Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Síða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Síða 30
Hugleiðingar um áramót Heiðraða ritstjórn: Frá því að ég var sjómaður um árabil, á mínum yngri árum, hefi ég alla tíð haft áhuga fyrir málum sjómanna og reynt að fylgjast með þeirra málum, eftir beztu getu. „Víkingurinn“ hefur því ætíð verið mér au- fúsugestur, en ég er áskrifandi blaðsins frá fyrstu tíð og hefi haldið því saman, tel mig eiga þar góðan grip, sem er mér kær. Fyrir þetta góða blað vil ég hér með þakka. Margt hefur komið í blaðinu, sem er fróð- leikur og góð sönnunargögn, mér er efst í huga, myndir og frásögn af bátum og skipum, svo útvegs og formönnum í Vestmannaeyjum. Þar var mikinn fróðleik að finna, mikið væri gaman að fá framhald á því efni, og þá einnig frá öðrum útgerðarstöðum. Ég er bóndi hér í næsta hágrenni Akraness á góðri jörð, hefi verið það í tæpan þriðja áratug, frá því ég flutti frá Akranesi. Mér fellur bóndastarfið vel, hefi því áhuga fyrir málefnum landbúnaðarins, þó ekki sé þar með sagt að ég sé ánægður, með málefni hans, reyndar eru þau umdeild og ekki að ástæðulausu. En landbúnaðarmál hafa lent í þeim slæma vítahring að vera bitbein, stjórnmálamanna og hagstjórnartæki, gegn verðbólgu o.fl. Svipað má segja um sjávarútveginn, hans mál eru æðioft í brennidepli, og harka- lega umrædd. Mér hefur alltaf fundist að þessir tveir elstu atvinnuvegir þjóðarinnar og þeir þýðingarmestu, hafi átt í vök að verjast. Án þessara tveggja verðmætaskapandi atvinnugreina, væri Island, ekki byggilegt, aðeins fuglasker á hjara veraldar, en sem betur fer eigum við því láni að fagna, að ekki er ver komið en raun ber vitni. Þrautseigja og baráttuvilji góðra íslendínga fyrir sönnum málstað og góðum, er alltaf að vinna á, nú síðast í landhelgismálinu og er sannarlega ánægjulegt að geta óskað sjómönnum til hamíngju með þann stóra sigur um þessi áramót. Þessar hugleiðíngar mínar sem ég hefi af veikum mætti pikkað flausturslega niður á blað og sendi hér með, eru kannski ekki prenthæfar, ég læt ykkur um að dæma þar um, einnig gef ég heimild til að lagfæra, það sem óþarft er eða ldaufalegt í sniðum. Um þessar mundir er heilsu minni þann veg farið, að ég fæ ekki að stunda störf, sem skyldi, því grípur þessi árátta inní, að koma hugsunum á þrikk. Það sannast máske þar, að betra sé Iétt verk að vinna, en ekki neitt. Ekki að málefnin séu mér leið, þveröfugt, þau eru mér kær. En hæfileiki manns, sem ekkert nám hefur stundað, nema það algilda, sem skóli lífsreynslunnar kennir. Ég biðst velvirðíngar á þessu tiltæki mínu, raus mitt verður mér endursent ef ekki líkar, vinsamlega. Ég færi öllum aðstandendum Víkings bestu árnaðaróskir, á þessum áramótum, þakka fyrir mitt uppáhalds blað, vona að það eigi um lánga framtíð eftir að færa okkur fréttir og fróðleik. Með bestu þakkarkveðju. Eystra-Miðfelli, Hvalfjarðarströnd, 31. des. 1976. Valgarður L. Jónsson. 1 30 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.