Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Blaðsíða 23
„Þetta er eins og að búa á hóteli” í hjónaherbergi á vistinni á Hrafnistu búa hjónin Þorgerður Pálsdóttir og Ásgrímur Sigurðs- son frá Siglufirði. Þorgerður er Bolvíkingur, bjó í Ósvör, í sjóbúð með foreldrum sínum. Faðir hennar var smiður en réri líka og segist Þorgerður muna eftir því að krakkamir fóru með á vorin að róa út lóðirnar. Ásgrímur er hins vegar Héðins- firðingur en þau hjón giftust 1938 og settust að á Siglufirði. 1974 veiktist Ásgrímur illa og lá lengi á spítala í Reykjavík. Hann er nú lamaður öðru megin en er rólfær. Fyrst eftir að hann útskrif- aðist áf spítalanum bjuggu þau hjá dóttur sinni í Reykjavík en fyrir fjórum árum fengu þau pláss á Hrafnistu. Skipstjóri á Siglufirði Ég lít inn til þeirra upp úr há- degi einn daginn. Ásgrímur situr uppáklæddur í stól og Þorgerður í öðrum. í herberginu eru gamlar mublur úr búi þeirra og myndir á veggjum. Tvær stórar myndir af Bolungarvík, ein af Siglufirði og stór mynd af 100 tonna báti að sigla inn Siglufjörðinn. Á borð- stofuskáp eru stúdentsmyndir af dætrum þeirra þrem og myndir af barnabörnum. I einu homi stend- ur lítill ísskápur. — Hvernig kunnið þið við ykkur héma? „Við kunnum mjög vel við okkur“, segir Þorgerður. „Það fer vel um okkur og það er reynt að gera allt fyrir okkur sem hægt er. Maður er frjáls, þetta er eins og að búa á hóteli. Maður gengur að mat sínum, það er þvegið af manni og straujað í hvurri viku og maður er baðaður í hvurri viku.“ — Hefurðu farið í föndurstof- una uppi? „Nei, ég hef ekki farið. Ég prjóna leista héma niðri. Það er basar héma á haustin þar sem maður getur selt það sem maður býr til. Ég er mest hérna inni á herbergi með honum því hann getur lítið farið. Þetta er ágætt meðan maður hefur fótavist og getur hjálpað til sjálfur. Ég er mjög ánægð að vera héma. Þetta er endastöð, maður fær að vera héma þar til yfir lýkur.“ Nú bendir Ásgrímur á myndina af bátnum á veggnum og segir að þennan bát hafi hann átt. „Hann hét Sigurður og ég var formaður á honum. Ég var fyrst með minni báta, byrjaði 14 ára sem kokkur og var á sjónum í 18 ár.“ „Hann fór í Stýrimannaskólann í fyrsta skipti sem öldungum var kennt þar“, segir Þorgerður. „Það var 1946 um það leyti sem verið var að klára Sjómannaskólahúsið. Hann hafði pungapróf, svokallað og fékk svo réttindi til að hafa togara eftir þetta ár.“ „Það var 1947 sem við sóttum Sigurð til Svíþjóðar“, heldur hann áfram. „Hann var síðar seldur til Vestmannaeyja og kallaður Sig- urður Gísli.“ — Varstu á sjónum alveg þangað til þú veiktist? „Nei, hann keypti söltunar- stöð“, segir Þorgerður, „í félagi „Hér er allt gert fyrir mann og manni líður eins og best verður á kosið“, segir Þorgerður Pálsdóttir, „maður hefur síma og sjónvarp, útvarp, plötuspilara og segulband inni hjá sér“. VÍKINGUR 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.