Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 46
SMÁSAGAN
„UM MIÐJA NÓTT“
Framundan opnum hjara-
gluggunum á húsi Myron Drake
við Oak Hill, var andvari nætur-
innar mjúklegur, og hægur af
þunga loftinu. Hávaðinn var
endurtekinn, af ískrinu í hunda-
dagatrjánum, sem blandaðist
honum.
H. L. Heimrich, kapteinn í
Ríkislögreglunni í New York,
sagði ,,þakka þér kærlega Bum-
ett,“ við þykkvaxinn mann, rúm-
lega fertugan. „Við metum mik-
ils hjálp þína.“
Jason Burnett stóð á fætur.
Hann hikaði. „Ég vona, að þetta
eigi ekki eftir að koma drengn-
um í vanda,“ sagði hann. „En —
ég átti ekki annarra kosta völ.“
Hann hikaði enn — beið, hugs-
aði Heimrich, til þess að full-
vissa sig á ný.
„Engra annarra kosta völ,“
sagði Heimrich, og gaf honum
með því það svar, sem hann beið
eftir að fá. „Það var auðvitað
ekkert annað, sem þú gazt gjört.
Ekki, þegar um morð var að
ræða.“
Burnett hneigði höfuð sitt of-
urlítið, óánægjulega. Hann gekk
yfir setustofuna að dyrunum.
Hann var haltur. „Meðal ann-
arra orða,“ sagði Heimrich,“ er
þér sama þótt þú hinkrir við, á
meðan við tölum við piltinn?"
Ef þeir gefa honum tíma ....
Frances & Richard Lockridge:
Burnett hristi höfuðið, og
haltraði til dyranna.
„Alít í lagi,“ sagði Heimrich
við Charles Forniss, liðþjálfa.
„Við tölum við piltinn, núna.“
Foi’niss fór inn í annað herbergi,
og kom til baka með Ned Drake,
sem hafði fyrir um það bil tveim
stundum komið að föður sínum
myrtum. Eða sagðist hafa gjört
það. Hann hafði rifizt ofsalega
við föður sinn fyrr um kvöldið.
Eða Jason Burnett, sem hafði
rekið sama fyrirtæki og faðir
hans, sagði að hann hefði gjört
það. Burnett sagðist sjálfur hafa
verið frammi í eldhúsi að blanda
sér drykk og hafi verið þar allan
tímann, á meðan rifrildið stóð
yfir. Það var það, sem honum
fannst hann þurfa að segja frá.
Ned Drake var með mjúkt,
ljósleitt hár, sem virtist eins og
skina í ljósinu frá lampanum.
Varir hans titruðu lítið eitt.
Ennþá drengur, hugsaði Heim-
rich — drengur þó orðinn 21, og
eiginmaður í þrjár vikur. Grann-
vaxinn, taugaóstyrkur, laglegur
drengur.
„Segðu mér, hvað skeði,“ sagði
Heimrich. „Við skulum byrja á
rifrildinu við föður þinn, þessu
rifrildi um eiginkonu þína. Burn-
ett segir að það hafi verið rétt
eftir átta í kvöld.
Pilturinn fékk sér sæti. Hann
bar mjóar hendur sínar fyrir
andlit sér, rétt eins og honum
fyndist ljósið skaða augu sín.
Hann kinkaði hægt kolli, en and-
lit hans sást þó greinilega.
„Pabbi var dáinn, þegar ég
kom þangað,“ sagði Ned Drake.
„Hann lá á gólfinu, með höfuðið
. ... “ Hann lauk ekki setning-
unni; langur titringur lék um
hans granna líkama.
„Pabbi sagði, að hún væri
einskis nýt,“ sagði pilturinn.
„Væri að sækjast eftir pening-
um. Engu öðru. Það var alls ekki
satt. Ekki um Doris. Hún er. .“
En hann lauk ekki við setning-
una.
Þetta tók tíma, tók á þolin-
mæðina. Rifrildinu var ekki
neitað. Ef til vill hafði hann æst
sig svolítið upp, viðurkenndi pilt-
urinn. Ekki vegna þess, sem fað-
ir hans hótaði, sem var það, að
gjöra hann arflausan, ef hann
yfirgæfi ekki stúlkuna. Heldur
vegna þess, sem Myron Drake
hafði sagt við son sinn um stúlk-
una. „Klúryrði,“ sagði pilturinn.
„Eg sagði honum að hann mætti
gjöra sem hann vildi með pening-
ana....“
En hann fór aftur út af laginu.
Heimrich gaf honum meiri tíma.
Ned Drake hafði sagt föður
sínum, hvað hann gæti gjört við
peningana sína, og hafði farið
aftur í Old Stone veitingahúsið
í Vave Brunt, til þess að segja
sinni nýju eiginkonu, hvað komið
hefði fyrir. Og hann hafði komið
að tómum kofanum, pakkað sam-
an og farið. Hann hafði hringt
í nokkra staði. Síðan hafði hann
gengið tilbaka frá veitingahús-
inu til húss föður síns. Hann
hafði komið þangað um klukkan
ellefu, og fundið föður sinn lát-
inn. Þetta var allt, sem hann
vissi.
„Hversvegna komstu til
baka?“ spurði Heimiich. „Til
þess að segja föður þínum, að
hann hefði, þrátt fyrir allt, á
réttu að standa?“ Að þú myndir
taka við peningunum, og láta
stúlkuna lönd og leið? Þar sem
hún var hvort eð er farin?
Heimrich skoðaði piltinn. Hann
ætti að stökkva uppá nef sér af
þessu. Ned Drake stökk ekki upp
á nef sér. Sigraður piltur, hugs-
aði Heimrich.
„Eða — til þess að hefna þín
á honum?“ sagði Heimrich. „Var
VÍKINGUR
398