi í kvöld, Burn-
ett? Eða — kveikir ljós? Lampi
settur í samband? Látinn loga kl.
10.30, þegar Simpkins er vanur
að fara með hundinn sinn í
gönguferð, á hverju kvöldi? Eins
og klukka, segir hann. Og af stað
tíu mínútur fyrir ellefu, þegar
meðeigandi þinn er dauður? Hve
há er líftryggingin, Burnett?"
Bumett starði inn í ofninn —
ekki á Heimrich. Á ofninn.
„Já,“ sagði Heimrich. „Okkur
verður öllum á að gera mistök.
Gleymdir að setja það aftur, er
það ekki? Setja lampann aftur á
sinn stað. En gleymdir algjör-
lega ofnastillingunum." Hann
gaf frá sér hljóð með tungunni
og tönnunum, hljóð sem næstum
líktist samúð. Síðan sagðist hann
ætla að nota síma Burnetts, ef
Burnett væri sama. Og Burnett
byrjaði að bölsótast og virtist,
þótt undarlegt megi virðast, böl-
sótast við sjálfvirkan rafmagns-
ofn.
Jason Burnett var á leiðinni til
Carmel, héraðs í Putney, í New
York ríki, og var að tala við að-
stoðar-héraðslögmann. Heimrich
ætlaði að hitta þá þar, en fyrst
VÍKINGUR