Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 47
það tilfellið? Vegna þess að þú hataðir hann, fyrir að hafa á réttu að standa? Drapst hann, fyrir það eitt, að hafa á réttu að standa?“ „Hann var látinn, þegar ég kom þangað,“ ságði pilturinn. „Sagði ekki einhver, að hann hafi verið skotinn klukkan fjórt- án mínútur yfir ellefu. Nokkuð margir, sem bjuggu í Oak Hill hverfinu — staður þakinn trjám og bognum stígum og björtum nýjum húsum, hver þeirra um sig átti vær ekrur lands — höfðu heyrt skotið. Nokkrir þeirra iiöfðu litið á klukkuna. Maður nokkur, Harry Simkins að nafni, næsti nábúi Jason Burn- ett, hafði verið á gangi með hund- inn sinn, og hafði greinilega heyrt skotið, hafði l'itið á úrið sitt, og gat svarið upp á það, hvað klukkan hafi verið. Á hverju kvöldi, um kl. 11,30 tók hann hundinn með sér út, og gekk með honum í hálfa klukku- stund. „Gengur eins og ldukka,“ sagði Harry Simkins. „Þú getur sett úrið þitt eftir mínu og Dukes gamla.“ Skotið reið af klukkan 10.45. En enginn, utan pilturinn sjálfur, gat svarið, að Ned Drake hefði verið í mílu fjarlægð, þegar faðir hans dó, og ekki í herberg- inu með byssuna — Myron Drak- es eigin byssu, hún hafði verið í hans eigin hendi — og með hatri í huga. „Fari það bölvað!“ sagði pilt- urinn, með skyndilegum reiði- svip. „Hann var dáinn, þegar ég kom þar, það segi ég satt. ...“ En Forniss, liðþjálfi, stóð í dyrunum og pilturinn stanzaði. „Já, Charlie?" sagði Heimrich, og Fomiss svaraði: „Stúlkan er héma, kapteinn. Frú Drake.“ „Nei! sagði Ned Drake. „Ekki draga hana inní þetta. .. . “ „Allt í lagi, Charlie,“ sagði Heimrich. „Bjóðið frú Drake að ganga inn.“ Hún geldk inn. Heimrich hafði ímyndað sér hana laglega, og hún var lagleg. Hún var með dökk- VÍKINGUR rautt hár; vel vaxin eins og pilt- urinn. En hún virtist, þarna, sem hún stóð í herberginu, sem hún væri gerð úr silfurvír. Og því. hafði Heimrich ekki búizt við. „Hvað eru þeir að gjöra þér?“ sagði hún við piltinn, við eigin- mann sinn. En hún talaði til hans, eins og hann væri drengur. Hann leit upp til hennar. „Þú komst aftur,“ sagði hann, „eða — þeir komu með þig aftur. Það var þannig, var það ekki svo?“ Hún leit á hann, og hristi ofur- íítið höfuðið. Hún sneri sér að Heimrich, og sneri sér þannig (hugsaði Heimrich) að hún væri að snúa sér frá einum fullorðn- um til annars. En hún var átján og mjög ungleg í andliti. „Hvað eruð þið að gjöra við hann?“ spurði hún Heimrich. „Spyrja hann spurninga," svaraði Heimrich. „Um morð. En þér vitið það, frú Drake.“ „Þér eruð ekki með fullu viti,“ sagði hún. Hún talaði ekki með málfari því, sem talað var í Hud- son Valley, eins og pilturinn gjörði. Það myndi hafa gjört það ólíkt málfari Myron Drake, reiknaði Heimrich með. „Hann var hjá mér,“ sagði stúlkan. „I herberginu okkar.“ Hún var mjög ung, mjög ögrandi. Heimrich lokaði augunum augnablik og hristi höfuðið. Hún leit til piltsins. Síðan sagði hún, „Sagðirðu honum það ekki?“ „Það hefur enga þýðingu, Dor- is,“ svaraði pilturinn, og talaði með sljórri röddu. „Ég drap ekki pabba. En hann veit, að við vor- um ekki saman.“ Hún leit á Heimrich. Augu hennar voru blá, eins og Heim- richs. Það virtist loga eldur í þeim. „Já,“ sagði Heimrich. „Eigin- maður þinn segir, að hann hafi farið héðan til veitingahússins í kringum klukkan níu, eða litlu seinna, og séð, að þú varst farin. Hann reyndi að finna þig, en gekk svo til baka hingað. En þú segir að hann hafi verið hjá þér?“ „Það getur ekki passað?“ sagði stúlkan, undarlega samsinnandi. En hún var ósigruð — það var hún. „Mátti reyna það, það var allt og sumt.“ „Já,“ sagði Heimrich. „Ó,“ sagði stúlkan. Eg áfellist þig ekki. Ekki þig. Það er bara það, að hann gæti ekki drepið nokkra sálu. Faðir hans mjmdi segja, „Leggðu hana niður, son- ur minn,“ og hann myndi leggja hana niður. Hann myndi leggja niður hvað sem væri.“ Hún var bitur, þegar hún sagði þetta. Pilturinn sagði, „Doris. . . .“ Hún bandaði frá sér hendinni. Það var rétt eins og hún segði með orðum, að hann ætti ekki að skipta sér af þessu. „Skyndilega sagði hún, hr. Burnett „þú hefur hugsað til hr. Burnetts?“ „Hvers vegna?“ svaraði Heim- rich (Hann hafði gjört það, og það hafði ekki borið neinn árang- ur.) „Hvers vegna hr. Burnett?" Stúlkan leit til Ned Drake. Augu hennar voru ögrandi. „Hr. Burnett og pabbi voru líftryggðir, hvor gagnvart öðr- um,“ svaraði pilturinn. „Ég býst við að hún eigi við það.“ „Jæja?“ sagði stúlkan við Heimrich. Heimrich hristi höfuðið. „Hr. Burnett var heima hjá sér, sagði hann. „I eldhúsinu sínu. Hann var að fá sér smábita, sagði hann.“ „Hann segir það,“ endurtók stúlkan, en Heimrich hristi höf- uðið á ný. Það var meira en þetta. Burnett hafði sést þar, eða svo gott sem sést. Það sá hann mað- ur að nafni Simkins — maður sem fer í gönguferð með hund- inn sinn á hverju kvöldi. Simpkins hafði rétt stigið inn í garð hans, þegar ljós var kveikt í eldhúsi Burnetts. Og þá var klukkan 10.30. Hann gat svarið upp á þessa tímasetningu, og upp á tímasetninguna, þegar skotið reið af fimmtán mínútum seinna. Og hann gat einnig svarið það, að ljósið slokknaði í eldhúsi Burnetts, fimm mínútum eftir að 399
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.