Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Blaðsíða 11
VIKINGUR Dagvistun brýnt mál — Eru eingöngu vistdeildir hér í Hafnarfirði? — Nei, það var gert að skilyrði þegar við fengum styrk frá því opinbera að hér yrði starfrækt létt hjúkrunardeild. Þar er fólk sem þarf ekki á beinni hjúkrun að halda en þarfnast umönnunar og eftirlits. Þessu hefur verið sinnt með bjöllukerfi og aukinni vakt og njóta þessa um 30—40 vistmenn. Oft er þarna um að ræða félagsleg vandamál samfara líkamlegum og geðrænum vanda. Má þarna nefna fólk sem ekki hefur getað búið með vandamönnum vegna óreglu og andlegra pyntinga. Góður félagsskapur er mikilvægur fyrir slíkt fólk og hlýtt viðmót og örvun frá starfsfólki. Við höfum verið sérstaklega heppin með starfsfólk á báðum heimilunum. Einnig eru hér einstaklings- og hjónaíbúðir með eldunaraðstöðu en allir njóta þeirrar þjónustu að fá mat í borðsal. Eldunaraðstaðan er fyrir einkanot þess á milli. Nú, svo starfrækjum við dag- vistun þar sem fólk kemur utan úr bæ á morgnana og fer heim á kvöldin. Það tekur þátt í handa- vinnunni og öðru sem hér fer fram og hefur aðstöðu til að hvíla sig í hvíldarherbergjum sem hér eru. Við höfum sömuleiðis haft skammtímavistun t.d. fyrir fólk utan af landi sem dvelur hér um tíma eða fólk sem býr hjá börnum Eftir samverustundina var aftur sest við hannyrðimar þvi iíklega hefur þessum konum sjaldan fallið verk úr hendi. Fremst Magndís Aradóttir, þá Þóra Ólafsdóttir, Friðrika Eyjólfsdóttir, Jónína Jónsdóttir og standandi Matthildur Guðmundsdóttir. Úr föndurstofunni: Guðbjörg Vigfúsdóttir sem situr við smymaðan dregil eftir sjálfa sig orðin 90 ára gömul en framleiðir enn slík listaverk. Hjá henni stendur Guðrún Jónsdóttir úr Valþjófsdal í önundarfirði og sitjandi Margrét Ketilsdóttir úr Grindavík. Hafnarfirði sem við vonum að geti tekið til starfa um næstu áramót. — Leysir ekki bygging B-álmu Borgarspítalans að einhverju leyti þennan vanda? — Hún verður fyrir langlegu- sjúklinga að því mér er tjáð en á auðvitað að vera fyrir gamalt fólk því fjármunir til hennar koma að lang mestu leyti úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra sem stofn- aður var í fyrra með nefskatti á alla þjóðina. Vistheimilið héma er fyrsta bygging okkar sem fær opinberan styrk. Hann var nú ekki nema um 8% af byggingarkostnaði en ég býst við að um 26% byggingar- kostnaðar Hjúkrunarheimilisins verði frá hinu opinbera. Ríkið styrkir hins vegar allar sjúkrahús- byggingar 85%. Við verðum samt að fylgja öllum lögum og reglum sem sett eru um rekstur slíkra stofnana. Daggjaldakrfið fer t.d. eftir því hvaða þjónusta er veitt og þau eru ákveðin af fimm manna nefnd á vegum ríkisins. Fyrir okkur eru þau of lág og hafa verið lengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.