Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 29
TAHITI un á V.-hveli jarðar. og bar upp frá því heitið Venusaroddi (á 17° 29'S 149°29'V). Captain Cook rannsakaði síðan eyjuna og end- urskýrði hana sínu upprunalega nafni Otahiti. Árið 1772 fóru Spánverjar á stúfana og sendu þangað leiðang- ur stjórnað af Don Domingo Bon- echea. Árangur þess varð að tveim árum seinna var reynt að leggja undir sig eyj arnar með trúboðum. Áður en sú ferð var gerð kom Captain Cook þar og var við öllu búinn. Hann kom þar líka í síðustu ferð sinni árið 1777. Nú liðu 11 ár án þess að Ev- rópumenn kæmu á Tahiti og þá kom Liutenant Bligh þangað á „Bounty", sem leiddi svo til hinn- ar sögufrægu uppreisnar. Það sakar ekki að rifja upp helstu atriðin um afdrif mannanna. Þegar búið var að setja Bligh í bátinn ásamt átján körlum, fór hann sína afreksferð í opnum báti 3600 sjóm. á 42 dögum, kom hann þá til Kupang á Timor sem er ein af kryddeyjunum í Indónesíu. Annað eins var ekki leikið eftir fyrr en Joshua Slocum sem sigldi einn á kænu sinni, bát sem hann hafði srníðað sjálfur kringum all- ann hnöttinn árin 1896-7. Þá fór hann á svipuðum breiddargráðum 2600 sjóm. á 23 dögum frá Fimmtudagsey til Cocos Keeling eyjar. Fletcher Cristian stýri- maður fór á ,,Bounty“ aftur til Tahiti til þess að sækja kven- fólk. Fjórtán menn af skipinu skildi hann eftir og sigldi til hafs, enginn vissi hvert. Captain Edwards á herskipinu „Pandora" var sendur að leita uppi „Bounty". Hann leitaði lengi og vel en án árangurs. Hann hirti þá fjórtán, sem eftir voru á Ta- hiti og hugðust sigla með þá til Englands en strandaði skipinu við Torres-sund og sumir voru étnir af villimönnum. Þeir af „Bounty“-mönnum, sem um síðir komust lifandi til London voru dæmdir. Þess má geta að Bligh var gerður að Governor yfir New South Wales í Ástralíu. Svo leið og beið og ekkert spurðist af „Bounty“. Árið 1808 var Mahew nokkur Folger skipstjóri að leita að sel og kom á Pitcairn-eyju, sem hann áleit í eyði. Þar hitti hann fyrir skipshöfnina af „Bounty“ og fjöl- skyldur þeirra. Folger hafði á burt með sér klukku og azimut áttavita úr „Bounty“, sem sönn- unargögn en skipinu höfðu skips- menn strandað og brennt síðan svo engin furða var þótt það fyndist ekki. Nú fjölgaði ferðum til Pitcairn en ekkert var gert í því að sækja mennina til saka. Árið Í856 voru afkomendur uppreisnarmanna orðnir 192 að tölu svo eyjan gat tæplega brauðfætt þann fjölda. Þeim var þá gefin Norfolk-ey, sem er miðja vegu milli Ástralíu og Nýju Caledoniu, á svipaðri breidd og Brisbane. Þeir voru svo fluttir allir í einu lagi á skipinu „Morayshire". Þeir undu sér ekki allir á þess- ari nýju ey til lengdar. Sextán snéru aftur þrem árum seinna og þegar þeir komu aftur til gömlu heimkynnanna var orðið þar krökkt af geitum, alifuglum, kindum og 52 nautgripir. Fimm árum seinna fluttu svo 24 til við- bótar frá Norfolk til Pitcairn. Svo fór þeim fjölgandi á ný og árið 1954 voru íbúarnir orðnir 165. Núna nýlega las ég í Pacific Islands Trade News lát afkom- anra Fletcher Cristians í 7. lið á Pitcairn. Hann varð 77 ára. Þá snúum við okkur aftur að Tahiti. Eftir að „Bounty“-menn höfðu verið þar gekk á ýmsu. Margir frægir landkönnuðirhöfðu þar affararstað í leiðangra sína og eftir 20 ára þrotlaust starf tókst brezkum trúboðum loks að troða syndinni uppá þessi nátt- úrubörn og töldu að trúboðið hafi borið árangur. Fransmenn tóku við að prédíka og notuðu svolítið vopnin líka, þvinguðu Pomaré arottningu að undirrita sáttmála um frjálsræði Frakka á eyjunum og árið 1887 tókst þeim að sölsa undir sig allar eyjarnar. Þeir innfæddu á Isles de la Société kallast allir Tahitians. Þeir eru upprunalega af Maori kyni og frægir fyrir andlits og líkamsfegurð. Vegna þess að veðráttan hæfir vel Evrópubúum er gizkað á að Spánverjar hafi sest að á eyjunum á 17. og 18. öld og það hafi frekar bætt kynið. Ekki hafa þeir samt skemmt inn- rætið því eitt af því sem eykur mest þokka eyjanna er viðmóts- þýða og falsleysi íbúanna. Aðsiglingin til Tahiti, eftir að hafa komið á nokkrar Suðurhafs- eyjar á víð og dreif, var nokkurs- konar opinberun, þegar Tahiti birtist í allri sinni tign, ásamt systureynni Moorea. Þegar vio nalguðumst eyjarnar var loftið mjög tært, sem er óvenjulegt í hitabeltinu. Þægileg- ur ilmur barst frá landinu. Þegar við komum nær gáturn við betur virt fyrir okkur tindótt fjöllin, þrönga gróðursæla dali og þokka- legar byggingar á opnum svæð- um. Sumstaðar voru bátar við fiskveiðar og á skemmtisiglingu. Báðar eyjarnar eru hálendar, tveir tindar rísa hæðst á aðaleyju Tahiti, sem heita Orohena og Aorai. Þeir eru 2442 m og 2262 m háir, sem sagt aðeins hærri en Öræfajökull. Austantil á eynni er nokkurt láglendi sem skiftir henni í hluta sem kallast Tahiti Nui og Tahiti Iti. Vegur liggur allt í kring um Tahiti Nui sem er 115 km. langur, út frá honum eru margir afleggjarar. Þegar ekið er um eyjuna sést að þetta er sam- felldur aldingarður, — mér ligg- ur við að segja, — Paradís á Jörðu. Stærsti bær Tahiti heitir Papeete og er á NV-verðri eynni. íbúatala um 30 þúss. Það er afar snotur bær og þrifalegur. Flug- völlurinn er 7 km frá miðbænum, um hann er mikill ferðamanna- straumur, sem er stöðugt að auk- ast þótt verðlagið sé hátt. Áður var það aðeins vel efnað fólk, sem hafði efni á að korna og dvelja þar. Nú eru að komast á ódýrari hópferðir eins og annarstaðar í VIKINGUR 381
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.