Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Blaðsíða 36
Dreymdi um heimskautaferðir ungur og siglir nú á Suðurskautið og Grænland til skiptis Rætt vid Gísla Gudjónsson, skipstjóra Það er ekki oft sem maður heyrir Antartíku nefnda en í landafræðinni lærði maður jú að heimsálfumar væru sex og ein þeirra héti þessu skrýtna nafni. Þessi heimsálfa er enn fjarlæg í huga enda langt síðan þulið var upp úr landafræðinni en nýlega leit inn til okkar maður sem kynnst hefur hinu fjarlæga Suðurskauts- landi af eigin raun, meira að segja heilsað upp á mörgæsir. Maðurinn heitir Gísli Guðjónsson, Reykvík- ingur að uppruna. Að eigin sögn var hann á unglingsárunum í fé- laginu Pólfarar með öðrum strák- um, þar sem þeir létu sig dreyma Gísli Guðjónsson er nú skipstjórí á dönsku skipi sem siglir til Suðurheim- skautslandsins. Þegar hann var strákur var hann í félagi sem hét Pólfarar þar sem strákamir létu sig dreyma um heim- skautaferðir. Gísli lét þennan hcrnsku- draum verða að veruleika. 36 um heimskautaferðir. Hins vegar er Gísli sá eini sem lét drauminn verða að veruleika. Draumur Gísla rættist með þeim hætti að 1967 hóf hann siglingar sem messagutti hjá Sambandinu, en síðan varð hann háseti á Gullfossi og fleiri skipum Eimskipafélagsins. 1974 útskrif- aðist hann úr Stýrimannaskól- anum og fór að sigla með Eimskip en fór út vorið 1975 og sigldi hingað og þangað um heiminn þar til hann réðst til danska skipafé- lagsins A.E. Sörensen 1976. Fyrst voru það aðallega Grænlandssigl- ingar sem hann stundaði en 1979 var hann sendur í afleysingum á Suðurpólinn sem skipstjóri og fékk starfið skömmu síðar. Skip Gísla heitir Nanok S. sem þýðir ís- bjöm á grænlensku og heldur það sig á slóðum ísbjamanna á Suður- pólnum á vetuma en Norðurpóln- um eða Grænlandi á sumrin. Tvær ferðir um hásumarið Til þess að öðlast skipstjóra- réttindi í Danmörku varð Gísli að gerast danskur ríkisborgari og það eru synir hans tveir einnig en kona Gísla heldur ennþá íslenska ríkis- borgararéttinum. Þau hjón búa í litlum bæ rétt við Svendborg á Suður-Fjóni og voru hér í fríi um áramótin og fram í janúar en þá voru tvö og hálft ár síðan þau voru hér síðast. — Er ekki ævintýralegt að sigla á Suðurpólinn? — Jú, maður kynnist ýmsu. Það er alls konar fólk sem kemur með okkur, vísindamenn og jarð- fræðingar og ég fæ stundum að fara með þeim í leiðangra á þyrlu sem við höfum um borð. Þeir skoða hvem stein sem stendur upp úr ísnum. Við flytjum vistir, olíu og mannskap á þrjár rann- sóknastöðvar sem Ástralíumenn reka. Rússar eru líka með stöðvar þarna en þangað sigla rússnesk skip. Skipið er sérsmíðað fyrir Grænlandssiglingar, smíðað 1962 og gengur ágætlega í ís en við höfum lent í því að festast, vorum t.d. einu sinni fastir í fimm daga en fengum hjálp frá rússneskum ísbrjótsem fylgdi okkur gegnum ísinn. Það er aðeins hægt að sigla þama um sumar þ.e. frá miðjum desember fram til 5. mars. Eftir það kemst enginn til þeirra enda hafa þeir tveggja ára birgðir hjá sér ef eitthvað skyldi bregðast. Við erum einn og hálfan mánuð á sjó til Ástralíu og komum hvergi við, siglum aðeins gegnum Súez— skurðinn. Á þessu tímabili förum við því bara tvær ferðir. í blöðum og sjónvarpi í Ástralíu vegna hrakninga — Hefur aldrei neitt komið fyrir hjá ykkur? — Síðasta haust lentum við í óveðri og komumst í blöð og sjónvarp í Ástralíu. Þeir héldu að við kæmumst ekki af og fannst þetta mikið afrek. Það þarf ekki mikið til að hræða þá. Við sáum ekki neitt vegna náttmyrkurs og snjókomu og vorum þrjá sólar- hringa á siglingu. Þetta var þó nokkuð slæmt veður, vindur um VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.