Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Page 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Page 47
strandsjávardýr (a.m.k. í Norður- höfum) og sést oft inni á fjörðum og flóum. Þar étur hún síld og annan uppsjávarfisk, en ku og nærast á svifi. Megnið af hrefn- unni heldur eitthvað suður á bóg- inn er haustar, en einstaka dýr sjást hér að vetrarlagi. Lítið sem ekkert er vitað um vetrarheim- kynni með vissu og á það við um flesta þá farhvali er hér verða nefndir. Flestar fræðibækur vísa í þeim efnum helst til hafsvæða við Azoreyjar eða Bermúdaeyjar. Eftir að aðrir reyðarhvalir hafa verið friðaðir að miklu leyti hafa Japanir nú hafið mikla sókn í hrefnustofninn í Suðurhöfum, en þær veiðar hafa sætt mikilli gagn- rýni vegna notkunar á svonefnd- um köldum skutli, sem er án sprengjuodds. Hér við land hafa verið veidd um 200 dýr á ári frá því 1974. Sökum þess hve lítil hrefnan er miðað við aðra reyð- arhvali varð hún lengi vel lítið fyrir barðinu á veiðimönnum og hefur heildarstofninn verið áætl- aður um 300 þús. dýr, en er talinn hafa verið um 360 þús. áður en veiðar hófust. Hnúfubakur Hnúfubakurinn er nokkuð sér- stæður meðal skíðishvala og til- heyrir þar sérstakri ættkvísl (skeljungar). Að lengd er hann VÍKINGUR svipaður og sandreyður, þetta 12—14 m (sagður geta orðið allt að 18 m), en er miklu stærri hvalur en hún, því hann er samanrekinn og kubbslegur. Þá er hnúfubak- urinn með feiknastór, hvít bægsli, sem eru allt að Vi skepnunnar að lengd. Þau sjást stundum vel er hvalurinn hreinsar sig úr sjó, en ólíkt öðrum stórhvölum leikur hann tíðum slíkar kúnstir. Blást- urinn er gorkúlulaga strókur. Hvinurinn af andardrættinum er einna mestur allra hvala, og heyr- ist oft í töluverðri fjarlægð. Gagn- stætt því sem gerist hjá reyðar- hvölum rekur hnúfubakurinn tíðum upp sporðinn er hann kafar og er hann sagður jafnt fiskiæta sem svifæta. Hnúfubak- urinn fyrirfinnst í nær öllum úthöfum heims. Hann er far- hvalur, en verður þó iðulega fram eftir öllum vetri. Svo virðist sem aldrei hafi verið sérlega mikið um þennan hval hér, því um aldamótin veiddu Norðmenn þetta 20—30 dýr á ári. Er hval- veiðar hófust úr Hvalfirði, fengust aðeins 1—2 dýr á sumri og var hnúfubakurinn alfriðaður 1955. Sl. sumar moraði hér allt í hnúfu- bak vestur af landinu og voru taldir upp undir 130 stykki í Ljós- faraleiðangrinum áður en veiðar hófust. Stofn hefur verið áætlaður um 1000 þús. dýr, en nefndar hafa verið tölur milli 7 og 20 þús. um fjölda hnúfubaka í heimshöfun- um í dag. Norðhvalur (Grænlands-slétt- bakur) er af sléttbakaætt og er stærstur sléttbaka, tíðast 15—16 m, sjaldan 19—20 m. Eins og nafnið bendir til er um hánorræna tegund að ræða, sem átti heima í nyrstu höfum jarðar á Bering- sundssvæðinu, kringum Davis- sund og í Dumbshafi. Fjöldi þessarar tegundar mun aldrei hafa verið mjög mikill, og hafa menn slegið á töluna 10 þús. í heildar- stofninum er hann var í hámarki. Hollendingar hófu miklar veiðar á Norðhval á Svalbarðasvæðinu á 18. öld og útrýmdu honum nær úr Norðhvalur Dumbshafi. Nú er svo komið að þetta er sú hvalategund sem einna mest hætta er talin á að deyi út. Ekki er vitað til að Norðmenn hafi fengið einn einasta norðhval er þeir voru hér við veiðar kringum aldamótin og nú í marga áratugi hafa aðeins örfá dýr þessarar tegundar sést í Dumbshafi. Eitthvað er eftir af honum við NV-Grænland og við Beringsund allt til Kamtsjatka. Stofninn ku vera mjög lítill og talað hefur ver- ið um 2000 dýr í allt. Þó að þessi skepna sé að sjálfsögðu alfriðuð, skýtur samt svo skökku við að Eskimóar fá að veiða nokkra tugi dýra á ári sér til lífsbjargar eins og það heitir. Norðhvalur er sagður að mestu svifæta. í kyrru veðri getur blásturinn verið tvíklofinn undir réttu sjónarhorni að sjá. Eins og nöfnin á þessari tegund benda til er hvalurinn sléttur á baki, þ.e. án homs. Hann er regluleg svifæta. fslands-sléttbakur er heldur minni en hinn „norræni" frændi 47

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.