Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 40
en nokkuð mun vera um það að börn kjósi sér uppáhaldsskip, sem þau hafa samband við og senda jólagjafir til. Það var ekki laust við stemmn- ingu, meðan vetrið var að útdeila jólagjöfunum, að minnsta kosti örlaði á einhverju, sem slakaði á hinu þvíngaða andrúmslofti í skipstjóraíbúðinni. Ég held því, að þessar smágjafir hafi sitt gildi, þrátt fyrir allt, og er út- deilingunni var lokið, bauð skip- stjórinn gleðileg jól og var skál- að fyrir jólunum og samkvæmið leystist upp í þeirri hræsni, sem hverjum og einum var gefin. Við jólaborðið voru allir með hund. 2. meistari var meira að segja óvenju geðillur og reifst við menn af minnsta tilefni og reyndar við alla, sem yrtu á hann. Hann kvað upp dóma yfir hinum ýmsu réttum, sem inn voru bornir. Sósan fékk verstu útreiðina, allt að því dauðadóm. — De kan ingenting lave de dum- me abekatte derude, sagði hann fyrirlitlega og gætti þess, að til hans heyrðist fram í eldhúsið. Þó fékk hrísgrjónabúðingurinn næstum sömu útreið. Kartöflu- mús! æpti sá gamli og hló hæðn- islega að þessum óþverra, sem átti nú að neyða oní skipshöfn- ina. Mér fannst maturinn bara ágætur, og það held ég að hinum hafi fundizt líka. Ég flýtti mér að borða til að losna sem fyrst og það held ég að hinir hafi gert líka. Eitthvað lá í loftinu, sem ekki er hægt að skýra, en við f undum að þetta kvöld var í raun- inni glatað. Það, sem við vorum að leita að, var ekki hér. Hinir huldu töfrar jólagleðinnar myndu áreiðanlega sigla hjá þessu drúngalega skipi, sem bundið var við klappirnar í Bot- wood á aðfángadagskvöld, og á leiðinni frammí eftir matinn horfðist ég í augu við stjömum- ar, sem tindruðu og spegluðust í svellunum í fjarðarbotninum. Já, það var jólanótt og þú verður 392 svo óendanlega einn. Þú slekkur ljósið og vakir í myrkri í von um að sofna svolitla stund og losna frá þjáningu þinni og kvöl. Klukkan 10 um kvöldið var barið að dyrum hjá mér. Það var Aravena, þjónn. Ég var beðinn að koma í setustofu yfirmanna, því þar biðu veitíngar. Ég reis á fætur og þakkaði fyrir. Búið var að skreyta stórt jólatré og koma því fyrir í setustofunni og borð- in voru hlaðin sæl'gæti. Nóg var um drykkjarföng, öl, snaps, port- vín, koníak og gin. Líka whisky og sódi. Ávextir og fjölskrúðugt konfekt. Allir vom meira og minna kenndir og menn voru byrjaðir að segja sögur. 3. meist- ari hafði siglt fyrir Asíufélagið Ö. K. og sagði frá jólahaldi á einu Austurlandafarinu, sem var á leiðinni til Bangkok. Meirihluti skipshafnarinnar dansaði nakinn á 3. lúgunni, viti sínu fjær af hita og brennivíni og maskin- cheffinn sagði af sér almennar stríðssögur, einsog hann var van- ur, frá því, þegar hann gekk í viku með þúng járnstykki í vös- unum útá Möltu og geymdi tenn- urnar í skrifborðsskúffunni, því hann óttaðist, að nokkrir kyndar- ar, sem hann hafði rekið, hyggð- ust hefna þess í héraði. Hann sagði okkur líka skemmtilegar lygasögur af geddum í Suður- Svíþjóð, sem voru svo gráðugar, að þær átu sauðfé og hunda, sem hættu sér of nærri árbökkunum. — Þær verða tveir og hálfur metri á lengd, sagði hann og fékk sér aftur í glasið. Cheffinn er ágætiskall og mikið uppá sögur. Þessi kvöldstund var skemmti- leg og þegar klukkan var farin að halla í tólf, bauð ég góða nótt og eftir að hafa farið í smá eftir- litsferð um skipið og gefið næt- urvaktinni fyrirmæli, hugðist ég leggjast til svefns. Monzon vakt- maður var sammála mér um það, að betra væri að hafa gott eftir- lit í nótt, því víða væri setið að drykkju og hann reyndi að koma í veg fyrir, að ég fyndi af honum koníakslyktina. Þegar ég var á leiðinni til ká- etu minnar, gekk ég framhjá borðsal brytans og yfirkokksins; þar sátu þeir félagar að snæð- ingi, en þeir höfðu varla gefið sér tíma til að borða fyrr en nú. Þeir buðu mér inn og báðu mig að þiggja glas af Rínarvíni. Gamli kokkurinn, Wentzel-Hansen var sýnilega dauðþreyttur og þegar hann settist aftur að borðinu, eftir að hafa dregið mig inn horfði hann alsæll á jólaborðið og sagði við hovmeistarann: — Ó guð! Hann gat varla leynt hrifningu sinni. Þér hugsið svo vel um alla hovmeistari. Hvað við lifum nú dýrðleg jól, og hann hellti góðum slurk í glasið. Og líka blóm og jólagjöf, hélt hann áfram og rödd hans hafði feingið eitthvert himnaflug. Hvað þetta er yndislegt vín, hélt hann áfram hrifinn. Nei hann vildi ekki gæs. Búinn að fá nóg að horfa á þessar sjö jólagæsir í ofninum í allan dag. Ég ætla bara að fá mér brauð og vín og svo auðvitað svolítið af rækjum. Á eftir fæ ég mér svo kaffi og koníak. Wentzel-Hansen var ekki einn þeirra manna, er láta jólin fara framhjá sér, í súginn, og hann fór að segja okkur frá ýmsum yndislegum jólum, sem hann hafði upplifað á sjónum — og svo saup hann auðvitað drjúgt á flöskunni inní milli. Vinur hans hovmeistarinn varð þungur á brúnina og honum varð tíðlitið á glasið, sem alltaf var tómt og á flöskuna, sem nú lækkaði í óðfluga og hann sagði: — Ég held þú leikir þér að því að drekka þessa flösku upp í kvöld Wentzel-Hansen, því hann vissi, að sá gamli drakk allt, sem hann komst yfir. Wentzel-Hansen horfði forviða á vin sinn. Hann var særður og hann sagði, að það væri nú ó- mögulegt að sitja með honum á jólunum, ef hann ætlaði að fara að telja í sig, og svo fóru þeir að jagast. Það eru sérstök stílbrögð, sem þeir brúka í jaginu, hovmeistar- VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.