Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Page 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Page 40
Guðjón Ármarin Eyjólfsson: Alþjóðlegar siglingareglur Alþjóðasiglingareglur 1972 taka gi/di 15. júlí 1977 Greinin er byggð á erindi, sem höfundur flutti í þættinum við sjóinn 4. nóv. s.l. Aukið hefur verið við inngang. Síðari hluti greinar um nýju siglingareglurnar birtist í næsta tbl. Víkingsins. I. Sögulegt ágrip. Siglingareglurnar heita í raun og veru alþjóðareglur til að koma í veg jynr árekstra á sjó; enda er það meg- inmarkmið þeirra og hlutverk. í aldanna rás mótuðust ákveðn- ar reglur um siglingar skipa. í sigiinga- og verzlunarlögum fyrri tíma er þó í sambandi við árekstur skipa einungis að finna reglur um hvernig skipta skuli tjóni af völd- um áreksturs með málsaðilum, en ekki reglur um hvernig bezt megi afstýra árekstri á milli skipa. Á 16. og 17. öld aukast mjög siglingar um heimshöfin og þörfin á sérstökum siglingareglum til að komast hjá árekstrum verður brýnni en áður var. Elztu ritaðar heimildir um sigl- ingareglur má rekja til merkja- bókar Ríkharðs Howes (1726— 1799), aðmíráls í breska flotanum. Vitnað er í siglingareglur Howes að- míráls fyrir 200 árum síðan, eða snemma sumars árið 1776. Howe aðmíráll var þá með flota sinn fyrir utan strendur hinna 13 nýlendna Breta á meginlandi N-Ameríku. Þar gætti þá mikils óróa og nokkru síðar eða 4. júlí lýstu þær sem kunnugt er yfir sjálfstæði sem Bandaríki Ameríku. f merkjabók Howes eru í fyrsta skipti skriflega settar fram skýrar og ákveðnar reglur um siglingu skipa til að afstýra árekstri. Reglur Howes eru enn í fullu gildi og hafa fram á þennan dag verið grund- vallaratriði siglingareglnanna. Mikilvægasta boðorð í reglum Howes er: „Þegar skip hafa vind á gagnstœð borð, skal skipið, sem hefur vindinn á bakborða víkja fyrir hinu, sem hefur vind á stjórnborða. “ Howe aðmíráll brezka flotans (1726—1799) 40 V f K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.