Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Side 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Side 44
Áhöfnin er fimm manns, tveir vísindamenn til viðbótar. Kafbát- urinn getur siglt á fullri ferð svo lengi sem þarf; aðeins þarf að taka mið af matarbirgðum og öðru slíku. Á bátnum eru kýraugu svo menn geti séð hafsbotninn með berum augum. Utan á skrokknum eru sjónvarpsmyndavélar og kvikmyndavélar. Þar að auki er á honum járnhönd til að ná sýnum af botni. Ásgeir Þórhallsson tók saman Alvin, verið að slaka honum í hafið til að leita sprengjunnar. Mikill munur flóðs og fjöru Þessar tvær myndir tók Halldór Halldórsson árið 1976 af sama skipi á fjöru og flóði. Það er þarna statt í Digby sem er utarlega í Fundy-flóa í Nova Scotia í Kan- ada. Frendo Simby hét skipið, en síðar nefndist það Austri og var í eigu Jóns Franklíns. í Digby er mikill munur flóðs og fjöru, eða nær 7.5 metrar mestur. í Burnt Coat Head sem er innst við Fundyflóa er munurinn tvöfalt meiri, eða rúmir 15 metrar, og er hvergi meiri á jarðkúlunni. Til samanburðar má geta þess að munur flóðs og fjöru verður mestur á íslandi nær 5.5 metrar, við innanverðan Breiðafjörð. 44 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.